Náð

Gríska orðið yfir náð er charis , og það hebreska er kaná.

Bæði orðin vitna til þess að Guð vill vera okkur nálægur. Það þýðir að Guð er ekki fjarlægur, það þýðir að hann elskar þig. Hann elskar þig það mikið, að hann var viljugur til að senda son Jesú Krist á jörðina, til þess að brúa bilið og að þú gætir eignast persónulegt samfélag við hann. Þetta þýðir að Guð hefur alltaf elskað þig, og viljað hafa þig í sinni í nálægð.

Charis og Kaná vísa líka til þess að Guð þráir að blessa okkur, og að okkur vegni vel í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þetta þýðir velgengni tilheyrir þér sem barni Guðs.

Algengasta þýðingin á orðinu Náð er gæska , eða gæska Guðs til þín. Náð er líka einnig þýtt sem Kærleikur Guðs til þín, fyrirgefning Guðs til þín og kraftur Guðs til þín. Sjáðu til, þetta byrjar allt hjá Guði. Hann elskar þig, þú meðtekur kærleika hans til þín, og endurspeglar það svo inn í líf annara. Guð fyrirgefur þér svo þú einnig getir fyrirgefið öðrum. Hann gefur þér kraft inn í líf þitt. Orðið kraftur, þýðir möguleiki eða geta til að framkvæma. Það þýðir að þú getur gert hluti sem þú varst ekki fær um áður.

Náðin hún hefur Guðleg áhrif á hjarta þitt. Það þýðir að hún breytir þér innan frá og út. Hjartalag þitt breytist, þú ferð að elska fólk meira, og karakter þinn breytist.

Náðin hún kennir okkur að taka okkur frá fyrir Guð, sem þýðir helgun. Hún kennir okkur að hafna því sem óguðlegt er, og hjálpar okkur að lifa í sannleika, réttlæti og helgun. Hún kennir okkur að vera sammála Guði og Hans orði. Hún kennir okkur að hafna því að láta girndina stjórna okkur. Páll postuli talar um í Rómverjabréfinu 8 kafla, að lifa í andanum, svo við fullnægjum ekki girndum holdsins. 

Náðin er betri leið til að lifa frjáls frá synd. Náðin kennir þér að fæða þig á réttan hátt. Það er að segja andlega næringin. Næringin sem um talar hér, er að lesa orð Guðs BIblíuna, bæn og lofgjörð.

Náðin er Guðs gjöf til þín. Þú þarft ekki að borga fyrir hana, hún er ókeypis. Eilíf líf, fyrirgefning, kærleikur, 100 % réttlæti í Kristi Jesú, Heilagur Andi kemur yfir þér, og verður kennarinn þinn í sannleikanum. Þú færð andlegar gjafir, getur talað tungum, læknað sjúka, framkvæmt kraftaverk oflr.

Náðin er ný á hverjum degi, hvern dag færðu nýtt tækifæri, til að gera þitt besta í dag. Hvern dag færðu ferska byrjun. Það sem gerðist í gær, tilheyrir fortíðinni og þarf ekki að velta sér upp úr, hafir þú gert það upp, sé þess þörf. Hvern dag erum við þurfandi fyrir náð Guðs. Það skiptir engu máli, hver þú ert, hvað þú hefur gert, hvernig þú lítur út eða hvaða þjóðfélagsstöðu þú gegnir. Þú þarft á náð Guðs að halda á hverjum degi. Það að náðin sé ný á hverjum degi, þýðir líka að við lærum að treysta því, að það sem Jesús gerði á krossinum nægir okkur. Náð Guðs nægir okkur.Hún er langtum stærri og meiri en mistökin okkar.

Náð Guðs gefur okkur yfirburði. Kraftur Guðs innra með þér, gefur þér þann möguleika til að bera af, hún gefur þér möguleika til að gera betur en aðrir. Hún gefur okkur möguleika til að njóta velgengni í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við berum af, ekki vegna þess hve sjálf við erum frábær, heldur vegna kraft Guðs sem býr innra með okkur, og þeirrar visku sem Guð gefur okkur svo örlátlega af.

Það er ekkert hallæri í Náðinni, það er nóg handa öllum, Náðin verður alldrei gjaldþrota. Það er alltaf innistæða fyrir alla menn, sem leita Krists.Það kemur engin kreppa í Guðsríkinu. Það er yfirflæði og meir en nóg fyrir alla menn.

Náðin hefur 2 skyldur. Að elska og fyrirgefa. Elska skaltu Drottinn Guð þinn að öllu hjarta þínu,öllum mætti og af allri sálu þinni. Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig. Náir þú þessu, þá ertu með etta. Þetta er bara svona einfalt. Guð elskar þig, Þú elskar Guð, sjálfa/n þig og náungan. Og velur að fyrirgefja þér og öðrum. Þetta þýðir samt ekki að við getum gert hvað sem við viljum. Þetta þýðir að sá/sú sem elskar vill ekki gera það sem rangt er. Lögmálið segir, þú mátt ekki, en náðin segir ég vil ekki gera þetta, því þetta er rangt í augum Guðs.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband