Að tilheyra

Allir vilja tilheyra einhverju eða einhverjum. Eflaust er það þörf hvers manns að tilheyra. En skiptir það máli hverju/m maður tilheyrir?

Í fyrsta lagi þá tilheyrir fólk fjölskyldu sinni, vinhópum, íþróttafélögum eða einhverju öðru. Ég man eftir gengi sem var frekar utanveltuhópur sem kölluðu sig mansonistar, það var ákveðin hópur sem dýrkaði Marlyn Manson, þau voru í leðurfötum eða dökkum klæðum, voru með allskonar járndrasl utan á sér og máluðu sig oft í framan. Það sem fékk mann til að hugsa afhverju að tilheyra einhverjum svona hópum?

Það sem mér hefur alla vegana verið kennt, er að þetta snýst um að vera samþykktur fyrir það hver maður er. Oft á tíðum að þá eru þetta unglingar sem fara í svona hópa, unglingar sem fá ekki ást og hlýju heima hjá sér, eða eru ekki samþykktir. Það sem þeir leita þá eftir er að tilheyra og vera samþykktir.

Það er gott að tilheyra íþróttaliðum oflr. Það ríkir oft sterkt í fólki, að það tilheyri ákveðnu íþróttafélagi, og ákveðið stolt fylgir oft með.

Enn það að tilheyra Jesú, er mun merkilegra en að tilheyra einhverju veraldlegu að mínu mati. Ég tilheyri honum, og honum líf mitt að þakka. Hverju/m tilheyrir þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

er búin að taka ákvörðun að byrja blogga hérna aftur :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 7.5.2010 kl. 22:52

2 identicon

Flott blogg hjá þér. Stendur þig vel. Eigðu góðan tíma hér.

Stuðnings og blogg kveðja.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það Valgeir :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.5.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband