Á meðal eða í okkur ?

Það sem ég er að pæla í, er slöpp íslensku þýðing á versi í Kól.1:27 Guð vildi opinbera þeim hvílíkan dýrðarríkdóm heiðnar þjóðir eiga í þessum leyndardómi sem er Kristur meðal ykkar, von dýrðarinnar.

Það sem ég er óánægður með í þessari þýðingu, er að það stendur Kristur á meðal ykkar. Þetta dregur svoldið mikið úr merkingu versins.

Col 1:27
God wanted everyone, not just Jews, to know this rich and glorious secret inside and out, regardless of their background, regardless of their religious standing. The mystery in a nutshell is just this: Christ is in you, therefore you can look forward to sharing in God's glory. It's that simple. That is the substance of our Message.
(from THE MESSAGE: The Bible in Contemporary Language © 2002 by Eugene H. Peterson. All rights reserved.)

Col 1:27
God's plan is to make known his secret to his people, this rich and glorious secret which he has for all peoples. And the secret is that Christ is in you, which means that you will share in the glory of God
TEV

Ég gæti sett inn fleyrri vers úr enskum þýðingum. En rétt þýðing ætti þá að vera á þennan veg: Leyndarmálið er að Kristur er í þér, sem þýðir að þú deilir Guðsdýrð

Þetta er svoldið mikill munur á því hvernig er þýtt. Það sem maður veltir fyrir sér er, að ætli þýðingarnefnd, hafni þessi leyndardómi, eða hafa bara ekki skilið þetta betur. Því að þegar Nýja þýðingin kom út, kom sú yfirlýsing, að þýðingarnefnd, hafi skoðað enskar þýðingar sem eru notaðar í dag. En þetta hefur greynilega orðið eftir. En burt séð frá þessu.

Þetta vers segir okkur það, að Náðin er persónan Jesús í okkur. Margir skilgreina orðið Náð: óverðskulduð gæska Guðs til okkar, óverðskulduð elska Guðs til okkar, óverðskulduð fyrirgefning til okkar, kraftur Guðs til okkar, Guðleg áhrif á hjartað, eflaust hafa komið mun fleyrri skilgreiningar á Orðinu Náð, en fyrir mér má draga þetta allt saman í eitt orð sem er gjöf.

Guð Faðir, hefur gefið okkur sinn son, þegar við tökum trú á Jesú að þá fáum við að gjöf Heilagan Anda. Þegar Heilagur Andi kemur yfir okkur að þá öðlumst við kraft (Post.1:8) Við fáum ekki bara kraft, því að Kærleika Guðs er úthelt í hjarta okkar (Róm.5:5) New English Bible segir, að kærleikur Guðs flæði í gegnum dýpstu hjartans rætur okkar. Heilagur Andi gefur okkur svo tungutal, til persónulegrar uppbygginar, og hann útbýttir gjöfum sínum til okkar. Það sem gerðist við Golgata er að Kristur tók á sig okkar ranglæti og gaf okkur sitt réttlæti. Þannig að mín sannfæring er sú, að besta skilgreiningin á Orðinu Náð er gjöf.

Náðin er það, að Kristur býr í okkur í gegnum Heilagan Anda.

Annar punktur sem er í ensku versunum um að við munum deila Guðsdýrð. Það gæti verið auðvelt að misskilja þetta vers. En þetta þýðir ekki að við sjálf munum verða eitthvað dýrðleg eða upphafin fyrir verk Guðs í okkur. Það sem þetta þýðir einfaldlega er að Dýrð Guðs mun verða opinber í okkur, það er að segja að Kristur í okkur er dýrðlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmleeeeega ;) Jesús er maðurinn. Þannig að ef maðurinn er upphafin og gerður að idoli..Þá er það "einhver annar" sem gerir sig stórann í honum. Dýrð guðs villir ekki á sér heimildir, þeir sem hana bera eru auðmjúkir og þyggja ekki tilbeðslu eða lofsöng. Dýrð guðs vittnar stöðuglega um okkar andlega föður

Svínka Skínka (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Góður punktur hjá þér, auðmjúkum veitir hann náð :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 11.5.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband