Tengsl milli Jesú og sólarguðsins Horus ?

Ég var beðin um í dag að afsanna það sem Zeitgeist myndin segir um Horus og Jesús. Þeir sem gera þessa mynd vilja meina að Jesús sé bara skáldsaga og það sem hann var og gerði, hafi verið stolið frá sólarguðinum Horus.

Svona til að skoða þetta nánar að þá er bara alls ekkert líkt með Jesús og Horus. Þeir áttu báðir að hafa fæðst 25 desember. Það eru ekki til neinar heimilidir um að Horus hafi fæðst á þessum degi. Menn vilja meina að fæðingardagur Jesú hafi verið 25 desember, en það eru ekki til neinar sannanir fyrir því. Ég svona persónulega trúi því að Jesús hafi fæðst í apríl í kringum páskana. Jólin eiga rætur sínar að rekja til Sólstöðuhátíðar.

Þá er sagt að konungur sem hafi komist til trúar, hafi viljað gera eitthvað fyrir trúnna og því stofnað fæðingarhátíð frelsarans. Jólin eru ekkert Biblíuleg hátíð. Eina hátíðin sem er Biblíuleg eru páskarnir og laufskálahátíðin plús eitthvað meira. Þannig að heimildir zeitgeist manna eru byggðar allgerlega á röngum grunni.

Meira um sólarguðin Horus : Móðir Horus hét Isis en ekki Marie eða Isis-Marie og var ekki hrein mey. Horus átti að hafa getað gert kraftaverk. En þó er þrennt sem hann gat ekki gert sem Jesús gerði, það er að: ganga á vatni, reisa upp dauða, og reka út ílla anda.

Isis móðir Horus, var einnig tengd við Hathor, sem heimildum ber ekki saman um, því að hún átti einnig að hafa verið móðir hans, kona og systir. Þannig það er ekkert sem staðfestir neitt um þetta, því að fornum ritum ber ekki saman.

Það er ekkert sem gefur til kynna að fæðing Horus hafi verið tengd einhverri sérstakri stöðu stjarna.

Engin fornrit gefa til kynna að reynt hafi verið að drepa Horus, og krossfestingar voru ekki í Egyptalandi á þeim tíma sem Horus á að hafa verið uppi, sem var í kringum 3000 fyrir Kristsburð

Horus var ekki heimsóttur af 3 konungum, né Jesús, því að það voru 3 vitringar sem heimsóttu Jesús við fæðingu hans.

Horus var ekki skírður af neinum sem hét Anub né nokkrum öðrum.Anub er annað nafn fyrir Anubis, sem var ekki skírari, heldur líksmyrjari, eða útfararstjóri á nútímamáli. Það eru ekki heldur til neinar heimildir fyrir því að Anubis hafi verið hálshöggvin líkt og Jóhannes Skírari.

Horus reysti ekki Osiris upp frá dauðum, og seinna meir fékk Osiris nafnið konungur undirheimana og hefur ekkert með Horus eða upprisu að gera.

http://answers.yahoo.com/question/index?qid=20080603142409AAbb4Nk

hér fyrir ofan er heimild fyrir svörum mínum og á þeirri síðu linkar á fjölmargar aðrar síður sem benda á villuna í Zeitgeist.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

Gaman að lesa þetta hjá þér.

Maður veit allaveganna að það er eitthvað gott þarna uppi þegar við förum.

Það er allaveganna eitthvað í kringum okkur og lætur okkur líða vel.

Kv Ari

Ari Jósepsson, 4.6.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband