Er Íslam hættulegt ?

Sú umræða sem hefur verið hvað heitust á Íslandi síðustu mánuði, er málefni múslima. Eftir að hafa sitið á námskeiði og hlustað á nokkra áhugaverða punkta. Að þá hefur það verið mér til mikllar umhugsunar.

Ég ætla mér alls ekki að gera lítið úr trú neins. Því okkur ver að virða val hvers annars. Það sem er mér umhugsunarvert hvað þetta varðar er Moskvan. Áður en ég tjái skoðun mín hvað það varðar, að þá langar mig að koma því á framfæri. Ég er ekki á móti einum né neinum. Elskum alla jafnt, er það sem ég hef ákveðið að temja mér og er ennþá að þroskast.

Ég hef ekkert á móti því að hafa múslima á Íslandi, og hræðist það ekki, ég hef ekkert heldur á móti því að þeir hafi sín bænahús og tilbiðji sinn Guð, sem er reyndar sami Guð og við hin kristnu trúum á, en birtingarmyndin ekki sú sama. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjuefni, er hvaðan kæmi fjármagnið til að byggja moskvuna ? Því að heimildir eru fyrir þvi að margar moskvur eru fjármagnaðar af glæpamönnum eða öfgamönnum innan Íslam. Það sem ég persónulega myndi velta fyrir mér, gætu öfgahópar komið að baki fjármögnunni að Moskvunni eða ekki ? Það er allveg vert að spyrja sig , hvaðan kemur fjármagnið til að byggja.

Mér finnst það allt í lagi að hafa málefnalegar umnræður um Íslam . Fólk þarf ekki að vera sömu skoðunar eða sammála. En reynslan sínir, að með því að skapa umræður, fara fordómar.

Varðandi öfgahópa, að þá leynast þeir í öllum trúarhópum, og eru yfirleitt einstaklingar sem fremja voðaverk í nafni trúarinnar, og ættu í raun að flokkast sem glæpamenn.Slíka menn ætti ávallt að uppræta.

Staðreyndin er sú að Íslam, Gyðingtrú og Kristni á rætur sínar að rekja til Abrahams og sonum hans. Ísmael sem var sonur Hagar Ambáttar er forfaðir Múslima, og Ísak Gyðinga og Kristna. Rétt eins og það eru margar stefnur innan kristinar trúar, að þá eru það líka innan Gyðingdómsins og Íslam ... Kristin trú kemur út frá Júdaisma innan Gyðingdómsins.

En það er svo annað sem maður veltir fyrir sér, fyrst trúin er á sama Guð innan þessa þriggja trúarbragða, afhverju geta þá ekki allir lifað í sátt og samlyndi? Deilur Gyðinga og Araba má rekja niður til Ísmaels og ísaks. Þar er talað að hönd þeirra myndi vera upp á móti hvorum öðrum alla tíð. Þannig að lifa í þeim draumórum að það muni koma friður þarna á milli, er ágætis fantasía, because it want happent .. sorry folks ..

Trú sem slík er ekki hættulegt umhverfinu eða samfélaginu. Heldur það sem menn gera í nafni trúarinnar. Trú sem er notuð í þvi skyni að stjórna öðru fólki er hættulegt. Allveg sama hvort sem það á við Kristna trú eða Íslam.

Múhamed vildi meina að það ættu ekki að vera neinir milligönguliðir í samfélaginu við Guð. Sem er allveg rétt, því að eftir Golgata, getur hver sem er, komið til Krists og eignast samfélag við hann og orðið Guðs barn.

Það er margt meira sem mig langar að rita um þetta málefni, enn líkt í þessu og öðru verður maður að gæta hófs í því, hversu mikið maður skrifar um slík málefni.

Það sem mig langar að koma á framfæri er, Við sem flokkum okkur sem kristin, eigum ekki að vera hrædd við önnur trúarbrögð eða system. Hins mætti segja skírar reglur í íslenskt samfélag, sem myndi hindra alla öfga sem skaðlegir eru manninum sjálfum ...

Ég ætlast alls ekki til þess að þú ágæti lesandi sért mér sammála, og ég virði þínar skoðanir sama hverjar þær eru. En ég held samt fast í það,hendum óttanum út um gluggan og sköpum sjálfum okkur og landinu gott umhverfi sem er öllum til sóma ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú ert góður maður og myndir ekki virka í þjóðfélögum þar sem alvara lífsins blasir við. Horfðu á Öll dráp trúar öfgahópa innan Íslam og segðu mér hvar í dag þú finnur slíka innan Kristna manna. Íslam er að ná tökum á ungviði allstaðar í heiminum og hér eru menn ennþá sem vilja drepa okkur s.s. 1000 manns til að sína okkur hvað býr í þessum hópum. Ég bið þig að benda mér á samsvarandi starfsemi kristna í dag ekki fyrir 1000 árum 

Valdimar Samúelsson, 25.2.2015 kl. 11:39

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Reyndar er ég alls ekki að setja til jafns voðaverkin sem eru framin í dag og áður fyrr. Heldur aðeins að benda á að öfgamenn eru í rauninni glæpamenn sem troða sér allsstaðar inn og nýta sér málstaðinn til að fremja voðaverk. Breivik er eitt dæmi ... En ég er kristinn, og er að æfa mig í þvi að vera ekki fordómafullur, og sat á mér meðan ég skrifaði þetta. Það er margt innan Íslam sem er fjarri þvi að vera lagi. 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.2.2015 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband