Verður Guð fyrir vonbrigðum

Einhvern tíman á göngunni með Guði, hlítur þessi spurning að vakna í huga okkar. Verður Guð fyrir vonbrigðum þegar ég bregst ?

Til að taka það skýrt fram að þá er þessi hugleiðing ekki fullyrðing eða leyfisskjal að við getum gert allt sem okkur dettur í hug. Allt sem við hugsum, segum og gerum hefur sína uppskeru. EF ég tala ílla um aðra, þá líður mér ílla osfrv...

En það er samt annað sem ég hef hugleitt stundum líka, það er ekki það sama að syndga í veikleika og viljandi. Að syndga í veikleika, skilgreini ég á þann hátt ef ég er í aðstæðum sem ég er veikur fyrir, segjum tildæmis ég fer á internetið, sé mynd af fallegri dömu fáklæddri, áður en ég geri mér grein fyrir þvi, að þá er ég dottinn inn í að skoða klám. Annað dæmi gæti verið um alkólista. Hann sér bjór, hann ætlar ekki að drekka hann, en drekkur hann samt. Þetta myndi þá skilgreinast að vera vanmáttugur.

Sumir hlutir fella okkur aftur og aftur , og stundum er eins og við ætlum ekki að læra af þeim. Enn lykilinn í átt að sigri er alltaf sá sami, let  go,and let God. Gefðu Guði veikleika þína, þá ferðu að lifa sigrandi lífi. Það er að segja, að uppgjöfin þarf að vera til staðar.

Til að rökstyðja mál mitt enn frekar, að þá hugsa ég til Júdasar og Péturs...Júdas framseldi Jesú, Jesús vissi það allan tímann, samt henti hann alldrei Júdasi í burtu. Jesús sagði Pétur að hann myndi afneita honum 3 sinnum áður enn hani myndi gala. Pétur brást, og ég get ýmyndað mér að hann hafi litið á Jesús og brotnað niður í iðrun. Varð Jesú fyrir vonbrigðum þegar Pétur brást ? Nei það varð hann ekki. Þýðir þetta að við getum gert allt sem við viljum, Guð fyrirgefur okkur hvort sem er ? Nei fjarri fer því ...

Það að Náð Guðs sé ný á hverjum degi, er ekkert ævintýri eða skáldskapur. Hvern dag þurfum við að taka ákvörðun um að fylgja Jesús, hvern dag þarf ég að taka frá tíma til að eiga samfélag við Föðurinn sem sonur. Hvern dag fæ ég tækifæri til að láta gott af mér leiða. HVern dag fæ ég tækifæri, til að velja að gera það sem rétt er.

Guð verður ekki fyrir vonbrigðum með þig, hann skapaði þig, hann þekkir þig, hann elskar þig, og þráir að eiga tíma með þér ... Það myndi ekkert gleðja hann meir, enn  að þú gæfir þér tíma til að kynnast honum og verða vinur hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband