Launið ekki íllt með íllu.

Orð frelsarans: Launið ekki íllt með íllu, heldur þvert á móti blessið, og síðan orð Páls Postula, heldur eigið þér að líða órétt en að eiga í málaferlum við hvert annað.

Ef ég hugleiði þetta tvennt saman, að þá finnst mér það vera nokkuð skýrt. Að stundum lendum við í aðstæðum, þar sem við erum beitt órétti. Stundum þarf að sitja á sér, og það þarf að gæta þess að gera ekkert heimskulegt, sem við svo sjáum eftir seinna.

Að gera öðrum gott, þegar þeir koma ílla fram við mann, er alls ekki auðvelt. Enn ef við skoðum það sem Páll segir, að þá bendir hann skýrt á, ef fólk brýtur á þér, ekki leggjast á sama plan á það fólk og gera það sama við það.

Ég tek þessum orðum þeirra, alls ekki eins og ég eigi að láta valta yfir mig. Heldur sé einungis verið að kenna okkur, að bregðast öðruvísi við en allmenningur gerir.

Þegar Jesús var uppi, að þá kom hann allgjörlega með nýja hugmyndafræði, sem umbylti öllu, og var rótæk. Frelsarinn var ekki hræddur við að vera öðruvísi og bregðast við á annan hátt en við erum vön.

Ef einhver kallar mig hálfvita, og ég kalla hann þá hálfvita til baka. Er ég þá ekki að launa íllt með íllu ? Væri mér ekki nær að leyfa orðum þessa einstaklings að fá enga athyggli ?

Orðskviðirnir segja: Eins og andlit horfir við andlit í vatni, svo er og hjarta manns gagnvart öðrum. Með öðrum orðum: Eins og þú ert, þannig sérð þú aðra. Þegar ég tala við aðra og um aðra. Að þá er ég að lýsa sjálfum mér. Ef ég kalla einhvern hálfvita, að þá hefur það ekkert með þann aðila að gera, heldur sjálfan mig. Þá er ég í rauninni að lýsa ástandinu á sjálfum mér, á því augnabliki. Ég gæti verið særður, fúll eða reiður.

Þess vegna er svo gott að heyra þau orð: Látið ekki sólina setjast yfir reiði ykkar. Það er ekki verið að tala um að þú megir ekki reiðast, heldur er verið að tala um að ekki láta reiðina ná það miklum tökum á þér, að hún stjórni þér. Stundum þarf maður bara að blása í másinn, og fara afsíðis og berja í púða, eða fá sér góðan göngutúr, og friða hugan og beina athygglinni eitthvert annað, en að því sem ergir mann.

Þess leið sem okkur er bent á að fara, er alls ekki sú auðveldasta, en þegar lengra er til litið, að þá er þetta sú farsælasta fyrir okkur.

Eru ekki meiri líkur ef einhver kemur ílla fram við okkur, að við bregðumst við í kærleik, að við slökkvum á þeim eldi sem er kastað að okkur ?

Við mennirnir getum verið stór furðuleg fyrirbæri, og það þarf ekki oft mikið til að hleypa öllu í háaloft. Oftast bara einhvern lítin misskilning, eða vera ósammála skoðunum einhvers.

Lífið er áskorun, og mér þykir það vert að hafa þessi orð til umhugsunar, að bregðast við í kærleika, þegar aðrir koma rangt fram. 

Að lokum: Allt get ég gert, fyrir hjálp Krists, sem gefur mér allan þann styrk sem ég þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband