Förum gætilega í að dæma predikara sem falska predikara.

Eitt sem hefur verið í huga mínum eru samsæriskenningar á youtube um falspredikara. Ef maður slær inn False Preacher að þá eru nokkur nöfn sem koma oftar upp enn önnur. Þá sérstaklega Joel Osteen og Creflo Dollar. Margir slá þvi fram að Joel Osteen sé refsivöndur Guðs á þá sem vilja bara eitt, meiri peninga. Margir slá þvi fram að hann sé frímúrari, markaðsráðgjafi, fégráðugur, djöfladýrkandi oflr. Efst er mér í huga orð Páls Postula, vér erum álitnir afvegaleiðendur.

Hafa skal það sérstaklega í huga, að fara þarf gætilega í allar svona staðhæfingar. Það má vera að Joel Osteen sé ekki allur þar sem hann er séður. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum eru sum orð sem hann og kona hans hafa látið út úr sér. Eitt sinn var hann spurður í sjónvarpsviðtali: Er Jesús eina leiðin inn í himininn ? svar hans var þetta: Það er í höndum Guðs. Í stað þess að spyrja hvað hann ætti við með þessu, að þá ákvað fólk fyrirfram að hann væri gunga og fals predikari. En ef við stöldrum aðeins við og víkkum aðeins út sjóndeildarhringin. Að þá getum við spurt okkur, í hvaða samhengi sló hann þessu fram ? Því að eiga allir sem hafa alldrei fengið að heyra um Krist að fara beint til heljar ? Því trúi ég persónulega og prívat ekki. 

Ég trúi því persónulega, að fólk sem alldrei fær að heyra fagnaðarerindið áður en það yfirgefur lífið á jörðinni, verði dæmt út frá lögmálinu, hvernig það lifði lífi sínu, og hvort það var leitandi Guðs.

Þannig að ef við setjum þetta í samræmi við orð Joel Osteens, að þá er þetta ekkert fals sem hann var að segja, ef það var í þessu samhengi.

Annað sem kona hans lét út úr sér er: Við lofum Guðs sjálfs okkar vegna. Það er alltaf auðvelt að taka orð úr samhengi og mistúlka þau á þann hátt sem okkur hentar. Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála henni þarna. því ég lofa Guð fyrir það hver hann er og hvað hann hefur gert fyrir mig. Þannig að hluta til veiti ég honum lofgjörð af þakklæti fyrir hvað hann hefur gert fyrir mig. En ég lofa hann fyrst og fremst fyrir það hver hann er, og að hann er verðugur.

Margir predikarar hafa sagt eitthvað sem er ekki rétt. Þýðir það að þeir eru fals predikarar, frímúrarar, djöfladýrkendur oflr ? Fjarri fer því, það þýðir að þeir eru mannlegir allveg eins og ég og þú. Sama má segja með Creflo Dollar, mál kom upp hjá honum sem hefur valdið miklu fjaðrafoki vestanhafs, er að hann keypti einakaþotu fyrir nokkra milljarða.

Vissulega verður öllum á, og fara út af sporinu. En það er ekki þar með sagt að þetta séu falsarar.

Það er þrennt sem mér var kennt að varast í Guðsríkinu, Peningar, Völd og Kvenfólk. Þetta þrennt gæti afvegaleitt mitt, þannig að ég gæti vilst frá sannleikanum.Við eigum óvin og því miður tekst honum að afvegaleiða allt of marga þjóna Guðs og blekkja þá.

Ritningin varar við því að sumir reyna að nota Guðsríkið sem féþúfu, eða nútímalegra máli, reyna að hagnast á Guðsríkinu. Það er vissulega rétt að margir eru fégráðugir. Ritningin segir enn fremur: Fégirndin er rót alls þess sem íllt er.

Við föllum öll á einhvern hátt, ef ekki í verki, þá hugsunum og orðum. Það sem mér finnst gott að gera, er að skoða ávextina af þjónustu predikara. Jesús sagði: af ávöxtunum þekkist tréð.

Í stað þess að dæma aðra, væri okkur þá ekki nær að biðja fyrir þeim ? Staðreyndin er sú að dómur Guðs hefur byrjað yfir húsi hans, og menn fá ekki að komast upp með neitt kjaftæði. Mér eru minnisstæðir 2 predikarar sem töluðu ílla um aðra í ræðum sínum. Báðir eru þeir búnir að verða opinberaðir fyrir hluti sem voru því miður fallegir. Predikari í Bandaríkjunum talaði mikið gegn samkynhneigð, og upp úr krafsinu kom svo að hann var sjálfur hommi og svaf með öðrum karlmanni.

Eitt get ég þó verið viss um, að hlusta alls ekki á ræðumenn sem lítilsvirða aðra, eða tala ílla um annað fólk. Málið er að ekki hafa allir ræðumenn sömu gjöfina.

Það er eitt sem þarf að gera sér grein fyrir, þegar það kemur að Joel Osteen, hann er uppörvari. Hann hvetur fólk áfram, og bendir mikið á hvernig breyta skuli hugarfari sínu, í hinum ýmsu aðstæðum. Þó svo að hann hafi sagt eitthvað sem er því miður rétt, að þá gerir það hann ekki að afvegaleiðanda, heldur mannlegan eins og þig og mig.

Það er ávallt okkar val að hlusta og horfa á það sem við viljum. Raunverulegt frelsi Krists felst líka í því að gefa fólki frjálst val um að velja það sem það vill. Við getum alltaf sagt hvað okkur finnst, en við höfum ekki leyfi til að dæma aðra.

Guð sér sjálfur um þann part þegar að því kemur, en við þurfum fyrst og fremst að gæta að sjálfum okkur, að villast ekki af leið og vera tilbúin að leiðrétta þau sem fara út af sporinu í kærleika, en ekki á dómharðan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband