fjármál og trú

Eitt sinn átt ég samtal við eina manneskju, og hún segir: Hvernig finnst þér svo að vera í þessum sértrúar söfnuði, er ekkert leiðinlegt að vera skildugur að borga tíund ? Ég: Ég er alls ekki skildugur til þess. Hún: jú víst ... Ég: nei alls ekki, það er frjálst val fyrir mig að treysta Guði fyrir fjármunum mínum eða ekki.

Líklega er þetta eitt það sem er mest notað gegn kirkjum að þær séu að stunda peningaplokk og vilji bara fá veskið þitt. Eflaust má það vera að einhverjir hafi mikla ást á peningum og noti ríki Guðs sem gróðrastíu. Ritningin talar um að fégirndin er rót alls þess sem íllt er. 

Græðgin sjálf í peninga er slæm, peningar eru ekki slæmir, þeir eru ákveðin lykill fyir okkur, og það er í okkar valdi að fara gætilega með þá.

Andi heimsins, reynir að fá fólk til að vera of upptekið við að eignast allt. Það má þá segja, að margir hafa fallið í því gryfju að eltast við auðlegð og skjótfenginn gróða.

Einnig hef ég heyrt, þar sem þú eyðir peningum þínum, þar er hjarta þitt. Ég hef oft heyrt þegar samskot eru tekin, að þá segja sumir: Það er alltaf sama sagan með þetta lið, það kemst ekkert annað enn peningar að hjá þeim.

Staðreyndin er sú að söfnuður er rekin af fólkinu sjálfu í honum. Reynsla mín sýnir, því meira sem ég gef, því meira öðlast ég til baka. Það er ávallt okkar valkostur að treysta Guði fyrir fjármálum okkar eða ekki. Betri eru blessuð 90% enn bölvuð 100%.

Þegar ég treysti Guði, þá líð ég engan skort. Eitt átti ég þann valkost að skila tíund, eða greiða einn reikning. Á þessum tíma var að koma verslunarmannahelgi. Þetta var árið 2002 og ég bjó á Ísafirði þá, og ekkert ódýrt að ferðast þaðan. Mig langaði rosalega að fara á kotmót, en fjárhagsstaðan var þannig að ég valdi það að treysta Guði fyrir fjármunum mínum og þáverandi maki líka. Seinna um daginn fengum við bæði ávísun í pósti með endurgreiðslu frá skattinum, við gátum ekki bara klárað að greiða reikningana, og farið á Kotmót. Heldur áttum við mikið afgangs. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum sem ég hef upplifað.

Ég er alls ekki að reyna plotta fólk til að gefa meira. Því það er eitt sem ég þoli ekki, og það er þegar fólk skipar mér að gefa eða gera eitthvað sem ég vil ekki gera. Löngunin hjá mér kemur innan frá. Stundum erum tekin samskot fyrir ákveðnum málefnum. Og þá finn ég, ok mig langar að taka þátt í að fjárfesta í þessu.

Ást á peningum er slæm,og hafa menn framkvæmd ýmsa slæma hluti, bara til þess eins að græða meiri pening. Mannslíf verða allt í einu einskis virði fyrir þessum einstaklingum sem elska peninga, svo framarlega sem þeir fá sitt. Þetta er sjúkur hugsunarháttur og ekki neinum manni holt að falla í þessa gryfju.

Hvað þú gerir við þá peninga sem þú átt, er þitt val. það er ekki vilji Guðs að við séum þrælar peningana, heldur að við notum þá til góðs og nauðsynja. Ég hef ekki skrifað oft um þetta síðustu 15 árin sem ég hef skrifað reglulega. En þetta er eitthvað sem liggur á mér núna og mig langaði að deila með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband