Ekki láta aðra gjalda fyrir það sem hefur verið gert á þinn hlut.

Flestir eða ekki allir, hafa upplifað að vera særð/ir. Einhver hefur gert á hluta okkar, og við á annara. Tökum dæmi lítið barn verður fyrir því að það er reynt að taka líf þess þegar það er 4 ára. Það upplifir höfnun fyrir lífinu, og það sé ekki velkomið í þennan heim. Seinna meir lendir sama barnið í aðstæðum þar sem það er varnarlaust og getur ekkert gert til að hjálpa móðir sinni, þar sem verið er að brjóta ílla á henni. Barnið upplifir, ég er ekki nógu góð/ur til að geta verndað mömmu sína. sami maður læsir barnið inn í skápum og herbergjum og sviftir það frelsi. Barnið upplifir að það sé einskis virði og aftur nær höfnunin yfir lífinu tökunum.

Barnið verður reitt og heitir því, að maðurinn sem framdi þetta muni þurfa að borga fyrir það sem hann gerði með lífi sínu. 5 ára gamalt barn sem veit ekki betur, hefur ásett sér að taka líf mannsins.

Allveg sama hversu mikið barnið reynir að láta manninn gjalda fyrir það sem hann gerði. Að þá mun maðurinn aldrei geta gefið barninu sakleysið sitt aftur, maðurinn mun alldrei geta gefið barninu barnæsku sína aftur.

Sama gildir með annað í lífinu, við getum ekki gefið fólki aftur það sem við höfum tekið af lífi þeirra, né þau okkur.

Hvað er þá til ráða ? Ef hefnd er engin lausn og gerir málin bara enn verri. Hvað eigum við þá að gera ? Það er til betri leið, en að hefna sín. Það heitir að fyrirgefa. Litla barnið sem ég nefndi er ég sjálfur. Ég valdi það að fyrirgefa honum, og fór ákveðna leið til þess. Í dag er ég frjáls gagnvart honum, og hef verið í mörg ár. Síðast þegar ég sá hann, að þá var ekkert hatur í garð hans, engin reiði, né ótti við að umgangast hann. Ég er frjáls frá þessu.

Það er bara einn sem getur og hefur gert, að gefa mér það til baka það sem var tekið af mér í barnæsku. Guð er sá eini sem getur gefið okkur það sem hefur verið tekið frá okkur, hann geldur okkur tvöfalt það sem við höfum farið á mis við í lífinu. 

Ég áttaði mig á því, að þegar ég er í kringum lítil börn að þá opnast hjarta mitt og ég fæ að upplifa barnæskuna aftur. Það hljómar kannski skrítið að segja svona, en þetta er satt. Börn eru einlæg yndisleg og svo hrein, og auðvelt að sýna þeim kærleika. Þau draga fram það besta í okkur. Ég upplifi lækningu á barnæskunni á þennan hátt, það má vera að aðrir upplifi það á einhvern annan hátt.

Hví að lifa í fangelsi ófyrirgefningar, þegar við getum verið frjáls?  Ef einhver særir okkur, að þá endurspeglum við það stundum með því að særa á móti, eða annað fólk. Til dæmis stelpa sem hefur verið í sambandi þar sem ílla var farið með hana, og hún jafnvel særð. Hún kynnist svo öðrum manni sem er góður við hana, þar sem hún hefur ekki gert upp gagnvart þeim sem hún var með, að þá er hegðun hennar brotin, og góði maðurinn fær að gjalda fyrir þau mistök sem sá slæmi framdi. Þess vegna þurfum við svo mikið á fyrirgefningu að halda, til þess að við séum ekki að láta annað fólk gjalda þess, sem fólk úr fortíð okkar hefur gert okkur til saka. Setjum fangana frjálsa og veljum að fyrirgefa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband