Hugleiðing um samsæriskenningar og Joel Osteen

Það sem hefur vakið furðu mína er hversu mikið samsæriskenningar fá að að lifa í Bandaríkjunum og hversu mikið rusl youtube dælir inn á veituna hjá þér, ef þú átt það til að kíkja á ein af þessum myndböndum. Það virðist ekki skipta neinu máli hversu mikið þú lokar á, hvað það er sem þú vilt fá að sjá í því sem er mælt með fyrir þig að skoða. Þeir virðast þá koma með endalaust af nýju rusli til að fá þig til að skoða.

Það má vel vera að það sé eitthvað til í mörgu af þessu sem er sagt. En ég trúi því samt að maður þurfi að fara gætilega í það að slá fram svona hlutum. Eitt af því sem ég vek furðu mína í er hversu aðventistar erlendis eru grófir í því að slá því fram að frægir predikarar séu falls. Þeir jafnvel slá þvi fram að þar sem Heilagur Andi er að starfa kröftuglega, sé feik frá óvininum. Þeir slá því fram að þessir predikarar séu frímúrarar. fallskristar, og séu í rauninni að starfa fyrir óvininn.

Í fyrsta lagi getur það komið fyrir alla sem predika, að þau segi eitthvað sem er alls ekki rétt. En það gerir þau ekki að djöfladýrkendum eða falls predikurum. Það sýnir fyrst og fremst, að predikarar eru mannlegir eins og aðrir.

Sá sem er hvað mest ráðist á er Joel Osteen. Reyndar er eitt sem hann skortir, og það er að predika iðrun. Ég hef alldrei heyrt hann nefna einu sinni orðið iðrun. En það gerir hann ekki að falls predikara. Hins vegar er það staðreynd, að þar sem iðrun er ekki boðuð, að þar fær syndin að grasera. Ég veit að gjöf hans er að uppörva fólk. En hans útskýring er sú að hann upplifir að fólk sé sjálft nógu meðvitað um þá hluti sem það gerir rangt, að hann vill ekki berja það niður með orðum sem getur vakið upp hjá þeim fordæmingu og skömm. Það er reyndar það sem gerist þegar lögmál er predikað yfir fólki, eins og það sé verið að kalla fram falls iðrun, þar sem fólk fer í tilfinningarlegt móment og segist sjá eftir öllu sem það hefur gert. En fer svo og gerir allt það sama aftur. Hins vegar það sem er svo gott við Joel er að hann leiðir fólk til að hugsa jákvæðar um sjálft sig og bendir þeim á loforð Biblíunnar. 

Allt of lengi hefur sú lýgi gengið um að kristnir eigi að vera fátækir. Abraham var ekki fátækur, Davíð var ekki fátækur, Salómon var ekki fátækur. Og það er ekkert í nýja testamenntinu sem segir að þú eigir að vera það. Hins vegar er bent á að varðveita hjarta þitt, og leyfa Guði að vera nr 1 í lífi þínu. Það er ekkert að því að vera ríkur, sé hjartað þitt á réttum stað, og ást á peningum ná ekki tökum á lífi þínu. Alltof margir predikarar falla í þá gryfju að verða gráðugir í peninga.Þeir jafnvel boða það að ef þú gefur háar fjárhæðir að þá fáir þú sérstaka blessun frá þeim, og ef þú færð ekki blessun, að þá ertu ekki að gefa nógu mikið. Slíkir menn ættu í rauninni að stein halda kjafti. Því að það sem við gefum, gefum við af hreinum hug. Ég gef af því mig langar til þess, en ekki af því einhver annar er að segja mér að gera það. Predikarar eru líka duglegir að ota gamla testamenntinu að fólki með tíund ofl.

Tíund er frjálst val, hins vegar er reynsla mín sú að þegar ég gef hana að þá, er eins og það verði meira úr þeim 90% sem ég á eftir. Það er líka oft vafamál hjá fólki hvort tíundin sé af heildarlaununum af launaseðli þínum, eða því sem þú færð útborgað. Það er mín persónulega skoðun að gefa af því sem ég fæ útborgað. Vegna þess að þó svo að launaseðlinn sýni einhverjar tölur að þá á ég ekki þá upphæð. Ég bara það sem ég fæ útborgað. Því gef ég 10% af því sem ég á. Það má vera að einhverjir séu mér ósammála en það er líka allt í lagi.

En aftur að Joel,það er margt við það sem hann gerir, sem ég er oft hissa á. Eins og með aðgangseyrir á samkomur. Kirkja hans tekur 40.000 manns í sæti og um 1 milljón fylgjast með honum í sjónvarpi á sama tíma. Aðgangseyrir er 15 dollarar sem gera það að verkum, að fyrir eina samkomu að þá græðir hann 600.000 dollara. Eða sirka 60 milljónir.Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir, og ég vona hans vegna að þau séu ekki líka að taka samskot eða fórn. Hver ástæðan er fyrir þessu, veit ég ekki. En hins vegar fer ekkert af þessu í vasann hjá honum sjálfum, heldur í að greiða fólki laun og að gefa í hjálparstarfssemi. Hann þiggur engin laun í kirkjunni sjálfri, heldur fær tekjur sínar af bókum sínum og upptökum. En þetta gerir hann samt ekki að falls predikara. Hins vegar hafa orð konu hans,vakið mikla reiði meðal kristina í Bandríkjunum. Hún sagði do good for your own good, sem eru orð upp úr satansbiblíunni. Einnig sagði hún að við værum að lofa Guð fyrir okkur sjálf, en ekki vegna þess hver hann er.

Vissulega er til fólk sem fer á samkomur og lyfir upp höndum og er að sækjast eftir upplifunum en ekki eftir því að þekkja Guð. Ég er henni mjög ósammála, því við lofum Guð fyrir það hver hann er, og að hann er verðugur að vera lofaður.

En það er samt margt sem bendir til þess að margt hjá Joel sé eitthvað sem er ekki í lagi, en ég fel þann dóm í hendur í Guðs. Sama má segja með allar kenningar sem slegið er fram í videoum á youtube. En eitt er þó með vissu, að ég myndi alldrei rukka fólk fyrir að koma á samkomu. Því að slíkt finnst mér rangt. Fagnaðarerindið á að vera frítt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband