Skiptir máli hvernig við biðjum?

 

                    Skiptir máli hvernig við biðjum?

                                        Sigvardur Halldóruson

 

Margir velta því eflaust fyrir sér skiptir máli hvernig ég bið? Já það gerir það. Til dæmis það að þegar þú biður, þá geturðu ekki beðið í þínu eigin nafni. Þú átt enga innistæðu hjá Guði. Þegar þú biður þá færðu aðgang að Föðurnum í Jesú nafni. Sumir hafa útskýrt þetta með dæmi um ávísanahefti. Ef ég á ávísanahefti og enga innistæðu á reikningnum mínum. Þá get ég ekki leyst út neina ávísun því það er engin innistæða fyrir því sem ég ætla að leysa út. En ef ég ætti pening inn á reikningnum mínum þá gæti ég leyst út ávísun. Þess vegna skiptir máli að þegar þú biður að þú biðjir í Jesú nafni. Því hann á innistæðu hjá Föðurnum en ekki þú.

Jóh 16:23-24

-23- Á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins. Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni, mun hann veita yður.

-24- Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn.

 

Efe 5:20.

og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.

 

Bæði Jesú Kristur og Páll Postuli segja að við eigum að biðja til Föðurins í Jesú nafni. Til þess að læra að biðja rétt verðum við að skoða Biblíuna og sjá hvernig skuli biðja.

Jak 1:22.

Verðið gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess, ella svíkið þér sjálfa yður.

 

Matt 6:5-13

-5- Og þegar þér biðjist fyrir, þá verið ekki eins og hræsnararnir. Þeir vilja helst standa og biðjast fyrir í samkundum og á gatnamótum, til þess að menn sjái þá. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið út laun sín.-6- En nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn, sem er í leynum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér.-7- Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína.-8- Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.-9- En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn,-10- til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.-11- Gef oss í dag vort daglegt brauð.-12- Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum.-13- Og eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu.  Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen.

 

Við sjáum það klárlega að þegar Jesús segir við lærisveinana hvernig þeir skuli biðja að þeir eigi að biðja til Föðurins. Jesús segir ekki hvað sem þið biðjið mig um í mínu nafni mun ég veita ykkur. Hann segir hvað sem þið biðjið Föðurinn um.Ef við spáum í þessu þá er það svoldið heimskulegt að biðja til Jesú í Jesú nafni. ‘Eg er ekki að segja að þú getir ekki talað við Jesú eða ávarpað hann. Ég er að tala um að þegar þú ert í bæn og þarfnast einhvers þá áttu að biðja til Föðurins í Jesú nafni. Hvað við meigum biðja um handa sjálfum okkur er gefið líka skýrt dæmi um. Það sem við þörfnumst. Það sem þú þarfnast það mun Faðirinn veita þér ef þú biður til hans í Jesú nafni.

 

Matt 6:25-34

-25- Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka, né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin?-26- Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim?-27- Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?-28- Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna.-29- En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra.-30- Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir!

-31- Segið því ekki áhyggjufullir: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?-32- Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa.-33- En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.-34- Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.

 Spáðu í þessu að þar sem þú ert Guðsbarn, það er að segja að sá sem hefur meðtekið Jesú Krist inn í líf sitt hefur þann rétt að kallast Guðs barn.. Þá máttu biðja Föðurinn um að annast þig og sjá um þarfir þínar. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því hvað þú eigir að borða, eða hvort þig muni skorta klæðnað eða húsnæði. Það stendur skýrt í 33 versinu að ef þú leitar fyrst ríkis hans og réttlætis þá mun hann sjá um þarfir þínar, þegar hann segir þá mun allt þetta veitast yður að auki þá er hann að segja allt sem þú þarfnast mun hann veita þér ef þú biður hann um það. Ok núna veistu að þú átt að biðja til Föðurins í Jesú nafni, og að þú mátt biðja hann um að annast þig, því að hann gefur þér fyrirheit um að hann muni annast þig ef þú leitar hans ríkis og réttlætis. Er eitthvað meira fólgið í því að biðja í Jesú nafni? Já svo sannarlega. Þú hefur einning vald í bænini, ef þú notar Jesú nafn. Mark 16:17-18

-17- En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum,-18- taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.

 Þetta er allveg magnað, ef fólk er haldið íllum öndum þá get ég rekið þá úr fólki með því að reka  þá út í Jesú nafni. Ég mun tala tungum, taka upp höggorma og þótt einhver reyni að eitra fyrir mér og gefi mér eitthvað bannvænt að drekka, þá mun mér ekki verða meint af því. Síðan mun ég geta lagt hendur yfir sjúka og sagt vertu heill í Jesú nafni.

 Post 3:6-10

-6- Pétur sagði: Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!-7- Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp. Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir,-8- hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð.-9- Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð.-10- Þeir þekktu, að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu. Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því, sem fram við hann hafði komið.

Þegar þú sérð sjúkan mann, þá ferðu ekki að biðja eins og fáráður og segja Drottinn viltu lækna þennan mann.Guð segir þér að nota valdið í bæninni sem hann  hefur gefið þér. Guðsorð segir að þú hafir þetta vald sem Kristinn einstaklingur. En hvernig öðlast ég þennan kraft? Þegar þú hefur frelsast þá þarftu að skírast sem er táknmynd um það að þú ætlir ekki framar að lifa fyrir sjálfa(n) þig heldur fyrir Jesú Krist.

Gal 2:20.

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. Það sem er átt við að þú þarft að endurfæðast

Jóh 3:3.

Jesús svaraði honum: Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.

2Kor 5:17

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

 Til þess að þetta geti átt sér stað þá færðu að gjöf Heilagan Anda.

 Post 1:8

En þér munuð öðlast kraft, er Heilagur Andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar. Ok núna vitum við að við þurfum að endurfæðast og fá Heilagan Anda til þess að breytast en hvernig getum við lært að biðja í Guðsvilja? Við biðjum út frá Orðinu sem er Biblían, en til þess að skilja það hjálpar Heilagur Andi okkur að biðja og skilja hvernig við eigum að biðja. Sálm 37:7

Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. Ver eigi of bráður vegna þeirra er vel gengur, vegna þess manns er svik fremur. Job 33:31

Hlýð á, Job, heyr þú mig, ver þú hljóður og lát mig tala.

Sef 1:7

Verið hljóðir fyrir Drottni Guði! Því að nálægur er dagur Drottins. Já, Drottinn hefir efnt til fórnar, hann hefir þegar vígt gesti sína.

 Hab 2:20

En Drottinn er í sínu heilaga musteri, öll jörðin veri hljóð fyrir honum!

 

Áður en þú hefur bæn þína skaltu bíða hljóð(ur) og bíða eftir því að Heilagur Andi komi og blási því í brjóst þér hvers þú átt að biðja. Ég þarf alldrei að ákveða fyrirfram hvers ég á að biðja því að Heilagur Andi gefur mér innblástur í bænina. Þegar ég bið með öðrum í bænahring þá hlusta ég á hvað hinir eru að biðja fyrir og er sammála þeim í bæn. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því sem ég á að biðja fyrir, því að Heilagur Andi segir mér hverju sinni hvað það er sem ég á að biðja fyrir. Það skiptir miklu máli að þegar þú ert að biðja að þú skoðir hvað Biblían segir um bænina og hlustir á Heilagan Anda þegar hann er að leiðbeina þér í bæninni. Núna kemur annað atriði sem skiptir öllu máli og það er tungutalið.Það eru til 4 tegundir tungutals en það sem við ætlum að tala um hér er tungutal til persónulegrar uppbyggingar og er fyrir alla menn. Sumir  segja að tungutal sé ekki fyrir alla en það er bull. Ástæðan fyrir því að Guð gefur okkur tungutal er sú að við höfum ekki skilning eða okkur skortir orð til að skilja hver vilji Guðs er með líf okkar. Guð lánar okkur tungutalið til að byggja okkur upp. En hvernig get ég staðhæft það að tungutalið sé fyrir alla. Þegar Heilagur Andi kom yfir á Hvítasunnu þá kom hann yfir alla, og allir töluðu nýjum tungum.

 Post 2:1-4

-1- Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir.-2- Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru.-3- Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra.-4- Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. Við sjáum það í þessum versum að Heilagur Andi kom yfir alla og allir tóku að mæla nýjum tungum. En hvað er það sem tungutalið gerir við mig, breytist ég við það að tala tungum? Besta Biblíulegadæmið er Pétur. Hvernig hann var fyrir og eftir þegar Heilagur Andi kom yfir hann og hann tók að tala nýjum tungum (tungutal) Hvað gerir Pétur þegar hann er spurður hvort hann sé einn af lærisveinum Jesú þegar krossfesta átti Frelsarann? Jú Pétur afneitaði honum 3 sinnum því hann skorti kraft til að mæta þeirri andstöðu sem var þarna því að hann óttaðist um líf sitt. En þegar Pétur fer að tala tungum þá stígur hann fram og fer að predika fagnaðarerindið í Krafti Heilags Anda Matt 16:19

Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.  Jesús afhenti Pétri lyklana af Fagnaðarerindinu og Pétur notar ekki þessa lykla fyrr en hann stígur fram á Hvítasunnudag og predikar Fagnaðarerindið um Jesú Krist. Þá var Pétur búin að öðlast Heilagan Anda af gjöf og hafði fengið tungutalið að gjöf. Það sem gerist er að innsti mótþrói hjarta þíns hverfur. Tungutalið gerir okkur hæfari til þjónustu við Jesú Krist og við fáum meiri opinberanir á Orð Guðs. 1Kor 14:18

Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur, Páll fékk meiri opinberanir á Fagnaðarerindið en nokkur annar maður því að hann talaði tungum meira en nokkur annar. Það sem tungutalið gerir líka, það gerir þig hæfari til að heyra betur frá Guði,þín andlega heyrn eykst. Oft þegar við erum að biðja þá vitum við ekki hvers við eigum að biðja, þá eigum við að biðja tungum. Róm 8:26-27

-26- Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið.-27- En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.

 Þess vegna þarftu alldrei að hafa áhyggjur af því hvers þú eigir að biðja. Heilagur Andi kennir þér það, þegar þú ert að biðja þá er gott að biðja mikið í tungum og stundum segir Heilagur Andi okkur að biðja með skilningi. En þetta á aðeins við þegar ég er í einrúmi að biðja eða biðja fyrir sjálfum mér. Vegna þess að þegar ég er á bænastund með öðrum þá skilja hinir ekki hvers ég er að biðja ef ég bið í tungum og geta ekki sammælst mér í bæninni. Þetta er það sama og ef Predikari tæki upp á því að fara predika í tungum, það myndi engin skilja hvað hann væri að predika. 1Kor 14:2

Því að sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma.

1Kor 14:19

en á safnaðarsamkomu vil ég heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að ég geti frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungum.

1Kor 14:6

Hvað mundi ég gagna yður, bræður, ef ég nú kæmi til yðar og talaði tungum, en flytti yður ekki opinberun eða þekkingu eða spádóm eða kenningu?

1Kor 14:4

Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn.

 

 

 

 

1Kor 14:28

En ef ekki er neinn til að útlista, þá þegi sá á safnaðarsamkomunni, sem talar tungum, en tali við sjálfan sig og við Guð.

1Kor 14:39

Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum.

Við sjáum það að Biblían gefur okkur leiðbeiningu um það að við eigum ekki að tala opinberlega tungum nema það sé einhver til að útlista. Þarna er átt við Spámannlegt tungutal sem er til að byggja upp söfnuðinn.

 

Þessi fræðsla ætti að hjálpa okkur að læra að biðja rétt, en fyrst og fremst þá hvet ég þig til að byggja upp bænalíf þitt á Orði Guðs og læra að hlusta á Heilgan Anda þegar hann er að leiðbeina þér í bæninni. Ef þú biður eftir leiðsögn Heilags Anda, sem er alltaf í samræmi við orðið, þá muntu læra að biðja rétt og hnitmiðað og bænir þínar fara að bera árangur og trú þín vex og þú ferð að sjá breytingar á því sem þú biður fyrir. Drottinn blessi þig og varðveiti í Jesú nafni amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Vá amen fyrir þessu hjá þér þetta er rosalega góð lesning hjá þér Sigvarður og ofsalega mikið til í henni.  Bænin er mjög sterk og að biðja í Jesú nafni er mjög mikilvægt.

Líka þetta sem þú skrifar um að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum, láta hverjum degi nægja sína þjáningu.  Þetta eru orð að sönnu því við erum allt of föst í því að hafa áhyggjur af einhverju sem er ekki komið.  Guð mun sjá fyrir okkur, líkt og likingin með fuglana.

Takk fyrir þetta

Guð blessi þig.

Sædís Ósk Harðardóttir, 31.10.2007 kl. 09:11

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

kærar þakkir:D

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.10.2007 kl. 11:52

3 identicon

Það er skurðgoða dýrkunn að dýrka aðra en sjálfan Guð!

Er þá ekki skurðgoða dýrkunn að dýrka Jesú?

Reynir Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:33

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jesús er Guð... þegar menn eru komnir út í skurðgoðadýrkun að þá eru þeir farnir að taka hluti fram yfir Guð...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.10.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband