Föðurýmynd

Hvað er að vera faðir? Ég get ekki sagt að ég hafi haft góða mynd af feðrum sem barn. Og í rauninni var mynd mín af feðrum að þeir væru vondir og refsandi.

Matt.23:9Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum.

Þegar ég las í Biblíunni um að Guð væri faðir okkar að þá þurfti ég að læra hvað það væri að eiga góðan föður. Ég þurfti að læra upp á nýtt að vita hvað Faðir er. Svona til að útskýra málið betur, að þá hef ég átt 2 fósturfeður. Sá fyrri læsti mig inn í skápum og reyndi að drepa mig þegar ég var 4 ára. Sá seinni braut mig mikið niður með orðum og ég forðaðist að umgangast hann og vildi ekki vera heima hjá mér út af honum. Blóðfaðir minn sagði mér að fara í DNA þegar ég frelsaðist.

Á þeim tíma fór ég að læra að líta á Guð sem Faðir. Því að hinir voru ekkert að standa sig í stykkinu. Þetta vers sem er hér fyrir ofan kom þá til mín. Þó svo að þetta talaði til mín á þennan hátt þá. Þá er bókstafleg merking versins önnur. Þetta vers talaði til mín að ég ætti himneskan Föður sem myndi sjá um mig og gefa mér allt það sem ég þarf og aga mig til.

En rétt meining þessa vers er augljós. Því að þegar maður les það í samhengi.

Einn er yðar meistari

1Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: 2„Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. 3Því skuluð þér gera og halda allt sem þeir segja yður en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. 4Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. 5Öll sín verk gera þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. 6Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, 7láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. 8En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara því einn er yðar meistari og þér öll bræður. 9Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. 10Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga því einn er leiðtogi yðar, Kristur. 11Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. 12Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.

set hérna smá úr Comentary úr Ilumina forriti hér til að útskýra þetta nánar en reyndar bara á ensku.

In these words, Jesus described true discipleship. Don’t ever let anyone call you “Rabbi,” did not mean that Jesus refused anyone that title. Rather, this means that a learned teacher should not allow anyone to call him “rabbi” in the sense of “great one.” Why? Because there is only one “Great One,” one teacher, and all rabbis are under his authority. True disciples are united under one authority (all of you are on the same level as brothers and sisters) and do not establish a hierarchy of importance.
Don’t address anyone here on earth as Father does not mean that we cannot use the word for a parent. Again, Jesus was speaking in the context of the rabbi and disciple relationship. Disciples would call their rabbi “father,” and the relationship could be compared to that between a father and son. This command gives the flip side of the first one. While rabbis must not accept homage from disciples, the disciples were not to revere any rabbi or put him on a pedestal.
The third command repeats the first one, but adds the emphasis of the Messiah. All rabbis (all learned teachers) fall under the authority of one master. Jesus, of course, was referring to himself.

Ástæðan fyrir þessari pælingu er einfaldlega vegna þess. Að þó svo að vers þýði ákveðið. Þá megum við alldrei vera það heft að leyfa ekki orðinu að tala til okkar. Það er allt annað að deila því hvernig orðið talar til okkar heldur en að setja fram einhverjar kenningar sem færu þá í flokk sem kallast villukenningar. Því maður má alldrei koma með einhverjar kenningar um eitthvað sem orðið segir ekki.

Orðið talaði til mín á ákveðin hátt um Guð Föður og það er allgjörlega í samræmi við það, hvernig hann hefur opinberað sig fyrir börnum sínum. ( Börn Guðs eru þau sem hafa veit Jesú viðtöku)

En nóg um það...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála því að Drottinn er faðir okkar á himnum, og við eigum að temja okkur strax þá hugsun, fyrst við okkur sjálf og svo inn í líf barnanna okkar. kv, NN --> Er ímynd ekki skrifuð með einföldu i?

NN (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:05

2 identicon

Enginn heima

NN (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

haha jú núna:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 27.11.2007 kl. 18:34

4 identicon

Já það var nú gott ...var að spá í að kalla á en svo hey nei nei aðeins að bíða!!

NN (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband