Hugleiðing um fyrirgefninguna

 

Matteusarguðspjall hugleiðing um fyrirgefninguna

Matt.6:14Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. 15En ef þér fyrirgefið ekki öðrum mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

 

Fyrir sumum að þá hafa þeir haldið að þeir eigi að fyrirgefa öllum áður en Guð getur fyrirgefið þeim. Þessi hugmynd um fyrirgefninguna er lýgi. Og það hún væri ómöguleg í framkvæmd fyrir flesta menn. En hvað eiga þá þessi 2 vers við? Grunnurinn er alltaf sá að Guð hefur fyrirgefið þér. Þeir aðilar sem vilja ekki fyrirgefa eru aðilar sem hafa greynilega ekki meðtekið það að þeim sé fyrirgefið.

Þetta er eins og sagan um manninn sem skuldaði það mikið að þó svo að hann hefði verið alla ævi að vinna fyrir skuldinni að þá hefði hann alldrei getað borgað hana. Konungurinn gefur honum upp skuldina. Maðurinn er frjáls og sér aðila sem skuldar honum bara smotterí. Hann vill ekki gefa þessum manni upp skuldina heldur lætur kasta honum í fangelsi fyrir hana. Þegar konungur heyrir þetta þá lætur hann sækja manninn sem hafði skuldað mikið. Konungurinn spyr hann. Gaf ég þér ekki upp skuld þína? Hann svarar jú konungur þú gafst upp mína skuld. Konungurinn svarar: Bar þér þá ekki einning að gefa upp skuldina við náunga þinn sem þó skuldaði þér mjög lítið? Maðurinn svarar jú konungur: Konungurinn segir við menn sína, farið með hann og varpið honum í fangelsi.

Konungurinn er Jesús. Maðurinn sem skuldaði mikið er við. Synd okkar er það mikil að við getum alldrei greitt fyrir hana. Aðilinn sem við vildum ekki gefa upp skuldina eru þeir sem brjóta gegn okkur.

Ein af skildum náðarinnar er að fyrirgefa öðrum. Þegar við fyrirgefum þá verðum við sjálf frjáls og það er eitthvað sem gerist í lífum þeirra sem við fyrirgefum. Guð fær að komast að í lífum þeirra. Þegar við viljum ekki fyrirgefa þá safnast saman hatur reiði og beiskja innra með okkur,sjúkdómar fara að komast oflr. Þess vegna er alltaf best að velja það að fyrirgefa allveg sama hvað aðrir hafa gert okkur. Við fyrirgefum öðrum það smá sem þeir gera okkur því að okkur hefur verið fyrirgefið mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður, við erum 2 stelpur sem langar að taka viðtal við þig, í sambandi við trúarmál. Vorum að adda þér inná msn og vonum að þú samþykkir okkur sem fyrst:)

 kv. Lórey Rán

Lórey Rán (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

minnsta málið;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.11.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

sigvardursaeti@hotmail.com     er reyndar rétt msn;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.11.2007 kl. 18:08

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Fyrirgefningin er eitt af mörgum undralyfjum okkar mannfólksins.

Þorkell Sigurjónsson, 28.11.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband