Sköpuð til að líkjast Kristi

2Kor 5:17.Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.

Eitt af því að vera kristin er að deyja af sjálfum sér og leifa Guði að vaxa innra með sér. Það er að segja að mitt gamla eðli á að minnka og eðli Guðs að vaxa.

Gal 2:20.Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.

Páll skildi þennan leyndardóm og sagðist vera dáin af sjálfum sér og það væri ekki framar hann sem lifði heldur Kristur í honum.Jóhannes skírari sagði:

 Jóh 3:30.Hann á að vaxa, en ég að minnka.

Jóhannes skírari vissi það að hann ætti sjálfur að minnka sínu eðli og vaxa í eðli Krists.Biblían bendir okkur aftur og aftur á það að deyða líka það jarðneska í fari okkar. Biblían segir líka að við eigum ekki að haga okkur á sama hátt og hinir sem ganga ekki með honum. Við eigum ekki að mótast eftir menningunni eða tíðarandanum eins og hann er kallaður. Við eigum að mótast eftir þeirri Mynd sem Guð skapaði okkur til að verða.

1Mós 1:26.Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.

Þegar Guð skapaði okkur, þá sagði hann ekki ég ætla að skapa manninn svo hann geri það sem honum dettur í hug eða fari sínar eigin leiðir, eða mótist eftir þvi sem er að gerast hverju sinni. Guð sagði við skulum skapa manninn í okkar mynd, líkan okkur. Þarna sést að Guð var ekki bara einn heldur 3 Drottinn= Faðir,Jesús og Heilagur Andi.  Þegar mannkynið hafði fallið og var komið langt frá því sem það var skapað til að vera að þá kom Kristur og varð okkur fyrirmynd og okkar markmið sem kristin á að vera líkjast honum sem mest. Við vorum sköpuð til að verða lík Guði.

En samt ekki misskilja mig við verðum ekki Guð eða aðrir Guðir. Við verðum Guðleg og það er allt annað. En samt erum við oft að reyna leika Guð með því að reyna stjórna aðstæðum í kringum okkur og öðru fólki og notum ýmsar aðferðir til þess. En okkur er ekki ætlað að stjórna neinum nema sjálfum okkur. Guð skapaði okkur fyrir sig til að líkjast sér. Lífið á jörðinni er bara skóli til að móta okkur á þann hátt sem við eigum að verða í eilífðinni með honum. Þannig að samkvæmt því að þá munum við verða með sömu persónurnar nema án syndar. Synduga eðlið verður farið og við fáum nýjan dýrðarlíkama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband