Varast skal að rangtúlka Biblíuna og láta hana segja annað en hún er að segja

 

Eitt af því sem hefur verið að valda mér pirringi undanfarið er rangtúlkun á versi í Matteusarguðspjalli. 

Matt 6:33...En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.

 

Villan sem um ræðir er að margir sem tala út frá þessu versi segja í stað þess að segja allt þetta mun veitast ykkur að auki, allt annað mun veitast ykkur að auki. Með því að segja allt annað mun veitast ykkur að auki að þá er búið að taka versið úr samhengi. Til þess að geta skilið hvað Jesús á við að þá þarf að lesa allan kaflan í samhengi og þá sér maður strax, að það sem Jesús á við er að hann  er að tala um fæði, klæði og húsnæði. Það er að segja að Guð hefur lofað okkur að gefa okkur það sem við þörfnumst ef við leitumst eftir hans ríki og leitumst eftir því að lifa réttlátu lífi.

Það sem þetta þýðir er það að þinn himneski Faðir þekkir allar þarfir þínar og mun veita þér það sem þú þarfnast dag frá degi ef þú leitast eftir því að lifa fyrir hann og gerir hann að uppsprettum lífs þíns.

Þetta þýðir ekki það að þú getir ætlast til þess að Bens birtist fyrir utan hús þitt á morgunn af því að þú ert að fylgja Guði. En það gæti samt gerst. En það er ekki það sem Guð lofar þér. Hann segir ég þekki þarfir þínar og mun veita þér það sem þú þarft.

Þegar Ísraelsmenn gengu um í eyðimörkinni í 40 ár. Þá áttu þeir engar brygðir af mat. Guð sá samt um þau dag frá degi. Guð hefur ekkert breyst og hann sér um þig dag frá degi. Jesús vildi líka benda okkur á að það væri óþarfi að sitja á auð okkar og láta hann hafa stjórn á lífi okkar. Ég hef lært það þessi 8 ár sem ég hef gengið með Guði að um leið og ég geri það sem er rétt að þá lánast mér allt og ég fæ allt sem ég þarf. Þetta er ekki bara vers heldur fyrirheit um að treysta Guði fyrir lífi sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu við lítið sveltandi KRISTIРbarn að það þurfi bara að leita guðs og BANG það mun ekki svelta...
Face the muzak... ekkert gerist nema við gerum það sjálf því engar súperhetjur eru til, bænir og tilbeiðsla eru ein gagnslaust og hægt er að gera.
Spáðu hvað guð var góður við syndarann þig en spáði ekki í hungurmorða börnum sem eru algerlega saklaus... ef guð er til þá er hann ömurlegur dúd

DoctorE (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ef ég sé lítið sveltandi barn að þá gef ég því að borða vinur. Guð notar stundum fólk líka í svona aðstæðum að því að hann vill að við lærum að láta okkur annt um aðra. Guð ber ekki ábyrgðina á sveltandi fólki en hann lætur sér annt um þau og þá er það okkar hlutverk að gera eitthvað. Það er fullt af kristnum hjálparstörfum sem hjá þessum börnum eins og abc, New Life Africa International oflr... Guð velur þær leiðir sem hann vill fara og hans leiðir og hugsanir eru langtum æðri en okkar...

En að ekkert gerist er þegar maður biður er rangt hjá þér vinur. Bænin er 

drifkraftur trúarinnar 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 22.1.2008 kl. 17:10

3 identicon

Viðverukvitt

Jakob (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Ég er alveg sammála þessu. Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.1.2008 kl. 19:22

5 identicon

Ég skora á Doctor að reyna eina bæn, og sjá hvort eitthvað gerist .

Ef ekkert gerist, má hann halda áfram röflinu hér inni án minna afskifta . 

conwoy (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:32

6 identicon

Já sammála um að skora á DoctorE ...en þó aðeins meiri ögrun og áskorun ...ef hann þorir ....næstu 30 dagana á hnjánum í bæn ...bara stuttan tíma í einu, kannski 15-20 mín.

Eva (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 02:45

7 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Hann er þá ekki lengur DoctorE heldur Dr. Preacherman

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.1.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Linda

viðverukvitt og hvatning, þú stendur þig eins og hetja, Guð blessi þig og varðveiti.

knús.

Linda, 24.1.2008 kl. 00:56

9 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.1.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband