Sköpuð til að mótast...

 

Eitt af því sem ég hef lært er að það er fimmfaldur tilgangur sköpunar okkar. Það er að segja að tilgangurinn með því að ég og þú séum til er fimmfaldur.

 

1. Sköpuð Guði til ánægju ( eiga samskipti eða samfélag við Guð)

2. Sköpuð fyrir fjölskildu Guðs ( eiga samskipti við trúsystkyn okkar og annað fólk)

3. Sköpuð til að líkjast Kristi ( markmið sérhvers kristins manns er að reyna líkjast Jesú sem mest)

4. Sköpuð til að mótast ( þennan þátt ætla ég að blogga aðeins um núna)

5. Sköpuð fyrir verkefni ( ýmsir hæfileikar sem  við höfum og því mismunandi verkefni og vinnur sem henta okkur)

 

Þetta er hinn fimmfaldi tilgangur lífs okkar. En það sem mig langar að velta fyrir mér að vera skapaður til að mótast. Þetta gæti virst frekar skrítið að lesa þetta að vera skapaður til að mótast. Við fæðumst öll inn í ákveðið umhverfi og aðstæður sem hafa áhrif á líf okkar og hvernig við verðum. En það er ekki þar með sagt að sú reynsla gefi rétta mynd af því hver við erum í raun og veru.

Að vera skapaður til að mótast þýðir einfaldlega það að lífið bíður upp á fullt af vandamálum og erfiðleikum til að komast í gegnum. Sumir segja að við eigum ekki að líta á hlutina sem vandamál heldur sem verkefni til að leysa. Við getum lent í slæmum aðstæðum þar sem okkur er um megn að komast út úr. En þá er akkúrat tími til að beygja kné sín frammi fyrir Guði og leita hans. Guð notar kringumstæður til þess að móta karakter okkar. Við getum valið það sjálf að þroskast í gegnum þær raunir sem koma eða valið það að láta það brjóta okkur niður.

Lífið er eitt próf sem við göngum í gegnum. Lífið hér á jörðinni mótar okkur fyrir það sem við verðum í eilífðinni. Samkvæmt þessu að þá verður maður sami karakter í eilífðinni í paradís nema án syndugs eðlis. Guð skapaði manninn fyrir sig sér til ánægju en maðurinn þarf sjálfur að velja það að vilja fylgja Guði. Þeir sem völdu það að ganga Guðs veg munu svo vera með Guði um alla eilífð.

Hvernig tekur þú á aðstæðum sem koma upp í lífi þínu? Ein góð setning sem ég heyrði sem er svona: Svo er Guði fyrir að þakka að allt hefur tilhneigingu til að enda vel af lokum. Þetta sýnir þá mynd að Guð er snillingur að láta eitthvað gott koma út úr slæmum aðstæðum.

Mér var kennt að þegar ég baka að þá þarf ég ákveðin hráefni í kökuna. Ef ég tek bara eitt hráefni og ét það, Þá er það ekkert sérlega gott. En ef ég tek öll hráefnin og blanda þeim saman í eina köku þá verður útkoman góð.

Þannig er það með okkur. Að allir erfiðleikar og allt sem lífur hefur upp á að bjóða mótar okkur og gefur útkomu á því hver við erum. Ég hef alltaf trúað því að erfiðleikar opinbera í raun hvernig samfélag okkar við Guð er. Hvort við séum í raun að treysta honum og taka frá tíma. Sá sem ræktar samfélag sitt við Guð veit það þegar á reynir að Guð bregst ekki, því að undirstaðan sem er samfélagið við Drottinn hefur verið traustlega byggð. En þeir sem falla frá eru þeir sem byggðu allt upp á upplifunum og annað sem er ekkert annað en sandur og fjarar undan þeim.

Fyrir mér að þá snýst þetta um að treysta Guði fyrir öllu og leyfa honum að móta okkur í það sem hann skapaði okkur til að verða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Amen Já þetta er málið Sigvarður, þetta snýst allt um að treysta Guði fyrir öllu og sleppa tökunum. Það er allt of oft þannig að við erum í okkar mætti að bögglast eitthvað áfram og ekkert gengur en um leið og við krjúpum, sleppum tökunum og leyfum Guði að sjá um okkur munum við öðlast það sem við leitum að.  Hann mun fyrir okkur sjá.

Guð blessi þig

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.1.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband