Hvað gerist þegar við förum að starfa fyrir Guð?

 

Þetta er svoldið áhugaverð spurning til að hugleiða. Í gærkvöldi þegar ég var upp í ármúla á samkomu var ég beðin að koma upp ásamt öðrum og segja hvað það er sem breyttist þegar ég fór að starfa fyrir Guð.

Ég svaraði þessu án þess að hugsa mig eitthvað mikið um með stuttum fyrirvara en svo fór ég að velta þessu fyrir mér.Málið er það að Guð skapaði okkur eitt og sérhvert ólík til þess að við gætum gagnast hvoru öðru. En hvað er það sem breyttist hjá mér ?

Það er reyndar svoldið margt sem breyttist. Það fyrsta er að ég fór að finna fyrir ábyrgð. Ég var alldrei tilbúin að taka ábyrgð á neinu áður fyrr ég hljóp bara í burtu þegar það kom að þeim punkti. Ég fór að vaxa í trúnni og þroskast meira. Það er svoldið fyndið að þegar ég var í fyrsta Biblíuskólanum mínum að þá kenndi einn kennarinn mér að auðmýkt og trúfesti væri það sem Guð vildi sjá hjá mér í þjónustu minni. Og þar sem mér fannst það niðurlæging að skrúbba klósett að þá fannst mér það auðmýkt að skrúbba klósettið. Þannig að ég pantaði alltaf að skrúbba þau.

En málið fyrir mér að þjóna Guði er það að ég geri eitthvað gagn fyrir aðra. Nafnið á þjónustunni skiptir engu máli heldur bara hvaða hugarfar er á bakvið það sem ég geri. Ég trúi því að við þurfum að læra að vera trú yfir því litla svo við getum verið trú í því sem er stærra. Lítil þjónusta er alltaf fyrsta skrefið í átt til þroska í trúnni.

Það sem hefur gerst líka að þessi hugsun: Hér er ég um mér frá mín hefur minnkað. Það má orða það þannig að maður hafi komist út úr rassgatinu á sjálfum sér og eigingirnin minnkað til muna. Maður fær áhuga á því að hjálpa öðrum og vex þannig í kærleika. Þetta er það sama og með 12 sporakerfið og fundi. Batinn frá því sem maður er vanmáttugur fyrir felst  í því að framkvæma þess spor og gefa svo áfram það sem maður hefur öðlast. Þjónustan innan deildar okkar er til að hjálpa okkur að taka ábyrgð og þroskast. Maður byrjar smátt og vex svo. Sama er með tré eitt sinn var það lítið tré en fór svo að vaxa og geta veitt öðrum skjól. Þannig er það með okkur, við byrjum lítið og vöxum svo þannig að við verðum hæf til að hjálpa öðrum og gefa áfram af því sem okkur hefur hlotnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott grein vel útpæld

Árni Hilmarsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 00:30

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður og umhugsunarverður pistill

Heiða Þórðar, 30.1.2008 kl. 00:31

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Mér hefur alltaf fundist sporin 12 ná fagnaðarerindinu býsna vel (sjálfur kalla ég æðri mátt einfaldlega Jesú Krist) enda þjónusta og 12. sporið það fyrsta sem Bill og Bob sögðu sínum mönnum að iðka til að ná snöggum bata.  Á kristnum nótum héti þetta sjálfsagt þjónusta og boðun.  Klósettsagan er góð, það er örugglega erfitt að vera hrokafullur klósetthreinsari (enda þótt það sé sjálfsagt hægt )

Ragnar Kristján Gestsson, 30.1.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Takk fyrir pistilinn. Góðir gestir hér á undan. Fólk talar og talar um æðri mátt. Ég kann betur við að nefna hlutina réttum nöfnum.  Jesús Kristur  er æðri máttur. Þetta er eins og með ferminguna. Unglingarnir eru að staðfesta skírnina sem var framkvæmd á meðan þau voru ómálga börn. Fermingin að gera Jesú að leiðtoga sínum. Mér finnst þetta svo villandi. Þau eru ef þau væru rétt frædd að taka á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum og þá auðvita verður hann leiðtogi lífs þeirra. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 01:59

5 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir komentin. En reyndar með hugtakið Æðri máttur í 12 sporakerfinu að þá er verið að tala um Guð eins og við skiljum hann. Fyrir mörgum sem koma nýjir í aa gæti það verið fráhrindandi að leiða fólk til Guðs að segja beint Jesús, því að margir af þeim sem koma í aa eru Guðleysingjar. Biblían segir að við eigum að vera fallslaus eins og dúfur og kæn eins og höggormur. Þegar maður fær einstakling til að trúa því að Guð sé til og hann fera ð biðja til hans að þá fljótt opnast einstaklingurinn fyrir því hver Jesús sé og að hann sé frelsarinn okkar. 12 sporakerfið er gjöf Guðs til okkar mannana og færir þá sem það framkvæma nær honum.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.1.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður trúbróðir minn. Þetta er alveg rétt hjá þér með 12 spora fundi þar sem fólk mætir sem þekkir ekki Jesú, hvort sem það er 12 spor fyrir alkahollista eða fyrir almenning. Ég hef verið á tólf spora fundum og á einni kynningunni kom fólk frá Egilsstöðum sem er brennandi í Jesú og þau nefndu Jesú oft á nafn og ég man að ein konan gekk út. Þessir fundir voru í boði Lúterskukirkjunnar hér á Vopnafirði. Mér fannst aftur á móti ég vera komin á magnaða samkomu. En ég var alveg viss að þetta hafði stuðað hana. En þú þarft ekki að hafa aðgát við mig með því að segja að Jesús sé Drottinn. Höldum áfram að uppörva hvort annað. Guð blessi þig. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband