Hæfileikar

 

Hæfileikar eru eitthvað sem er oft uppgvötað á ýmsum sviðum lífs okkar. Við heyrum oft fréttir að uppgvötaður hafi verið skáksnillingur, efnilegur knattspyrnumaður , efnileg söngkona oflr. En í hverjum manni búa 500-700 hæfileikar. Margir uppgvötaðir og margir óuppgvötaðir. Þegar fólk segist ekki geta neitt að þá fer það allgjörlega á mis við það sem það er skapað til að gera.

Það er enginn eins og þú. Það er bara eitt eintak til af þér og enginn getur gert allt sem þú getur gert. Þú hefur ákveðin tilgang og hæfileikar þínir segja til um það sem þú ert og hvað þér er ætlað að gera. Ef þú veltir því fyrir þér, hvað þér fannst skemmtilegast að gera þegar þú varst yngri, hvaða fagi þér gekk best að læra í oflr. Segir þetta þér ekki svoldið til um hvað þú getur  gert.

Ef einhver hefur sagt þér að þú getir ekki gert neitt og það verði ekkert úr þér að þá er sá aðili að flytja þér skilaboð beint úr pyttinum frá helvíti. Guð skapaði þig með alla þá hæfileika sem þú hefur. Við bara misnotum þá oft eða förum ílla með það sem Guð hefur gefið okkur. Guð gaf þér hæfileika og gjafir til að nota fyrir sig og líkama hans. Þarna kemur að sögunni um talenturnar. Einn fékk 10, annar fékk 5 og sá síðasti 1 talentu. Þessi sem var með 10 talentur notaði þær og óx og það sem hann fékk margfaldaðist og varð að miklu meira en 10 talentum. Það sama var með 5 talentur notaði þær líka og þær margfölduðust. En sá sem fékk eina notaði ekki það sem hann fékk og það varð ekkert úr þessari talentu.

Þegar við munum standa frammi fyrir Guði á efsta degi að þá verður því varpað fram fyrir mig og þig. Hvað gerðir þú við það sem ég gaf þér? Það er okkar val að verða eins og þeir með 5 og 10 talenturnar eða eins og sá sem var með eina og notaði hana ekki.

Í þessu tilviki er talað um talentu sem hæfileika. Í hvað fara þínir hæfileikar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ATHYGGLIVERT!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 04:41

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Mjög góður og gagnlegur pistill. Haltu áfram í Jesú nafni.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.2.2008 kl. 14:12

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 2.2.2008 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband