Ljóð:) Spurull um heimsku heimsins

Túngötuskríli fer á ferð með rjóma og ís.                                                    

 Sólin hátt á lofti er og bræðir ísinn.

 Svo er talað um ást sem bræðir allan klaka.

 Mannaást hvað er hún?

 Því fíkninni er hún undirgefin.

 Hvað fær þá staðist fíknina?

 Mun sólin geta brætt hana?

 Það er aðeins eitt sem er sterkara en fíknin.

 Það er Jesús því hann hefur sigrað dauðans mátt.

 Hví lifa þá svona margir fastir í fjötrum fíknarinnar?

 Hvað er til ráða ? afhveju sér fólk ekki sannleikan?

 Mér er það hugleikið hví fólk er svo heimskt að fara sína eigin leið.

 Líf án Jesús er glatað líf.

 Orð Guðs segir fel Drottni vegu þína og þér mun vel farnast.

 Því að lifa í fjötrum þegar þú getur verið frjáls?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður. Þegar við höfum kynnst Jesú þá viljum við ekki breyta því. Tómleikinn sem áður var er horfinn. Því miður hafa margir ranghugmyndir um gönguna með Jesú Kristi og fara á mis við bestu gjöfina sem er í boði fyrir hvern og einn.

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður, sem liggur til glötunar, og margir þeir, sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur, er liggur til lífsins, og fáir þeir sem finna hann. Matt. 7: 13.-14.

Guð blessi þig/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.2.2008 kl. 19:36

2 identicon

sveinbi (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband