Einstök vinátta

 

Einstök vinátta

Sigvarður Halldóruson

 

Þegar maður hugsar um að eiga eitthvað dýrmætt sem er ekki metið til fjár að þá er það góður og traustur vinur. Sannur vinur er sá sem stendur með manni sama hvað gengur á. Þegar á reynir sést hverjir eru vinir þínir og hverjir ekki. Það lítur oft þannig út að þegar við eigum peninga og nóg af öllu að þá vilji allir vera vinir okkar. En þegar auðurinn hverfur fækkar þeim líka. Svona hefur maður séð hjá mörgum og jafnvel upplifað það sjálfur.

En ég veit dæmi um vináttu sem var sönn og einstök. Þetta var vinátta Davíðs Konungs og Jónatans sem var sonur Sáls konungs. Þeir gerðu með sér sáttmála sem þýðir það að þeir tóku stað hvors annars. Það sem er svo merkilegt að skoða er hvernig þeir elskuðu hvern annan. Sumir hafa komið fram með þá villikenningu að þeir hafi verið samkynhneigðir. Það er allgjör vitleysa. Karlmenn geta allveg sagt við hvorn annan að þeir elski hvorn annan og þá er meiningin í vináttu. Margir eru hræddir við að segja þetta orð við, vini sína ég elska þig, því þeir eru svo hræddir um að vera kallaðir hommar. En það er allt í lagi að slaka á og segja þeim sem manni þykir vænt um að maður geri það.

Það  er eitt sem var mjög merkilegt í sambandi við Jónatan og Davíð. Jónatan var prins og sonur konungs. Eðlilegt hefði verið að hann myndi hlakka til að verða konungur eftir föður sinn. En málin horfðu öðruvísi þarna. Jónatan sagði við Davíð þegar þú verður konungur, þá mun ég standa þér við hlið. Þegar Sál faðir Jónatans ætlaði sér að drepa Davíð að þá aðvaraði Jónatan Davíð til að bjarga lífi hans.

En merkilegt er að Jónatan gat alldrei staðið við hlið Davíðs þegar Davíð var konungur vegna þess að hann var látinn. En Davíð sem hafði gert sáttmála við Jónatan fann eitt afkomanda hans sem hann gat sýnt miskunn. Mefibóset hét hann. Þegar Sál og Jónatan létust og Davíð varð konungur að þá var Mefibóset 5 ára gamall. Sú sem var að passa hann, lá svo mikið á að flýja því hún hélt að þau yrðu drepin, í þessum látum missti hún Mefibóset með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Hún fór með hann á stað sem kallast Lódebar. Lódebar þýðir auðn eða staður þar sem ekkert er. Þarna var Mefibóset sem átti að erfa fyrirheit frænda síns Jónatans komin á stað þar sem ekkert var og enga blessun að hafa. Hann lifði í ótta að Davíð myndi vilja deyða líf hans.

En það var vegna Jónatans sem Davíð miskunaði Mefibóset. Mefibóset fékk svo að koma í konungshöllina. Við sjáum það sama með Jesú, hann tók okkar stað og vegna hans fáum við að sitja við borð Föðurins vegna Jesú. Þetta kalla ég sanna og einstaka vináttu að vera tilbúin að taka stað einhvers annars til að rétta hlut hans eða hennar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Sigvarður.

Góður pistill.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 06:41

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæll Sigvarður, ætli Jónatan hafi fundið fyrir smurningu Davíðs á svipaðan máta og lærisveinar Krists snéru baki við sínum fyrri lífum og fylgdu Honum?

Takk fyrir mig !!! 

Ragnar Kristján Gestsson, 27.3.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

þetta er góður punktur sem maður gæti velt fyrir sér.. en ætli Jónatan hafi ekki bara vitað það að Samúel hafi smurt Davíð til Konungs... en eitt er víst að vinátta þeirra var einstök og eflaust hefur Jónatan fundið eitthvað..

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.3.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Lovísa

 

Innlitskvitt  Góða helgi.

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 28.3.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband