Sambandsslit

Sambandsslit er eitthvað sem margir hafa gengið í gegnum og misjafnlega hvernig fólk hefur tekist á við þau. En ég dáist af þeim sem geta endað í vináttu án þess að engin leiðindi komi upp. Það er eitthvað sem ég kann ekki.

Ég hef gert nokkrar tilraunir til þess en það hefur ekki tekist. Núna síðasta sunnudagskvöld eða um nóttina ef það kvöld þá slitnaði upp úr hjá mér og fyrrverandi og það hefur tekið svoldið á andlega og ég hef reynt að halda vinskap við hana. En hún vildi frekar slökkva á samskiptum í bili. En það var eitthvað sem ég reyndi að gera en náði ekki. En eflaust hefur allt sinn tíma. En maður er svo sveiflóttur þessa dagana en allt getur maður fyrir hjálp Krists sem gefur manni þann styrk sem maður þarf.

En ég hef ekki hugmynd afhverju ég set þetta á bloggið... en er einhver með góð ráð til að yfirstíga svona hluti, þetta er sárt og mínar gömlu aðferðir voru alltaf að flýja og sleppa því að takast á við hlutina, en það er eitthvað sem kemur ekki til greyna núna þannig að öll góð ráð eru vel þegin...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Púff engin hjálp í mér.

Ég einfaldlega slekk ljósið, loka og læsi. Lít aldrei til baka.

Heiða Þórðar, 8.5.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Sigvarður.

Sambandsslit er einhver erfiðasta reynsla flestra ásamt og með dauðsfalli. Munurinn er þó sá að við dauðsfall fær maður einhvers konar áfallahjálp, aðdraganda jarðarfarar og svo athöfnina sjálfa. Henni fylgir fjölmenni syrgjenda og þeirra sem sýna manni stuðning og samúð. Blessað yfir hinum látna og hann jarðaður. Leiðið fær kross eða legstein og maður getur heimsótt leiðið og sett blóm og annað á leiðið. Málið fær svona punkt yfir i-ið.

Við sambandsslit aftur á móti er fólk almennt ekki að sýna manni samúð og sömu áfallahjálpina og við dauðsfallið. Sá "látni" er enn sprelllifandi, jafnvel farinn að vera á stefnumótum og á heima einhvers staðar sem maður veit hvar er. Næst fréttir maður að hinn er farinn að leika sér á milli lakanna með nýjum elskhuga.

Hafi sambandsslitin verið einhliða ákvörðun hins aðilans er enn erfiðara að lifa við þau. Það hafi ekki verið gefinn tími til að lagfæra það sem hinum fannst vera að sambandinu. Þar að auki eru svona slit hinum trúuðu erfið enda segir Drottinn okkur í 19. kafla Matteusarguðspjalls í sjötta versi  "Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja."

Skilnaðir voru nánast óþekkt fyrirbæri fyrir svona 60 árum síðan. Þá hófu PR menn í Hollywood að sviðsetja skilnaði í aðdraganda nýrra bíómynda. Eftir nokkurn tíma þá fór almenningur að hugsa sem svo að fyrst fína fólkið getur skilið þá getum við líka. Smátt og smátt tóku skilnaðir að verða æ algengari, nánast eins og faraldur í lokin. Áður bitu menn á jaxlinn við erfiðleika sambandi, leituðu til prests eða sálfræðings til að leysa málin. Lausn var aldrei talin að slíta sambandi.

Núna má eiginlega segja að í hjónabandsritúalinu þar sem presturinn segir sem svo " þar til dauðinn skilur að" væri við hæfi að segja "þar til fyrsti ástarblossinn fer". Þannig virðist þetta vera orðið, fólk lifir í lystisemdum fyrsta ástarbrímans og svo er haldið á vit nýs "blossa". Ekkert verið að halda við ástinni með þeirri vinnu sem sjálfsögð hefur þótt, og þeir þekkja sem hafa verið í löngum samböndum. Það þarf að halda ástinni við, hún lifir ekki af sjálfu sér.


 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.5.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir þessa punkta Predikari... í þessu tilviki var þetta sameigileg ákvörðun að slíta þessu þar sem báðir aðilar þurftu svigrúm til að vinna í sjálfum sér áður en lengra væri haldið... En mér tókst bara að klúðra því að sá möguleiki yrði fyrir hendi þannig að ég verð bara að taka afleiðingum af því...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.5.2008 kl. 22:40

4 Smámynd: Irma Þöll

wow, ég hef lenntí sambandslitum og við vorum samt voða fínir vinir í mörg ár á eftir.. en það er ekki hægt að vera vinir ef annað er ennþá skotið..

bara staðreynd. 

Irma Þöll, 9.5.2008 kl. 10:31

5 Smámynd: Irma Þöll

og já, gangi þer vel krúsí :)

Irma Þöll, 9.5.2008 kl. 10:31

6 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

við erum það bæði.. skotin og þess vegna óþægilegt að standa í þessu.. En ég er búin að gefa Guði þetta og þetta er ekki lengur í mínum höndum:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.5.2008 kl. 11:18

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll kæri vinur.

Sorglegt en þakka þér fyrir að leyfa okkur vinum þínum að fylgjast með þér.

Guð gefi þér styrk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:32

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir það Rósa en miðað við framkomu hennar og annað að þá vil ég alldrei sjá hana framar... En Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað sé nafn Drottins

Sigvarður Hans Ísleifsson, 16.5.2008 kl. 14:31

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú hefur orðið eitthvað reiður út í unnustu þína að því er virðist. Orð sögð sem hafa magnast á milli ykkar kannski ? En eins og ég benti á orð Drottins í fyrra innleggi mínu í 19. kafla Matteusarguðspjalls í sjötta versi  "Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja."  þá er manni erfitt að skilja svona sambandsslit, þau geti ekki verið í vilja Guðs, hafi Hann tengt viðkomandi saman í upphafi þá er það ekki í vilja Hans að viðkomandi skilji.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.5.2008 kl. 02:18

10 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þegar konan sem maður var með, svarar ekki í símann né vill hitta mann til að leysa hlutina og fer beint í aðra karlmenn að þá verður maður ekki sáttur...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 17.5.2008 kl. 07:54

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Sigvarður, ég skil þig vel. Ég þekki til svona dæmis víðar eins og þú ert að nefna. Stundum bíta konur í sig mjög fast að þeim sé fyrir bestu að loka á þig. Oft er það vegna þess að þær eru sér meðvitaðar um að ástin til þín er enn brennheit í hjarta þeirra til þín. Vita vel að frekari samskipti, maður á mann, verða bara til þess að leysa málin og hið ástfangna par verður saman á ný. Það stríðir gegn "skynsamlegu" ákvörðuninni sem viðkomandi kona tók, í trássi við tilfinningar sínar. Þá er ein leiðin sem slík kona hefur til að reyna að slíta sig tilfinningalega frá þér er að hitta aðra karlmenn og reyna að gleyma þér. Það er oftast ekki nóg og tekur mun lengri tíma en þær halda. Svona mál hafa samt oft endað með því að konan sér á endanum að ákvörðunin var röng og kemur aftur til mannsins, þá er kannski orðið ljóst að það var Guð sem "hefur tengt saman" í upphafi og séð til að sambandið haldi áfram þar sem "Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.5.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband