Sagan um sölu ambáttarinnar..

Eitt sinn þá var verið að bjóða upp þræla og ambáttir. Ég er ekki allveg viss nákvæmlega hvar staðsetningin var á þessari sölu en það er kannski ekki aðalatriðið heldur það sem gerðist þarna sem skiptir meira máli.

Þarna er verið að bjóða upp og svo kemur að einni ambátt og hún er boðin upp hún er vel á sig komin og góður starfskraftur. Margir fara að bjóða í hana en einn kemur svo og býður hærra en allir hinir. Hann borgaði svo hátt verð fyrir hana að það gat enginn yfirboðið hann.

Ambáttin var ekki sátt við það að vera ekki sín eigin lengur heldur þræll eða eign annars manns sem hún þekkti ekki neitt. Hún hrækti á hann og svívvirti á alla kannta. Hún sagði svo við hann þú skalt sko sjá eftir því að hafa keypt mig, því að ég ætla alldrei að gera neitt fyrir þig. Og þannig alla leið heim til mannsins lét ambáttin svona og var ekki að sætta sig við sýna stöðu. En maðurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hann segir henni að setjast inn í eitt herbergi og bíða þar í svoldla stund þar til hann kemur aftur.

Eftir stutta stund kemur hann aftur og heldur á skjali í hendinni. Hann lítur á hana og segir: Þú ert ekki lengur ambátt ég keypti þig lausa þér er frjálst að fara. Ambáttinn féll þá á hnén og sagði gerðu það ekki láta mig fara, ég skal gera allt sem þú vilt að ég geri.

Það er hægt að yfirfæra þetta yfir á það sem Jesús gerði fyrir okkur. Við vorum guðvana og þrælar syndarinnar og föst í fjötrum hennar. Jesús fór upp á krossinn og greiddi hæsta mögulega gjald til þess að kaupa okkur frjáls undan oki syndarinnar. Hver sem vill stendur það til boða að taka við þessu náðarskjali sem Jesús hefur fyrir þig. Gjald þitt hefur verið greitt taktu bara við náðarskjalinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Þakka þér fyrir þetta Sigvarður.  Nú er ég frjáls til að þjóna Guði.  Gleðilega Hvítasunnu

Ragnar Kristján Gestsson, 12.5.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það bróðir...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.5.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður.

Frábær saga. Við erum frjáls fyrir Jesú blóð.

Drottinn blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.5.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband