hugleiðing dagsins

 

Róm 5:18-19

-18- Eins og af misgjörð eins leiddi sakfellingu fyrir alla menn, þannig leiðir og af réttlætisverki eins sýknun og líf fyrir alla menn. -19- Eins og hinir mörgu urðu að syndurum fyrir óhlýðni hins eina manns, þannig mun hlýðni hins eina réttlæta hina mörgu.

Til þess að átta sig á þessu versi þá þurfum við að vita að í upphafi skapaði Guð manninn til að vera sér nálægur. Guð gekk um í Eden á meðal Adam og Evu og átti náið samfélag við þau. En til þess að Guð sé samkvæmur sjálfum sér, þá varð hann að gefa manninum það val að velja og hafna. Guð skapaði manninn þannig að hann þurfti að velja það sjálfur að elska sig.

kærleikurinn gefur alltaf frjálst val. Kærleikurinn beitir alldrei neinni kúgun eða þvingar alldrei neinn til neins. En Misgjörð Adam og Evu varð til þess að þessi aðskilanður myndaðist milli Guðs og manna. Eva valdi það að óhlýðnast Guði þegar satan (höggormurinn) freistaði hennar og reyndi að draga í efa það sem Guð hafi sagt henni. Hún mátti ekki borða af skilningstrénu en gerði það samt. Síðan tældi hún Adam til þess sama.

Afhverju Adam ber ábyrgð á hennar óhlýðni er líklegast vegna þess að konan var sköpuð sem meðhjálp hans og hann því ábyrgur fyrir henni. Og svo þessi hjónasáttmáli. Framar eru þau ekki tvö heldur eitt. Það sem Guð hefur tengt saman má maðurinn eigi sundurskilja. Vegna þessa sáttmála gat ekki myndast aðskilnaður á milli Adam og Evu og þess vegna hann ábyrgur fyrir þessu.

En þessi óhlýðni þeirra hafði slæmar afleiðingar. Það myndaðist aðskilnaður á milli þeirra og Guðs. Drottinn Guð hafði samt áætlun að bjarga okkur og endurreysa samfélagið sem var í Eden.

Þess vegna kom Jesús Kristur. Hann þurfti að koma og uppfylla lögmálið. Lögmálið var gefið til þess að sýna fram á ranglæti mannsins og að hann væri ófullkomin án Guðs og þyrfti á Drottni skapara sínum að halda. Það var allveg sama hvað menn lögðu sig fram við að gera þetta allt rétt, það gat enginn maður gert þetta á fullkomin hátt. Aðeins Jesús Kristur hefur gert allt rétt og uppfyllt lögmálið.

Jesús Kristur var og er réttlátur. Vegna hans hlýðni og hans réttlæti. Hefur opnast aðgangur til Föðurins til samfélags á ný. Óhlýðni Adams varð til þess að samfélagið rofnaði milli Guðs og manna en hlýðni Jesú Krists varð til þess að samfélagið varð endurreyst.

Aðeins í Jesú Kristi getum við átt þetta nána samfélag við Guð. Það er engin önnur leið til að nálgast himnaríki nema í gegnum Jesú Krist. Hann er dyrnar á himnaríki. Til þess að ganga inn í dýrðina verðum við að gera sáttmála við Jesú og gefa honum líf okkar og grafa gamla manninn. Þá gerist það að Heilagur Andi tekur sér bústað í hjarta okkar. Þá á ég við að við verðum musteri lifandi Guðs. Guð sjálfur sem skapaði okkur býr innra með okkur. Allur kraftur himinsins er meðal okkar. Við höfum aðgang að uppsprettum sem munu alldrei þrjóta. Heilagur Andi er með okkur til þess að leiða okkur í allan sannleikan, gefa okkur kraft til að vinna verk Guðs og gera það sem rétt er.

Svona að lokum þá talar Kólosarbréfið um það að við erum smíð Guðs sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka, til þess að við skildum leggja stund á þau. Fyrra Korintubréfið talar um í fyrsta kafla og versi níu, að við séum sköpuð til samfélags við Guð.

Og þar sem Jesús er búin að endurreysa þetta samfélag milli okkar og Föðurins, eigum við þá ekki að skygnast inn í himininn og skoða hvað það er sem tilheyrir okkur? Það er jú búið að afgreiða syndavandamálið í eitt skipti fyrir öll. Því að við sem vorum ranglát, erum réttlát í Kristi Jesú. Hann er okkar réttlæti og hann hefur greitt gjaldið fyrir syndir okkar sem ollu aðskilnaðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegur pistill!

Jakob (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Við erum lánsöm að Jesús Kristur skyldi greiða gjald fyrir okkur svo við gætum hlotið eilíft líf með Jesú í dýrð Guðs.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Áhugaverð hugleiðing!  Bestu kveðjur

Baldur Gautur Baldursson, 22.7.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband