Annasamir tímar

 

Annasamir tímar geta verið hjá öllum. Oft verður álagið mikið og kannski lítill tími fyrir mann sjálfan. En mikið áreiti getur haft þreytandi áhrif á mann. Oft á tíðum verður maður mjög þreyttur. En það er þá það sem skiptir miklu máli að hafa mikin innri styrk og þolinmæði.

Þolinmæði hefur kannski ekki verið minn sterkasti þáttur en eitt sinn taldi ég mig vera höndla þolinmæðina með því að fara með þáverandi konunni í fatabúð þar sem það tók hana 4 klst að finna einar buxur. En slík þolinmæði er allveg góð en þolinmæði gagnvart þeim sem þurfa hjálp og gagnvart því að það sé mikið að gera er það sem þarf. Umburðarlyndi ætti kannski líka heima í þessum pakka, að umbera fólk eins og það er.

En það sem ég ætlaði að hugleiða er hvaðan kemur sá innri styrkur sem maður hefur? Minn innri styrkur kemur frá Drottni. Því að án hjálpar hans væri ég óþolinmóður og ekki að hugsa um neitt annað en sjálfan mig. En þegar maður er með Drottni að þá getur maður fengið allan þann styrk sem maður þarf. 81 þýðinginn segir í Fil.4:13 Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gjörir. En New Living Translation kemur með betri útleggingu á þessu versi. Allt get ég gert fyrir hjálp Krists, sem gefur mér allan þann styrk sem ég þarf.

Drottinn hefur lofað okkur öllum þeim styrk sem við þurfum. En hvernig fáum við þennan styrk frá honum? Með lestri í orðinu og bæn. Þegar það koma annasamir og erfiðir tímar að þá getur maður samt fengið að hvíla í klettinum Jesús. Þegar stormarnir geisa að þá getur maður leitað skjóls hjá Jesú og verið glaður. Þannig að annasamir tímar geta verið tímar sem þroska okkur og hjálpa okkur að taka samfélag okkar við Drottinn á dýpra stig. Að lesa og biðja skiptir öllu máli. En það er ekki alltaf mikill tími til þess að gera það í næði. En það má biðja hvar sem maður er allan sólarhringinn og biðja Drottinn um þann styrk sem maður þarf.

Biblían segir að ungmenni munu þreytast sem reyna sig á eigin styrk og gamalmenni sem reiða sig á Drottinn þeir þreytast ekki. Einn sálmur segir hvaðan  kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. Jesús hafði alltaf mikið að gera. En hann tók sig samt alltaf frá til að eiga samfélag við Föðurinn. Marteinn Lúther sagði að ef dagurinn framundan væri annasamur að þá myndi hann vakna fyrr og biðja aukalega. Enda gat hann áorkað miklu. Jesús gæti þess stöðuglega að vera í samfélaginu við Föður sinn enda er Jesús sá sem breytti heiminum fyrir 2000 árum síðan og er enn að breyta lífum fólks sem til hans leitar. En hvaðan kemur þinn styrkur? Að það sé mikið að gera er engin afsökunm fyrir því að vanrækja samfélagið við Drottinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Fjórir tímar í búðarrápi er afrek.  Góður pistill. Mjög góð Biblíuvers sem þú vitnar í. Við erum oft óþolinmóð en Guð almáttugur hjálpar okkur ef við leitum hans.

Guð ver með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:17

2 identicon

11 ágúst verðum við Herfólkið í Kærleikanum.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

magnað maður lætur sjá sig þá :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.7.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband