Að láta hafa áhrif á sig

Á Möltu
Post.28:1Nú sem við vorum heilir á land komnir fengum við að vita að eyjan hét Malta. 2Eyjarskeggjar sýndu okkur einstaka góðmennsku. Þeir kyntu bál og hlynntu að okkur öllum en kalt var í veðri og farið að rigna. 3Páll tók saman hrísvöndul og lagði á eldinn. Skreið þá út naðra undan hitanum og festi sig á hönd hans. 4Þegar eyjarskeggjar sáu kvikindið hanga á hendi hans sögðu þeir hver við annan: „Það er víst að þessi maður er manndrápari fyrst refsinornin lofar honum ekki að lifa þótt hann hafi bjargast úr sjónum.“ 5En hann hristi kvikindið af sér í eldinn og sakaði ekki. 6Þeir bjuggust við að hann mundi bólgna upp eða detta sviplega dauður niður. En þá er þeir höfðu beðið þess lengi og sáu að honum varð ekkert meint af, skiptu þeir um og sögðu hann guð vera.
7Í grennd við stað þennan átti búgarð æðsti maður á eynni, Públíus að nafni. Hann tók við okkur og hélt okkur í góðu yfirlæti þrjá daga. 8Svo vildi til að faðir Públíusar lá sjúkur með hitaköstum og blóðsótt. Páll gekk inn til hans, baðst fyrir, lagði hendur yfir hann og læknaði hann. 9Eftir þetta komu aðrir þeir er sjúkir voru á eynni og voru læknaðir. 10Höfðu þeir okkur í hávegum og er við skyldum sigla gáfu þeir okkur allt sem við þurftum til fararinnar.

Það sem er svo merkilegt við þessa frásögu er það að árást óvinarins á Pál til að binda enda á það að hann væri að predika fagnaðarerindið fór á annan hátt en óvinurinn hélt að það færi. Því að ritninginn segir að þessi tákn tilheyri þeim sem hafa Heilagan Anda innra með sér að þótt einhver reyni að eitra fyrir þeim eða höggormur bíti þá, að þá verður okkur ekkert meint af því.

Páll var bitin af nöðru og það biðu allir eftir því að kallinn myndi lognast útaf en það hafði engin áhrif á Pál. En það hafði áhrif á allt sem í kringum hann var. Vegna þess að þegar óvinurinn notaði nöðruna til að reyna deyða Guðsþjón að þá varð árásin honum að falli. Það sem gerðist þarna er að það opnuðust dyr fyrir Pál til að predika fagnaðarerimdið og lækna þá sem sjúkir voru. Menn sem voru fjötraðir fengju lausn.

Sama var með Jesú oft þegar hann var að fara gera eitthvað að þá var gert lítið úr honum því að óvinurinn reyndi hvað sem hann gat til að stöðva Jesús en gat það ekki. Í eitt skiptið er Jesús var að fara lækna stúlku sem var látin að þá hlógu menn af honum þegar hann sagði að stúlkan væri einungis sofandi. En síðan reysti hann stúlkuna upp frá dauðum. Það var allveg sama hvað það var reynt að segja við hann eða annað að það hafði engin áhrif á hann. Hann gerði samt það sem honum var ætlað að gera.

Við getum líka yfirfært þetta yfir í okkar daglega líf. Einn daginn í vinnunni að þá fékk ég opinberun á það hvað þetta getur líka þýtt. Því það lét mig ekki vera hvað þetta þýddi þegar naðran beit hann en það hafði engin áhrif á Pál.Þennan dag fékk ég lítin svefn kannski svona 2 tíma og ´mætti í vinnuna á 12 tíma vakt. Um leið og ég mætti í vinnuna að þá byrjaði einn að ögra mér að mér fannst. Ég fór að láta þetta hafa áhrif á mig og varð pirraður í smástund. En síðan gaf ég Guði þetta og blessaði manninn og náði að sleppa tökunum þannig að þetta hafði ekki lengur áhrif á mig hvað hann var að gera.

Seinna um kvöldið var síðan einn rétt búin að slasa mig, það kom upp reiði í 1 mín og búið því ég gaf Guði þetta og þetta hafði engin áhrif á mig lengur. Síðan þegar ég var að fara heim um hálf tvö um nóttina úr vinnunni varð ég var við það að það var búið að taka úlpuna mína með lyklunum og öllum skilríkjunum. Ég sá hver hafði gert það því að sá aðili gleymdi sinni. Ég hringdi og hringdi í hann og ekkert svar og allt leit út fyrir að ég yrði bara læstur úti og kæmist ekkert inn heima hjá mér. En svo loksins svaraði hann þannig að ég gat náð í það sem ég átti. Satt að segja var ég ekkert sérlega sáttur þegar þetta skeði þetta hafði áhrif á mig og ég fór að hugsa um að hefna mín á honum og gefa honum gott hnéspark í síðuna og alls konar hugsanir fóru um huga minn. En svo áttaði ég mig á því að þetta átti ekki að hafa áhrif á mig. Þannig að ég gaf Guði þetta og náði að sleppa tökunum . Þegar ég fór og náði í það sem mér tilheyrði voru það fyrstu viðbrögð mannsins gerðu það ekki berja mig. Ég rétti út höndina og tók í spaðan á honum og sagði hafðu ekki áhyggjur þér er fyrirgefið.

En í gegnum þetta áttaði ég mig á því að svona hlutir geta haft áhrif á okkur en það er okkar val að bregðast rétt við .
Sama er með áfengið, það stjórnaði lífi mínu en í dag hefur það engin áhrif á mig þótt einhver drekki í kringum mig. Því að Heilagur Andi er í mér og hann gerir mér kleyft að vera edrú. Ég meðhöndla stundum áfengi í vinnunni og annað en það hefur samt engin áhrif á mig lengur hvað er í þessu...

Þegar óvinurinn gerir árásir á okkur þá vill hann trufla okkur þannig að það hafi slæm áhrif á okkur því að hann óttast Guðsverk. En mætti Guð gefa okkur náð til að bregðast við eins og Jesús brást við og Heilagur Andi leiðir okkur til :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Sigvarður

Takk fyrir mjög góðan pistill.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.8.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

kærar þakkir fyrir það :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 1.9.2008 kl. 07:45

3 identicon

Sæll Sigvarður.

Já,það er margt að varast.

Góður pistill.

Gangi þér vel á guðs vegum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband