Er bannað að hafa skoðun?

það er fyndið þegar maður á í rökræðum við fólk og það verður rökþrota eða æst að það hættir að tala málefnalega og byrjar að koma með persónuleg skot á mann. Svona alla vegana með tímanum lærir maður það að taka því ekkert persónulega þótt fólk sé með skot á mann.

Það er reyndar stutt síðan ég heyrði mann segja að honum hafi fundist hann vera rökræðu snillingur. Þegar hann sá að hinn aðilinn var að hafa betur í rökræðum við sig. þá byjaði hann að hæðast að einstaklingunum og gera lítið úr þeim og þannig búin að skemma umræðurnar.

Ástæðan fyrir þessu bloggi er vegna þess að svo virðist vera að maður megi ekki hafa skoðun á hlutunum án þess að vera kallaður hræsnari. Er það fordómar eða hræsni að hafa skoðun? Það held ég ekki. Það eru ekki fordómar að hafa skoðun og er hverjum frálst að hafa þá skoðun sem hann eða hún vill.

En afhverju má maður þá ekki hafa þá afstöðu og skoðun að samkynhneigð sé óeðlileg? Er maður þá allt í einu vondur maður? Samkynhneigðir koma oft með þennan punkt , kastið fyrstur steininum sá yðar sem syndlaus er. Málið er það að Jesús dæmir engan. En í endanum á þessari frásögu af konunn sem hafði drýgt hór og átti að grýta. Þá segir Jesús hvað varð um þá kona sakfellti þig enginn? hún svarar nei herra enginn.. þá segir Jesús ég sakfelli þig ekki heldur, far þú og syndga ekki framar. Það sem fólk fattar ekki þarna er að Jesús samþykti ekki syndina hennar. Hann náðaði hana eins og hann gerir við okkur sem til hans leytum. Og hann leysti hana undan þeirri synd sem hún var í. Og það sem hann á við er að hann segir ég dæmi þig ekki en ekki gera þetta aftur snúðu þér frá þessu.

Það hafa allir rétt á því að hafa sína skoðun og alltaf best að benda á verknaðinn sjálfan en ekki persónuna sjálfa. 

því að hvort er meira til árangurs að segja við barn sem stelur? Þú ert þjófur  eða segja það sem þú gerðir er rangt og ég bið þig um að gera þetta ekki aftur. Þess vegna tel ég hvort sem það er ég eða aðrir sem gera eitthvað rangt að þá er bara að leiðrétta þann sem gerir það ranga og hvetja þann aðila til góðra verka í stað þess að vera með skítköst. Þarna þarf ég að bæta mig og svo þarf bara hver að dæma fyrir sjálfan sig ;)

En svona í lokin vil ég óska öllum gleðilegs nýs árs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Kærar þakkir fyrir pistilinn

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 07:28

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Gleðilegt ár Sigvarður, þetta er góður punktur hjá þér.

Kristinn Ásgrímsson, 2.1.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband