hugleiðing á góðum degi sem Guð hefur gefið okkur

Eftir að hafa setið kennslu um opinberunarþekkingu, þá er mér eitt hugleikið.
Þegar Jesús segir við Pétur þú ert Pétur , kletturinn.

Matt 16:13-19
-13- Þegar Jesús kom í byggðir Sesareu Filippí, spurði hann lærisveina sína: Hvern segja menn Mannssoninn vera?-14- Þeir svöruðu: Sumir Jóhannes skírara, aðrir Elía og enn aðrir Jeremía eða einn af spámönnunum.-15- Hann spyr: En þér, hvern segið þér mig vera?-16- Símon Pétur svarar: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.-17- Þá segir Jesús við hann: Sæll ert þú, Símon Jónasson! Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta, heldur faðir minn á himnum. -18- Og ég segi þér: Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast.-19- Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.

Orðið yfir klettur sem Jesús notar í fyrra skiptið er grísk karlkynsorð sem er Petros og þýðir stór klettur.

Síðan þegar hann segir á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína , notar hann gríska kvenkynsorðið Petra sem þýðir gígantískur klettur.

Hann er ekki að segja að Pétur sé Petra eða þessi gígantíski klettur heldur er að hann að segja að kirkjan verði byggð á þeirri opinberun að Kristur sé sonur Guðs.

Því miður að þá heldur ein kirkjan að þarna sé átt við Pétur sjálfan og hafa byggt kirkju sína ofan á gröf hans. Guð miskunni þeim fyrir þá vitleysu.

Jesús er Petra eða þessi gígantísku klettur.

En það sem ég hef verið að hugleiða er þessi lyklill af himnaríki sem Jesús lætur Pétur fá.

-19- Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum.

Það sem er að veltast fyrir mér er að af því Pétur hafði fengið þessa opinberun frá Föðurnum á himnum hver Jesús væri að þá hefði hann fengið fyrstur lykilinn af fagnaðarerindinu. Vegna þess að þegar Heilagur Andi kom yfir lærisveina Jesú á Hvítasunnudag, að þá var það Pétur sem stígur fram með þennan lykil af himnaríki og opnar fyrir dyrum fagnaðarerindisins.

Ég er ekki að segja að Pétur hafi verið lykilinn sjálfur, heldur að Jesús sé lykillinn að frelsun mannanna. En þarna notar Pétur þann lykil sem hann fær.

En Pétur gat samt ekki notað þennan lykil fyrr en á réttum tíma, því að hann hafði fengið hann meðan Jesús gekk enþá um á Jörðinni fyrir golgata. En akkúrat á réttum tíma, réttum stað hefur Heilagur Andi fyllt hann af krafti og djörfung til að stíga fram fyrir mannfjöldan og predika fagnaðarerindið.

Pétur var ekki sami maðurinn fyrir úthellingu Heilags Anda of fyrir. Það þarf bara að skoða þegar það var verið að fara krossfesta Jesú að Pétri skorti kraft og hugrekki til að viðkenna að hann væri lærisveinn Jesú. Ég tel það líklegast að Pétur hafi verið hræddur við þeim viðbrögðum sem hann gæti fengið ef hann myndi játa að hann væri lærisveinn Jesú. En sem betur fer brást hann öðruvísi við en Júdas sem hafði líka svikið Jesú, og grét og iðraðist þessara röngu viðbragða sinna.

Til þess að skilja þennan mun og þessa miklu breytingu sem varð á Pétri þarf að skilja hvað orðið kraftur þýðir.

Orðið er líklega best þýtt sem möguleiki eða geta til þess að geta framkvæmt.

Áður en Heilagur Andi kom yfir Pétur að þá átti hann ekki möguleika að geta framkvæmt það sem hann gat framkvæmt eftir úthellingu Heilags Anda.

Þannig að það hlítur að vera gríðarlega mikilvægt að meðtaka Heilagan Anda inn í líf sitt. Því að fyrsti lykillinn er að fá þá opinberun hver Jesús er, svo er að taka það hlýðniskref að láta skírast og meðtaka Heilagan Anda inn í líf sitt.

Sem þýðir það að Guð sjálfur fer að búa innra með okkur, sem er einungis hægt í gegnum fórnardauða og fyrirgefningu Jesú Krists. Því að Guð getur ekki búið þar sem sem synd er. En þá kemur þessi spurnging hvernig gat Heilagur Andi þá verið með mönnum á dögum gamla testamenntisins þar sem þeir voru ekki endurfæddir til Krists?

Munurinn er sá að Heilagur Andi gekk hliðina á þeim en í dag er hann innra með okkur, Páll postuli segir að við séum musteri Heilags Anda.

þannig að það er mikilvægt að hafa þessa lykla í lífi okkar, Því að án Heilags Anda , opiberast ekki orðið fyrir okkur og án hans getum við ekki framkvæmt nein kraftaverk í Jesú nafni.

Með Heilögum Anda opnast dyr og við förum að geta framkvæmt hltui sem voru ekki mögulegir áður. Það opnast dyr fyrir okkur að sjá fólk losna frá fjötrum og sjúkdómum, og við öðlumst vald sem synir og dætur Guðs að binda verk óvinarins og leysa alla sem eru fjötraðir.

Þess vegna er ég handviss um það að Pétur hefði alldrei þorað að nota þennan lykil af fagnaðarerindinu sem Jesú lét hann fá án Heilags Anda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband