Smá hugleiðing um lögmál kærleikans

Ég er búin að vera velta fyrir mér orðum Krists þegar hann segir þess setningu: Það sem þú hefur gert mínum minnsta bróður það hefur þú gert mér.

Líklegast hugsa margir að þarna sé bara átt við trúsystkyn manns. En er ekki allveg sammála þeirri kenningu. Því að þarna held ég að Jesús sé að reyna á okkur gagnvart þeim sem minna mega sín og þá sem hafa gengið út á ógæfubrautina.

Ef ég baktala trúsystkyn mín þá er ég að baktala Jesú. Ef ég geri lítið úr trúsystkynum mínum þá er ég að gera lítið úr Jesú. Þetta er svoldið allvarlegur sannleikur og kennir manni að vera varkár í því hvernig maður talar um aðra.

En afhverju held ég að Jesús eigi líka við þá sem minna mega sín? Biblían talar skýrt um það að sá sem lánar fátæum lánar Drottni. Það er því Drottni þóknanlegt að maður gefi til þeirra sem minna mega sín. Hvort sem það er að gefa föt, mat, pening, slá yfir húsaskjól, styrkja börn í abc eða örðum álíka störfum. Gefa af tíma sínum til að hjálpa öðrum og svo mætti lengi telja.

Ef fátækur maður kemur til mín og biður mig um að gefa sér að borða og ég segi nei, þá er ég að neita Jesú. Biblían segir líka ekki þurfa heilbrigðir læknis við heldur þeir sem sjúkir eru. Það má allveg skilja þetta vers líka á þann hátt án þess að fara út í einhverjar kenningar að ekki þrufa þeir sem eiga nægtir aðstoð heldur þeir sem þurfandi eru.

Drottinn vill mæta inn í allar þarfir okkar en stundum vill hann nota okkur til að blessa aðra og gefa af því sem okkur hefur hlotnast. Jesús sagði berið byrðar hvers annars og uppfyllið þannig lögmálið. Hvaða lögmál? að sjálfssögðu lögmál kærleikans. Hvað er kærleikur? kærleikur er að gefa það besta þar þörfin er mest. Hvað gerði Jesús? hann mætti inn í okkar þarfir með því að frelsa okkur frá dómi heimsins. Ekki gátum við gert það með verkum okkar eða nokkrum auð sem við eigum.

Hvað er þá svona erfitt við að miðla brauði sínu með þeim sem fátækir eru?

'Eg hlustaði á lag um daginn. Í textanum hvaða Jesús trúir þú eiginlega á? Seinna í textanum segir hann að hann vilji líkjast Jesú kristi. Lögmálið segir: Þú ert aðeins kristin af því leyti sem Kristur stjórnar lífi þínu... Hversu mikið lifir þú í kærleika Guðs? þetta er aðeins spurning sem þú getur svarað fyrir þig


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábær færsla hjá þér Sigvarður og afar þörf áminning. Það er of lítið rætt um það góða í lífinu hér á blogginu. Bros til þess sorgmædda og dapra er oft mikil gjöf. Við gerum of lítið af því að vera jákvæð og skilningsrík.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.10.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband