Hvað er að vera undir náð Guðs

Þegar orðið náð kemur fyrir þá hefur maður heyrt margar útskýringar eins og, gæska Guðs til þín, Guðleg áhrif á hjartað, Kraftur Guðs til þín, Kærleikur Guðs til þín, Fyrirgefning Guðs til þín.

Eflaust er eitthvað sem ég gleymi að nefna af þessu en það er kannski ekki aðalatriðið að nefna það allt sem fólk hefur útskýrt þetta orð.

Þegar ég skoða heildarmyndina, þá er eitt sem sameinar flestar þessar útskýringar og það er gjöf Guðs til þín. Afhverju Gjöf? Jú vegna þess, að Guð Faðir okkur á himnum gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki,heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16

Orðið kærleikur þýðir að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Guð Faðir gaf okkur það besta sem hann átti, sinn eingetna son. Þörfin var mikil því mannkynið var fallið. Þannig að hver sem tekur við frelsisgjöf Jesú Krists, losnar undan dómi heimsins og öðlast eilíft líf á himnum.

Þegar maður lítur líka á 12 sporakerfið þá kemur orðið gjöf fyrir. Afhverju kemur það fyrir ? Jú vegna þess að það er þrennt sem við öðlumst í þessu 12 sporakerfi. Það er að fá Kraft til þess að framkvæma, Orðið kraftur þýðir möguleiki eða geta til þess að geta framkvæmt.

Fyrsta skrefið í 12 sporakerfinu er að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart eigin lífi, og játa það að maður er ekki fær um að stjórna eigin lífi. Vegna þess að maður fer ekki í 12 sporavinnu nema til að sigrast á ákveðnum vanmætti.Vanmáttur er það að maður á ekki möguleika eða séns að gera hlutina í eigin mætti.

Annað skrefið er að trúa því að eitthvað æðra en við sem ég skilgreini sem Guð geti hjálpað mér að sigrast á þessum vanmætti, og ekki bara það, heldur að Guð geti hjálpað mér að koma lífinu á réttan kjöl.

Þriðja skrefið er að gefa líf sitt og vilja í hendurnar á Guði. Síðan þegar maður hefur gefið Guði líf sitt að þá fer maður að leyta til hans og biðja um kraft til að vera edrú og halda áfram að framkvæma þessi spor.

Núna kem ég að þeim punkti hvað þetta hefur með Náð Guðs að gera. í þessu 12 sporakerfi er þrennt sem við fáum að upplifa, Það er kraftur, Kærleikur og fyrirgefning.

Maður fer úr því að vera kraftlaus, latur, eigingjarn, sjálfselskur, óheiðarlegur yfir í það, að hafa Kraft, kærleika til að hjálpa öðrum. Því að þegar maður hefur fetað þessa leið og öðlast bata að þá er lykilinn að gefa það áfram það sem maður hefur öðlast. Hvað er maður að gera annað en að sýna kærleika með því að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Við verðum hæf til að hjálpa öðrum að losna við það sama og við höfum öðlast lausn við. Síðan eins og í gegnum níunda sporið, verðum við hæf til að fyrirgefa og meðtökum líka fyrirgefningu.

Málið er það að 12 sporakerfið er allgjörlega fagnaðarerindið í hnotskurn fyrir mér og hefur mikið með náð Guðs að gera. Jú vegna þess að við færum fólki góðar fréttir að Guð getur leyst það frá því sem það er að berjast við og hefur beðið ósigur fyrir. Lykilinn að viðhalda batanum er alltaf sá að gefa áfram það sem Guð hefur gefið manni. Tólf sporakerfið er líka leið til að kynnast Guði og hefur maður séð marga sem hafa ekki einu viljað trúa á Guð, öðlast trú með því að framkvæma þessi spor.

En það er eitt með náðina, Guð hefur fyrirgefið okkur allt sem við höfum gert og eigum eftir að gera. Og þegar við gerum mistök, þá hefur það ekkert með djöfulinn að gera að benda okkur á mistök okkar. Því að náðin gengur út á það að deyja af sjálfum sér og rísa upp í Kristi sem ný sköpun í Guði. Og þegar Guð horfir á okkur, að þá lítur hann á gamla manninn okkar sem dáinn. Og hvað stoðar það að fara ásaka dáinn mann? Gæti ég farið út í kirkjugarð og helt mér yfir einhvern þar sem er jarðaður? Ég gæti það, en hvaða tilgangur væri í því, vegna þess að sá sem er í gröfinni heyrir ekkert í mér. Þess vegna er engin lagalegur grundvöllur fyrir því að berja sig niður eða dæma sig fyrir eigin mistök eða að dæma aðra og vera tala um hvað aðrir hafa gert rangt.

Ég er ekki að segja það að fyrst Guð hefur fyrirgefið okkur allt og það er ekki hægt að dæma okkur út frá mannlegu sjónarhorni að við eigum bara að halda áfram að gera eins mikið af mistökum og við viljum af því að náð Guðs er svo mikil.

Páll Postuli tekur vel á þessu. Hann segir að við eigum að líta á okkur sjálf dáin syndinni og risinn upp í Kristi. Því að sá sem hefur Krist í sér, ætti að vera fullur af kærleika og elsku til Guðs. Og sá sem elskar vill ekki brjóta á þeim sem hann eða hún elskar.

Guð hefur fyrirgefið okkur allt, en Jesús sagði, ef þið fyrirgefið ekki öðrum, þá verður ykkur ekki heldur fyrirgefið. Þetta eru hörð orð. En eins og ég skil þetta er að, ef ég vil ekki fyrirgefa öðrum að þá er ég ekki að meðtaka það að mér sé fyrirgefið. Vegna þess að ég fyrirgef svo að ég sé sjálfur frjáls, það kvelst enginn nema ég sjálfur ef ég vil ekki fyrirgefa. Þess vegna skiptir það miklu máli, að velja það að fyrirgefa öðrum.

Það er eitt sem var líka oft að villast fyrir mér og það voru boðorðin 10. Ég hélt að þau væru enþá í gildi eftir golgata en birtust bara á ákveðin hátt. Og það er eitt sem vilir mikið um fyrir fólki að vilja sleppa tökunum af því að boðorðin tíu tilheyrðu lögmálinu og Kristur er endalok lögmálsins. Er að þau eru hrædd um að hafa ekki einhvern ákveðin öryggisramma í kringum sig. Afhverju? Jú vegna þess að reglur eiga vera til þess að veita okkur öryggi. Ef ég tek bara umferðina sem dæmi að þá væri ekkert öryggi í umferðinni ef það væru ekki neinar umferðarreglur. Það væri bara allt í klessu. Þegna veita umferðarreglurnar bílstjórum og farþegum öryggi í umferðinni. því að við vitum að þær virka. Sama er með boðorðin sem við rembumst svo oft við að fara eftir en klikkum oft á. Og þá er sagt að brjóti maður eitt af boðorðunum að þá sé maður sekur við allt lögmálið. En málið er það að við erum ekki undir lögmáli heldur náð. Náðin er sú að Kristur lifir í þér. Kristur er endalok lögmálsins, og hann er líka uppfylling lögmálsins. Þegar þú ert í Kristi og Kristur er í þér að þá lifurðu í uppfyllingu lögmálsins. Og það er ekkert að óttast við að missa einhvern öryggisramma.

Lögmálið vekur upp fordæmingu að við séum ekki nógu góð af því að við getum ekki gert allt rétt. Samt segir Biblían að það er engin fordæming fyrir þá sem tilheyra Kristi Jesú, sem þýðir raunar, að sá dæmist ekki sem lifir í einingu með Kristi Jesú. Eins og ég sagði áðan, það er engin lagarlegur grundvöllur fyrir því að dæma sjálfan sig fyrir eigin mistök eða aðra. Synir þínar eru milli þín og Guðs. Það er enginn sem kemur til með að gera reiknisskil fyrir þig frammi fyrir Jesús.

Kristur lifir í þér og í Róm.5:5 stendur að kærleika Guðs er úthelt í hjarta okkar , fyrir Heilagan Anda sem okkur er gefin. New English Bible segir að kærleikur Guðs flæðir innstu og dýpsty hjartans rætur okkar,gegnum Heilagan Anda sem okkur er gefin. Kærleikur Guðs er þegar til staðar í okkur, Kraftur hans er þegar til staðar í okkur. Öllum Guðdóminum hefur verið komið fyrir í okkur.Allur kraftur Guðs tilheyrir okkur. Það tilheyrir okkur að lækna sjúka,gera kraftaverk, reka út ílla anda oflr. Og það hefur ekkert með að gera hvort við séum eitthvað klár. Það hefur það með að gera að Kristur býr í okkur og hann er hinn sami í gær og aldir alda. Hann hefur sama kraft og þegar hann gekk um að jörðinni, og það má með sanni segja að við erum að vaxa upp í það að vera liltir Jesúar. Vegna þess að takmark hvers kristins manns á að vera líkjast Kristi sem mest og það er ferli sem tekur alla ævi okkar á jörðinni.

Hvernig væri að hætta að rembast og meðtaka það, að þú ert elskuð eða elskaður, óháð því hvað þú hefur gert. Að þér er fyrirgefið, að það er kraftur í boði handa þér. Það er eilíft líf í boði fyrir þig. Og það er gjöf Guðs til þín að gefa þér Jesú Krist sem frelsara undan dómi heimsins og meðtaka eilíft líf,og að stíga yfir frá dóminum til lífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Jósepsson

12. Sporakerfið er snild :)

Ég hafði einga trú á þessu enn þegar maður fer að lesa bókinna oftar þá er eins og maður fatti þetta alveg. Ég þurfti að lesa mer til oftar enn einu sinni og svo small þetta allt saman :)

Það var gaman að lesa þetta og fær mann til að læra meira af lífinnu 

Kv Ari

Ari Jósepsson, 18.10.2009 kl. 16:38

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

takk fyrir það vinur :) Já 12 sporakerfið gerir okkur hæfa til að funkera í lífinu og hjálpar okkur að lifa góðu lífi undir leiðsögn Guðs :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 18.10.2009 kl. 16:50

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er lesefni fyrir þig.  Þú vitnar svo oft í bréf þessa Páls.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 17:23

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Páll er sá sem fékk það hlutverk að fullna fagnaðarerindið og taka á móti opinberunum út á hvað náðin gengur. Ég sé að þér er mikið í mun að reyna afsanna allt sem ég skrifa. Þín afstaða eða rök, koma ekki til með að breyta neinu um það sem ég trúi. Ég trúi að Jesús sé sonur Guðs og Biblían sé óskeikult orð Guðs. Ég mæli með því að þú komir með málefnaleg komennt í stað þess að koma alltaf með persónuleg skítköst, því þú ert bara að lýsa sjálfum þér með þannig komenntum.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 18.10.2009 kl. 17:57

5 identicon

Það er alltaf jafn gaman að lesa það sem þú skrifar Sivarður minn. Það er líka gott þegar maður fattar að maður er undir náð Guðs og að maður sé hluti að áætlun hans, því að jú hann er með áætlun fyrir okkur öll.

Skemmtileg lesning sem þú varpar framm með boðorðin 10, hafði ekki spáð í þessu á þann hátt. 

Takk fyrir góð skrif.

Sigurður Steini Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband