Náð Guðs er ekki til þess að samþykja syndir fólks

Það koma oft upp alvarlegar ásakanir í garð þeirra sem predika mikið um náð Guðs. Meira segja þurfti Páll Postuli að dýla við svona ásakanir. En staðreyndin er sú að þeir sem lifa undir náð Guðs, lifa innan frá og út og leyfa Guði að vinna verkið innra með sér. En þeir sem lifa í lögmáli reyna að breyta sér sjálfir með misgóðum árangri.

Sumt fólk hefur tekið náðarboðskapinn og rangtúlkað hann og haldið því fram að það sé allt í lagi að syndga því að Guð fyrirgefur þeim hvort sem er. Þetta hugarfar er rangt. Því að náðin er betri leið til að losna undan syndinni.

Eftir að hafa hlustað mikið á náðarboðskapinn og tileinkað mér hann að þá hafa ýmsir merkilegir hlutir gerst. Það fyrsta er að ég er orðinn laus við alla skömm og sektarkennd. Hlutir í lífi mínu sem voru ekki réttir frammi fyrir Guði hafa líka breyst og ekki af því að ég reyndi sjálfur að hætta þeim. Ég marg reyndi að hætta sumum hlutum og mistókst oft og sat svo uppi með sektarkennd, skömm og upplifði sjálfan mig ekki vera nógu góðan til að vera kristinn eða frelsaður. En þegar náðin fór að verka í mér að þá fór þessi hugsun að koma hjá mér: Hvernig get ég gert þetta þegar þetta er rangt frammi fyrir Guði, það er enginn grundvöllur fyrir því að maður dæmi sjálfan sig eða aðra fyrir mistök eða óhlýðni.

En það sem gerðist er að mig langaði allt í einu ekki að gera þessa hluti. Ég losaði mig við allt sem var skaðlegt og hef allveg verið frjáls frá því sem var alltaf að fella mig. Þessi breyting átti sér stað innan frá og út. Það var Guð sem vann verkið.

Margir menn hafa oft notað söguna um konuna sem átti að grýta ,þegar Jesús sagði kastið steininum fyrstur sá yðar sem syndlaus er. Síðan fara þeir burt hver á fætur öðrum. Jesús segir,hvað varð um þá kona, sakfelldi þig enginn? nei herra enginn, ég sakfelli þig ekki heldur.

Sumir láta hér kjurt við ligga. En Jesús fyrirgaf henni syndirnar en hann var ekki að gefa henni samþyki fyrir því að það væri allt í lagi að vera halda framhjá ( Að drýgja hór = Halda framhjá) Vegna þess ef maður skoðar það sem hann segir eftir að hann segir ég sakfelli þig ekki heldur. Þá segir hann: Far þú, syndga ekki framar. Það sem hann átti við með þessum orðum. Syndir þínar eru þér fyrirgefnar, en ekki halda áfram að lifa á þann hátt sem þú gerir, snúðu þér frá þessu. Þegar við skoðum orðið iðrun, að þá þýðir það að snúa sér frá vondum verkum sínum , til Guðs.

Iðrun er ekki að segja fyrirgefðu og gera svo sama hlutinn aftur og aftur. Iðrun hefur líka með hugarfar okkar að gera. Vegna þess að það á sér stað hugarfarsleg breyting.

Afhverju innan frá og út? Jesús sagði án mín getið þið alls ekkert gert. Síðan stendur í Filipibréfinu að það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og að framkvæma sér til velþóknunar.

Náðin gerir okkur kleyft að lifa frjáls frá syndinni en ekki til að lifa í henni. Það er annað leyndarmál sem náðin felur í sér gagnvart syndinni. Það er að segja að hún gefur okkur hálfgert meðvitundarleysi gagnvart syndinni. Ekki það að við þekkjum ekki munin á réttu eða röngu eða séum ekki að spá í því. Heldur er það sem er átt við að vera ekki mikið eða yfir höfuð að velta okkur upp úr mistökum okkar. Vegna þess að það er enginn grundvöllur fyrir því, þar sem allar syndir okkar hafa verið fyrirgefnar. Það sem gerist þegar maður er ekki mikið að hugsa um mistök eða syndina að þá fer hún að missa mátt sinn yfir lífi okkar. Vegna þess að mistökin sem við gerum, eru ekki lengur að valda okkur skömm eða fordæmingu um að við séum ekki nógu góð.

Réttlætið er það að Jesús er fullkomin fyrir okkur. Hann tók á sig okkar ranglæti og gaf okkur sitt réttlæti. Við þurfum ekki að vera fullkomin eða gera allt rétt. Það er Guð sem breytir okkur hægt og rólega og stundum breytumst við hratt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir

góður punktur

Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir, 17.11.2009 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband