Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Predikunin úr Kærleikanum miðvikudagskvöldið 28 maí...

 

Predikun   28 maí 2008

Iðrun, skírn og að meðtaka Heilagan Anda

Sigvarður Halldóruson

 

Post 2:38.

Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf Heilagan Anda.

 

Það eru 3 punktar í þessu versi sem skipta miklu máli og ætla ég að reyna útskýra þá eftir bestu getu og með hjálp Heilags Anda...

Fyrsti punkturinn er iðrun...

Margir velta því eflaust fyrir sér hvað þýðir eiginlega iðrun? Iðrun þýðir að breyta hugarfari sínu, rót sannrar iðrunar er fólgin í því að breyta hugarfari sínu gagnvart synd, Guði og eigin andlegu lífi. Iðrun er ekki að segja fyrirgefðu og halda svo áfram að gera hlutin heldur snúa sér frá honum og láta af syndinni. Iðrun merkir líka að snúa við

Margir hafa útskýrt á góðan hátt hvað iðrun er. Í rauninni snýst þetta allt um hugarfarsbreytingu. Í Biblíunni sjáum við það að fyrsta orð fagnaðarerindisins er iðrun.

Jóhannes skírari kom fram og boðaði iðrun:    Matt 3:1-4

-1- Á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu. -2- Hann sagði: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd. -3- Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jesaja spámanni: Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans. -4- Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang.

Jesús predikaði iðrun: Matt 4:17

Upp frá þessu tekur Jesús að prédika og segja: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.

Sömuleiðis gerðu postularnir það líka eins og við sjáum hér í upphafs versinu. Fyrst er manni sagt að gera iðrun. Iðrun er alltaf upphafið í átt að sigri frá syndinni. Í rauninni er iðrun það sem við eigum að lifa stöðuglega í. Ekki að við séum að berja okkur niður fyrir að vera syndarar, heldur til að halda auðmýktinni og skilja það að líf án Guðs og náðar hans er ómögulegt og innantómt.

Það sem hefur fellt svo marga Guðsþjóna er það að þeir vildu ekki iðrast eða fannst þér ekki mega gera mistök. Það skiptir engu máli hversu lengi þú hefur gengið með Guði eða hversu mikið þið eruð mentuð í orðinu eða í hvaða stöðu þið eruð í Guðsríkinu, þið komið alltaf til með að bregðast og gera mistök. Það er enginn fullkominn nema Guð sjálfur. Þess vegna er svo gott að geta komið beint til Jesú og varpað af sér syndum sínum sem hann hefur þegar greitt fyrir dýru verði með blóði sínu á krossinum.  Þess vegna endurtek ég það, iðrun er eitthvað sem ætti alltaf að vera upphafið á öllum samkomum og öllu því sem við gerum fyrir Guð. Þegar við gerum það þá kemst hann betur að og hrokin fær að víkja og meiri auðmýkt kemur inn í líf okkar og minni hætta er á því að það sé hægt að afvegaleiða okkur..

Jak 5:16

Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

Hér á laugardögum milli 12 og 13 er kynjaskiptir hópar þar sem við setjum allt í ljósið og hjálpumst að með þær syndir sem reyna að ná tökum á lífi okkar. Með því að setja hlutina í ljósið og fá fyrirbæn að þá losnum við undan valdi þeirra. Þeir sem lifa í stöðugri iðrun eru þeir sem Guð notar á sem stórkostlegastan hátt...

 

Annar punkturinn úr upphafsversinu er skírn...

Það er til tvennskonar skírn, hins vegar skírn í vatni og skírn í Heilögum Anda..

Skírn í vatni er annar punkturinn úr versinu en hitt tala ég betur um á eftir.

Orðið skírn kemur af gríska orðinu Baptizo og þýðir: Að dýfa í vatn, þannig að fari á kaf eða fljóti yfir.

Til að taka allan vafa af að þá er barnskín ekki Biblíuleg. Skírn merkir líka að grafa gamla lífið og er staðfesting á sáttmála við Guð að maður ætli að snúa sér frá gamla líferninu og fylgja honum.

Það var prestur í Færeyjum sem gerði bók sem heitir allt sem Biblían segir um barnaskírn. Hann gerði mjög flotta kápu utan um bókina og síðan þegar fólk keypti hana og opnaði að þá voru síðurnar auðar. Barn sem er nokkra mánaða hefur ekkert gamalt líf til að grafa. Jesús tók börnin í faðm sér og blessaði þau og það er það sem ritningin bendir á varðandi lítil börn að þau skuli blessuð verða.

En barnaskírnin kom inn í kaþólskukirkjuna á 13 öld úr grískri goðafræði og á ekkert skilt við kristna trú eða það sem Biblían stendur fyrir.

En hvenær ætti skírn að fara fram? Um leið og þú hefur tekið ákvörðun um að gefa Jesú líf þitt. Það á ekki að vera nein bið eftir því...

Post 8:35-38

-35- Filippus tók þá til orða, hóf máls á ritningu þessari og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú. -36- Þegar þeir fóru áfram veginn, komu þeir að vatni nokkru. Þá mælti hirðmaðurinn: Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast? -37-  -38- Hann lét stöðva vagninn, og stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og Filippus skírði hann.

 

Post 2:41

En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir.

Við sjáum svo í seinna versinu að þegar Pétur steig fram og predikaði fagnarerindið að þá skírðu þeir alla samdægurs. Þess vegna á það ekki að vera nein bið að skírast því að um leið og þú hefur tekið ákvörðum um að fylgja Jesú að þá er þetta hlýðniskref fyrir fyrir Guð.

Ef menn eru með allskonar afsakanir að það sé ekki tilbúið og bla bla að þá er það ekki tilbúið að fylgja Jesú eða það er heldur betur búið að rugla í þeim. En sannleikurinn er sá um leið og þú ert viss í hjarta þínu að þú viljir fyglja Jesú að þá fylgir skírnin strax á eftir.

 

Þriðji punkturinn er skín í Heilögum Anda eða meðtaka hann inn líf okkar.

Post 1:8

En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerúsalem og allri Júdeu, í Samaríu og allt til endimarka jarðarinnar.

 Jesús sagði við lærisveina sína að þeir myndu öðlast kraft er Heilagur Andi kæmi yfir þá... Þetta er enþá í dag. Kraftur Heilags Anda er fyrir þig.

Post 2:1-4

-1- Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir. -2- Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru. -3- Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra. -4- Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.

Heilagur Andi er hinn sami í dag og þegar hann kom á dögum frumkirkjunar, hann hefur ekkert breyst. Sömu táknin og undrin sem gerðust fyrir hendur postulana eiga líka að gerast fyrir þínar hendur.

Post 3:1-10

-1- Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna. -2- Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómsins, sem nefndar eru Fögrudyr, til að beiðast ölmusu hjá þeim, er inn gengu í helgidóminn. -3- Er hann sá þá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn, baðst hann ölmusu. -4- Þeir horfðu fast á hann, og Pétur sagði: Lít þú á okkur. -5- Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim. -6- Pétur sagði: Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk! -7- Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp. Jafnskjótt urðu fætur hans og ökklar styrkir, -8- hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð. -9- Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð. -10- Þeir þekktu, að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu. Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af því, sem fram við hann hafði komið.

Við sjáum það að þegar Heilagur Andi er komin í líf okkar að þá þurfum að læra að hlusta á hann og vera í samstarfi við hann. Heilagur Andi veit alltaf hvað á að gera. Þið sjáið það líka að Pétur var ekki að biðja Guð viltu lækna hann, hann sagði það sem ég hef það gef ég þér, Í nafni Jesú Krists frá Nasaret stattu upp og gakk....

Hvað var það sem gerðist? Jú maðurinn læknaðist vegna þess að Heilagur Andi var á staðnum og það sama getur gerst með þig þar sem þú ert. Þegar þú ferð út í sjoppu að kaupa pyslu og kók að þá getur allt gerst. Þarna getur verið veikur einstaklingur sem Guð vill lækna og ná til og hvað á þá að hamla því að Guð geti það? Það sem hamlar því er við og ótti við áliti annara..

En það er hlutur sem við verðum að biðja Guð um að frelsa okkur frá...

2Tím 1:7

Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.

Ef þú ert full/ur af kærleika Guðs og veist hver þú ert í Kristi að þá óttastu ekkert og þarft ekki að óttast neitt nema að gera það sem rangt er.. Stundum þarf bara að reka chicken spirtit út af okkur í Jesú nafni og biðja Guð um hugrekki til að ganga fram í því sem hann hefur lofað okkur...

Tákn og undur eru það sem á að vera eðlilefgt fyrir okkur að upplifa í kirkjunni.

Bæn: Heilagi Faðir, ég bið þig um að fyrirgefa mér vantrú mína, gefðu mér meiri trú, gefðu mér meiri kærleika, og veittu mér hugrekki til að gera það sem postularnir gerðu, veittu mér trú til að meðtaka að þetta er fyrir mig í dag, hjálpaðu mér Faðir, að lifa ávallt í stöðugri iðrun, að ég haldi ekki neinu eftir fyrir mig af syndum mínum, svo þær verði ekki hindranir á því, sem þú vilt gera í gegnum líf mitt. Ég þakka þér Faðir að frá þessari stundu að þá vil ég ganga fram í þeim gjöfum sem þú hefur fyrir mig, og ég vil fá meira af þér í Jesú nafni amen...


Nettir málshættir...

ég varð að taka út málshættina sem voru hér að beiðni höfundar.. En þess var ekki getið á blogginu þar sem ég tók þetta hver samdi þetta. En af virðingu við höfund að þá tek ég þetta út... En þið sem kunnið góða málshætti meigið endilega skella þeim inn


Kærleikurinn...

Mig langar að vekja smá athygli á því mikla starfi sem fram fer í Kærleikanum í faxafeni 8  (baka til)

Þar er opið alla virka daga frá 9-18 og lau frá 10-18 , þar getur fólk komið og sókað og hvílt í nærveru Guðs og fengið fyrirbæn oflr.. einnig ef mönnum vantar úrræði eða hjálp til að verða edrú að þá eru allir velkomnir.

Einnig eru samkomur öll virk kvöld klukkan 20:00   Vakningin er byrjuð:)

Svo eru samkomur í Kærleikanum í Keflavík á laugardagskvöldum í Hvítasunnukirkjunni þar...klukkan 20:00... það borgar sig að mæta snemma svo menn geti fengið sæti...


Sagan um sölu ambáttarinnar..

Eitt sinn þá var verið að bjóða upp þræla og ambáttir. Ég er ekki allveg viss nákvæmlega hvar staðsetningin var á þessari sölu en það er kannski ekki aðalatriðið heldur það sem gerðist þarna sem skiptir meira máli.

Þarna er verið að bjóða upp og svo kemur að einni ambátt og hún er boðin upp hún er vel á sig komin og góður starfskraftur. Margir fara að bjóða í hana en einn kemur svo og býður hærra en allir hinir. Hann borgaði svo hátt verð fyrir hana að það gat enginn yfirboðið hann.

Ambáttin var ekki sátt við það að vera ekki sín eigin lengur heldur þræll eða eign annars manns sem hún þekkti ekki neitt. Hún hrækti á hann og svívvirti á alla kannta. Hún sagði svo við hann þú skalt sko sjá eftir því að hafa keypt mig, því að ég ætla alldrei að gera neitt fyrir þig. Og þannig alla leið heim til mannsins lét ambáttin svona og var ekki að sætta sig við sýna stöðu. En maðurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hann segir henni að setjast inn í eitt herbergi og bíða þar í svoldla stund þar til hann kemur aftur.

Eftir stutta stund kemur hann aftur og heldur á skjali í hendinni. Hann lítur á hana og segir: Þú ert ekki lengur ambátt ég keypti þig lausa þér er frjálst að fara. Ambáttinn féll þá á hnén og sagði gerðu það ekki láta mig fara, ég skal gera allt sem þú vilt að ég geri.

Það er hægt að yfirfæra þetta yfir á það sem Jesús gerði fyrir okkur. Við vorum guðvana og þrælar syndarinnar og föst í fjötrum hennar. Jesús fór upp á krossinn og greiddi hæsta mögulega gjald til þess að kaupa okkur frjáls undan oki syndarinnar. Hver sem vill stendur það til boða að taka við þessu náðarskjali sem Jesús hefur fyrir þig. Gjald þitt hefur verið greitt taktu bara við náðarskjalinu.


Predikunin úr Keflavík 10 maí 2008

 

Með hvaða augum eigum lítum við á Guð?

Sigvarður Halldóruson   lau 10 maí 2008

 

 

Guð er kærleikur.  Hann er undirstaða alls þess sem hefur með ástina að gera.  Ef þú átt samfélag við Guð, þá átt þú um leið samfélag við kærleikslindina í eigin lífi.  „Jóh.3:16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf."

 

Guð elskar þig, sama hvað á gengur.

         Kærleikur Guðs til þín er óviðjafnanlegur.  Hann elskar þig alveg óháð því hvernig þú ert, hvernig þú lítur út eða kemur fyrir.  Kærleikur Guðs til þín er óumbreytanlegur. Hann er Faðir þinn.  Hann hefur skapað þig og mun alltaf elska þig, sama hvað þú gerir.  Guð elskar þig vegna þess að þú ert sá sem þú ert.  Ef þú hefur minnimáttarkennd skaltu hugleiða hve mikils virði þú ert í augum Guðs.

 

 

Það er mikilvægt að sjá Guð í réttu ljósi.  Hann er Kærleikur og kærleikur hans er stöðugur. Hann er einning Faðir okkar

Þú ert ómetanlegur fjársjóður í augum Hans.  Það er enginn sem getur komið í þinn stað.  Í Biblíunni getum við lesið um Guð sem ástríkan föður, kærleiksríkan og fúsan til að fyrirgefa.  Hann hefur áhuga á okkur og vill fá að vera hluti af lífi okkar.  Þetta er ekki bara falleg mynd, þetta er sannleikur! Hann þráir að við verðum synir og dætur sem reiða sig allgjörlega á hann og ást hans til okkar.

 

Við erum svo oft upptekin í að leita að ást og viðurkenningu út allt því allir þrá það að vera elskaðir en sannleikurinn er sá að

 

         #Kærleikur Guðs er eini kærleikurinn sem getur uppfyllt okkar dýpstu og innstu þarfir.  Guð Faðir elskar þig heitar en nokkur annar getur gert, jafnvel þótt þú finnir ekki kærleika hjá nokkurri manneskju.#  Draumurinn um stóru ástina er í raun og veru um Guð og þrá eftir honum.  Kærleikur milli manns og konu og milli fjölskyldumeðlima og vina rís aldrei jafn hátt.

 

Ég get tekið dæmi um sjálfan mig, ég eyddi miklum tíma í að leyta á röngum stöðum og fékk enga fyllingu frá því veraldlega, ég prufaði að fara í ræktina, fá mér kærustu, eiga nóg af peningum eða einhverjum veraldlegum eignum en ekkert af þessu gaf mér þá fyllingu sem ég þurfti inn í líf mitt.

 

Í mínu tilviki var ég orðin skaðlegur sjálfum mér, ég komst að því að ég var alltaf að leita í aðstæður sem fóru ílla með sjálfan mig og þar sem mér var hafnað. Ég skildi ekkert í þessu afhverju ég væri svona hrikalega óheppinn að lenda alltaf í þessu.

 

Guð Faðir sýndi mér svo sannleikan um sjálfan mig. Hann sýndi mér það að ég elskaði ekki sjálfan mig og væri því óhæfur til að elska aðra.

 

Afhverju var ég óhæfur? Jú vegna þess ég endurspegla sjálfan mig í samskiptum við aðra.

 

Það stendur í Orðskviðunum,27:19... eins og andlit horfir á andlit í vatni, svo er hjarta manns gagnvart öðrum.

 

Þetta vers þýðir það eins og ég er, þannig sé ég aðra. Ef ég elska mig ekkert þá get ég ekki elskað aðra. Ef ég treysti ekki öðrum þá er það vegna þess að ég treysti ekki sjálfum mér og það er eitt merkilegt með traustið.

Guð gaf mér bæn sem er svohljóðandi: Gefðu mér traust til að treysta sjálfum mér svo ég verði hæfur til að treysta öðrum.

 

Jesús sagði líka að við ættum að elska náungan eins og sjálf okkur: En hvernig eigum við að uppfylla það boðorð ef við kunnum ekki að elska okkur sjálf.

 

Sum okkar koma úr umhverfi þar sem ekki var mikið um hlýju og aðrir koma úr umhverfi þar sem þeir fengu að upplifa hlýju. Við erum oft misjafnlega brotin og þannig séð orðin bregluð á því að vita hvað raunveruleg ást er.

 

En hvað er þá til bragðs að taka ef við viljum breyta þessu og læra að þykja vænt um okkur sjálf til þess að vera hæf til að elska aðra.

 

Sálm.139:14Ég lofa þig fyrir það að ég er undursamlega skapaður,

undursamleg eru verk þín,

það veit ég næsta vel.

 

Það sem ég lærði var að þakka Guði föður fyrir að ég væri undursamleg sköpun hans. Og með því að þakka honum að þá förum við að meðtaka það hægt og rólega að við erum elskuð.

 

Guð vill ekki bara elska okkur hann vill vera okkur sem Faðir. Sum okkar hafa ekki fengið að finna raunverulega föðurást í lífi sínu, vegna þess að oft að þá voru feður okkar ekki til staðar.

 

Ýmynd mín af feðrum var ekki góð, pabbi minn sagði mér að fara í dna þegar ég frelsaðist, fyrri fóstur faðir minn reyndi að drepa mig þegar ég var 4 ára, læsti mig í skápum og gerði marga svívirðilega hluti og sá seinni braut mig mikið niður með orðum. Þannig að þið sjáið það að ýmynd mín af feðrum var ekki góð. En Guð Faðir talaði til mín í gegnum sálmana en ég man ekki allveg hvar það stendur nákvæmlega, en það er einhvern vegin þannig að okkar jarðnesku Feður eru bara með okkur að láni og að hann er okkar raunverulegi faðir. Ég fékk þessa opinberun fyrir mörgum árum að ég væri sonur en ég gerði alldrei neitt með hana, leyfði því ekki að vaxa eða þroskast.

 

Þannig að í mörg ár var ég sem munaðrlaus þegar ég gat verið sem sonur. Þjónusta mín og allt sem ég gerði mótaðist út frá þessari brengluðu ýmynd sem ég hafði á lífinu.

 

Þess vegna skiptir svo miklu máli að læra meðtaka það að Guð Faðir elskar okkar alltaf jafn mikið. Það er ekkert sem breytir því hvernig kærleikur hans er til okkar, hann er alltaf hin sami allveg óháð því hvort okkur hafi gengið vel eða ílla.

 

Það er einn punktur varðandi fyrirgefninuna. Guð Faðir er ástríkur og elskandi Faðir sem er fyrirgefandi og þráir að miskuna okkur þegar okkur verður á og vill að við komum með allt til hans svo við getum gengið í elsku hans.

 

En ég man þegar ég frelsaðist fyrst að þá tók það mig oft langan tíma að meðtaka það að mér væri fyrirgefið. Viðbrögð mín mótuðust rosa mikið út frá gamla líferninu og því hvernig feður mínir brugðust við þegar ég klikkaði.

 

Núna í dag veit ég að Guð vill fyrirgefa mér og hefur þegar fyrirgefið mér allt sem ég hef gert og á eftir að gera, eina sem ég þarf að gera er að játa fyrir honum að mér hafi orðið á og þá á ég fullvissu um að mér sé fyrirgefið og ég get meðtekið það.

 

Það að vera sáttur með lífið og vera hamingjusamur er ekki fólgið í hlutum heldur að hafa þá fullvissu að við erum elskuð börn Föðurins og ef við lifum í þakklæti fyrir Það að við erum hans elskuð börn að þá finnum við hina raunverulegu hamingju.

 

Það er ekkert sem getur komið í staðin fyrir kærleika Guðs til okkar.

 Og það sem við verðum að læra að meðtaka er að við erum elskuð. Ekki bara þegar okkur gengur vel heldur líka þegar við klikkum. Guð Faðir er ekki refsandi Guð sem bíður eftir því að við gerum mistök. Hann er ástríkur Faðir sem bíður þess með óþreyju að við komum til hans og leyfum honum að reysa okkur aftur við.

 

Við vitum það að þegar við klikkum að þá er það síðasta sem við þurfum að heyra hvað við vorum nú léleg að klikka svona, við vitum það best sjálf hvað við gerðum. Guð Faðir minnir okkur ekki á syndir okkar, um leið og við komum með þær til hans að þá afmáir hann þær og þær eru ekki framar til.

 

Guð Faðir elskar þig, hann fyrirgefur þér, hann réttlætir þig og gerir þig öfluga(n) í göngunni. Eina sem við þurfum að gera er að einblína á það að hann elskar okkur og þá verðum við hæf til að elska aðra, fyrirgefa öðrum og vera synir og dætur... Guð Faðir þráir að við förum að lýta á okkur eins og hann sér okkur.

 

Hann lýtur á okkur sem sín elskuðu börn, og þegar við hugsum neikvætt um sjálf okkur að þá hryggjum við Guð, því að við erum sköpum hans og þegar hann skapaði okkur að þá var hann ánægður.

 

Það sem ég er svona að reyna koma til skila að það er hægt að læknast af höfnun og frá líferni sem hefur farið ílla með okkur. Uppsprettan er alltaf Guð...  Kærleikurinn sem við fáum og meðtökum verður að koma frá honum, þegar við förum að treysta okkur sjálfum að þá verðum við hæf til að treysta öðrum og verðum örugg. Þegar við meðtökum að okkur sé fyrirgefið að þá verðum við hæf til að fyrirgefa öðrum..  þetta byrjar allt hjá Guði ....

 

Þið sem tengið við eitthvað af því sem ég sagði megið koma fram og fá fyrirbæn og þið sem viljið taka á móti Jesú og líka þið sem hafið þarfir eða þið sem viljið bara fá meira af Guði inn í ykkar líf...


Loksins búið að dæma í Byrgismálinu ...

Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi

mynd
MYND/GVA

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu.

Guðmundi var gefið að sök að hafa notfært sér andlega annmarka kvennanna til þess að hafa við þær samræði eða önnur kynferðismök meðan þær voru til meðferðar í Byrginu. Málið komst upp þegar fjallað var um málefni Byrgisins í fréttaskýringarþætttinum Kompási í desember 2006. Alls kærðu átta konur Guðmund í málinu en mál fjögurra þeirra voru látin niður falla.

Guðmundur neitaði sök í málinu en Byrgismálið er langumfangsmesta sakamál sem Héraðsdómur Suðurlands hefur fjallað um. Fram kom á Vísi í síðustu viku að kalla hefði þurft til aukadómritara til þess að aðstoða við að vélrita 18 klukkutíma af segulbandsupptökum sem til eru eftir skýrslutökur vitna fyrir dómi.

Auk kynferðisbrotaákærunnar sætir bókhald Byrgisins rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Ákveðið var að ráðast í hana eftir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjármál Byrgisins. Meðal þess sem fram kom í Kompási fyrr í vetur var að grafa þurfti upp bókhald Byrgisins upp úr bakgarði Guðmundar.

Guðmundur var dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað málsins, 3.886.758 krónur. Þá var hann dæmdur til þess að greiða málsvarnarlaun verjanda sína og réttargæslumanna fórnarlamba sinna.

Að lokum var hann dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum sex milljónir í miskabætur. Tvær fengur eina og hálfa milljón, ein fékk tvær milljónir og sú fjórða fékk eina milljón.


Sambandsslit

Sambandsslit er eitthvað sem margir hafa gengið í gegnum og misjafnlega hvernig fólk hefur tekist á við þau. En ég dáist af þeim sem geta endað í vináttu án þess að engin leiðindi komi upp. Það er eitthvað sem ég kann ekki.

Ég hef gert nokkrar tilraunir til þess en það hefur ekki tekist. Núna síðasta sunnudagskvöld eða um nóttina ef það kvöld þá slitnaði upp úr hjá mér og fyrrverandi og það hefur tekið svoldið á andlega og ég hef reynt að halda vinskap við hana. En hún vildi frekar slökkva á samskiptum í bili. En það var eitthvað sem ég reyndi að gera en náði ekki. En eflaust hefur allt sinn tíma. En maður er svo sveiflóttur þessa dagana en allt getur maður fyrir hjálp Krists sem gefur manni þann styrk sem maður þarf.

En ég hef ekki hugmynd afhverju ég set þetta á bloggið... en er einhver með góð ráð til að yfirstíga svona hluti, þetta er sárt og mínar gömlu aðferðir voru alltaf að flýja og sleppa því að takast á við hlutina, en það er eitthvað sem kemur ekki til greyna núna þannig að öll góð ráð eru vel þegin...


Komin aftur

Ég ætla að byrja blogga aftur hérna, það fara að renna inn færslur á næstu dögum...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband