Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

Lífssins Stormar

Stormar á mig geysa, 

Ég leita í frelsarans skjól.

Hann mér veitir huggun og ró,

Leysir mig úr öllum lífsins fjötrum.

 

Hvern á ég annan að ,

sem er eins og hann.

Ekki er það í mannlegum mætti,

að gefa slíkan styrk eins og hann veitir mér.

Eigi veit ég hvar ég væri án hans,

þegar allar lífsins stoðir,

í kringum mig hrinja.

Þá veitir hann mér fótfestu klettinum á.

 

Gefur mér kraft og styrk,

til að sigrast öllu á.

Veitir mér frelsi og gleði,

í öllum lífssin raunum.

 

Veitir mér þolgæði,

til að þreyja langhlaupið.

Hann segir í þolinmæði og trausti,

skal styrkur þinn vera.

 

Lífssins stormar geysa hátt,

ég fel mig í faðmi hans.

Fæ að hvíla honum hjá,

finna fyrir fullkominni elsku.

 

Hver er slíkur sem hann ?

Er veitt getur skjól ?

Þegar lífið liggur á ?

Enginn er sem hann.

 

Hann lyftir mér hátt,

umvefur mig gleði og náð.

Elskan sterkari enn allt,

fyllir líf mitt.

 

Í hans skjóli öruggur ég er,

fæ að finna frið.

Fæ að hvíla honum hjá,

á öllum lífssins stundum.

 

Hann hefur boðið mér ,

heimili himnum á.

Verður þá gleðistund,

er við hittumst þá.

Eilífðin bíður mín,

með fagnaðrstund.

Er birtist mér frelsarinn,

allar lífsins raunir,  

verða liðnar hjá.

 

Eilíf með gleði og ró,

ekkert vont til framar.

Einungis fögnuður

og lofgjörðar óp.

 

Sigvarður (Guðs gjöf) 


Þakkarsálmur

Hjarta mitt varnarlaust, litla snótin mín veik er.

Föðurhjartað kemst við, ákallar Hinn Heilaga um hjálp.

Margir knýja á, er mikið liggur á.

Faðirinn heyr mína bæn, lækna litlu snótina, að hún verði heil.

 

Þú heyrðir hróp mitt, og sást mína neyð.

Svaraðir mér, og læknaðir.

Nú hún heil er,

hvernig fæ ég þakkað þér?

 

Í Hjarta mínu, ég þakklátur er,

því þú hefur bjargað mér.

Á þig legg ég mitt traust,

og þú heyrir mína raust.

 

Snótin heil nú er,

ég vil fá að þakka þér.

Þú bænheyrðir mig

og ég elska þig, 

 

Sigvarður, 18 júní 2014 


Hver er ég


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband