Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Er Íslam hættulegt ?

Sú umræða sem hefur verið hvað heitust á Íslandi síðustu mánuði, er málefni múslima. Eftir að hafa sitið á námskeiði og hlustað á nokkra áhugaverða punkta. Að þá hefur það verið mér til mikllar umhugsunar.

Ég ætla mér alls ekki að gera lítið úr trú neins. Því okkur ver að virða val hvers annars. Það sem er mér umhugsunarvert hvað þetta varðar er Moskvan. Áður en ég tjái skoðun mín hvað það varðar, að þá langar mig að koma því á framfæri. Ég er ekki á móti einum né neinum. Elskum alla jafnt, er það sem ég hef ákveðið að temja mér og er ennþá að þroskast.

Ég hef ekkert á móti því að hafa múslima á Íslandi, og hræðist það ekki, ég hef ekkert heldur á móti því að þeir hafi sín bænahús og tilbiðji sinn Guð, sem er reyndar sami Guð og við hin kristnu trúum á, en birtingarmyndin ekki sú sama. Það sem veldur mér hins vegar áhyggjuefni, er hvaðan kæmi fjármagnið til að byggja moskvuna ? Því að heimildir eru fyrir þvi að margar moskvur eru fjármagnaðar af glæpamönnum eða öfgamönnum innan Íslam. Það sem ég persónulega myndi velta fyrir mér, gætu öfgahópar komið að baki fjármögnunni að Moskvunni eða ekki ? Það er allveg vert að spyrja sig , hvaðan kemur fjármagnið til að byggja.

Mér finnst það allt í lagi að hafa málefnalegar umnræður um Íslam . Fólk þarf ekki að vera sömu skoðunar eða sammála. En reynslan sínir, að með því að skapa umræður, fara fordómar.

Varðandi öfgahópa, að þá leynast þeir í öllum trúarhópum, og eru yfirleitt einstaklingar sem fremja voðaverk í nafni trúarinnar, og ættu í raun að flokkast sem glæpamenn.Slíka menn ætti ávallt að uppræta.

Staðreyndin er sú að Íslam, Gyðingtrú og Kristni á rætur sínar að rekja til Abrahams og sonum hans. Ísmael sem var sonur Hagar Ambáttar er forfaðir Múslima, og Ísak Gyðinga og Kristna. Rétt eins og það eru margar stefnur innan kristinar trúar, að þá eru það líka innan Gyðingdómsins og Íslam ... Kristin trú kemur út frá Júdaisma innan Gyðingdómsins.

En það er svo annað sem maður veltir fyrir sér, fyrst trúin er á sama Guð innan þessa þriggja trúarbragða, afhverju geta þá ekki allir lifað í sátt og samlyndi? Deilur Gyðinga og Araba má rekja niður til Ísmaels og ísaks. Þar er talað að hönd þeirra myndi vera upp á móti hvorum öðrum alla tíð. Þannig að lifa í þeim draumórum að það muni koma friður þarna á milli, er ágætis fantasía, because it want happent .. sorry folks ..

Trú sem slík er ekki hættulegt umhverfinu eða samfélaginu. Heldur það sem menn gera í nafni trúarinnar. Trú sem er notuð í þvi skyni að stjórna öðru fólki er hættulegt. Allveg sama hvort sem það á við Kristna trú eða Íslam.

Múhamed vildi meina að það ættu ekki að vera neinir milligönguliðir í samfélaginu við Guð. Sem er allveg rétt, því að eftir Golgata, getur hver sem er, komið til Krists og eignast samfélag við hann og orðið Guðs barn.

Það er margt meira sem mig langar að rita um þetta málefni, enn líkt í þessu og öðru verður maður að gæta hófs í því, hversu mikið maður skrifar um slík málefni.

Það sem mig langar að koma á framfæri er, Við sem flokkum okkur sem kristin, eigum ekki að vera hrædd við önnur trúarbrögð eða system. Hins mætti segja skírar reglur í íslenskt samfélag, sem myndi hindra alla öfga sem skaðlegir eru manninum sjálfum ...

Ég ætlast alls ekki til þess að þú ágæti lesandi sért mér sammála, og ég virði þínar skoðanir sama hverjar þær eru. En ég held samt fast í það,hendum óttanum út um gluggan og sköpum sjálfum okkur og landinu gott umhverfi sem er öllum til sóma ...


Ílskan kemur í formi kærleikans

Ílskan kemur í formi kærleikans, er svoldið sem er umhugunarvert. Óvinurinn er lúmskur og veit að það þýðir ekki að koma með blekkingar í formi ílsku. Við þurfum bara að líta hvernig tíðarandinn er orðinn í dag. Allt samþykkt í nafni kærleikans. En orðið kærleikur þýðir að gefa það besta , þar sem þörfin er mest samkvæmt Jóh,3:16.

Umburðarlyndi og kærleika er oft ruglað saman, og oft á tíðum eitthvað sem fólk hvorki skilur né vill skilja. Hvernig var það með peace merkið, öfugur brotinn kross í hring, semsagt djöflakross hulin í merki friðarins. Orðið friður þýðir að finna fyrir öryggi í nærveru Guðs, og það verður alldrei friður í heiminum nema friður Guðs sem er æðri öllum skilningi fái að vera til staðar.

Það sem er mikið notað á Íslandi í dag, ef þú vilt benda á það sem er rangt í augum Guðs og tekur afstöðu með orði Hans, er orðið fordómar. Tíðarandinn virkar þannig, að fólki er þvingað í að verða sömu skoðunar og samþykja allt í nafni kærleikans.

Mér er allveg sama þótt fólk kalli mig fordómafullan. Ég trúi þvi að það sem Guð segir, að það er það sem er rétt. Það er engin málamiðlun. Sem kristnir einstaklingar, eigum við að vera sammála Skapara okkar og orði Hans. Það er jú það sem á sér stað þegar við tökum niðurdýfingarskírn. Við verðum eitt með honum, hans lög verða að okkar lögum, hans orð verða að okkar orðum. Við keppumst eftir þvi að líkjast Kristi. Enn menn virðast eitthvað hafa vilst oft á tíðum í þessu.

Sérstaklega þegar það kemur að vissum umræðuefnum sem geta kindað undir fólki. Sumir kristnir verða hræddir og villast á þann veg að fara þóknast mönnum í stað Guðs. Hvernig ætla ég að svara því þegar það kemur að efsta degi, ef ég fótum tróð Guðs orð til að þóknast mönnum.

Það fylgir þvi að ganga með frelsaranum að þurfa þola smán. Hræðist ekki þá sem holdið geta deitt, heldur þann sem megnar að tortíma sálu yðar í helvíti. Menn geta ráðist á mig með orðum eða einhverju öðru vegna trúar minnar, gætu jafnvel pintað mig til dauða. En það bara líkami minn, ekki hinn raunverulegi ég. Ég er andi, bý í líkama og er með sál.

Hvað með það þótt fólk hreiti í mann allskyns ógeðis orðum vegna trúarinnar? Við hvað eru hinir Kristnu hræddir ? Sá er meiri sem er í yður en sá sem er í heiminum.

Þeir sem telja sig vera kristnir, eru aðeins kristnir af þvi leyti sem Kristur stjórnar lífi þeirra. Þetta er eins og ég verð ekki kristinn á því að mæta í kirkju, ég verð ekki knattspyrnumaður með því að mæta á æfingar. Ég þarf að taka þátt í æfingunni eins og aðrir. Þannig er því farið líka með trúnna, ég verð ekki trúaður nema stunda trúnna.

Er ég öfga kristinn eða trúaður í augum margra? Það má vel vera, en ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið um Jesú Krist. Ég sem var vonlaus, með engan lífsvilja, fjötraður í allskyns rangsleitna hluti er orðin frjáls, vegna þess að ég tók á móti Kristi inn í líf mitt. Á ég að skammast mín fyrir að trúa ? Nei fjarri því, ég er stoltur af þvi að vera Guðsbarn og tilheyra Kristi.

Ef við snúum okkur aftur að ílskunni að lauma sér í form kærleikans. Þá er margt sem er svo brenglað í dag. Er ég að dæma aðra ? Nei alls ekki. Er ég eitthvað betri enn aðrir, nei fjarri þvi. Eina sem ég get hrósað mér af er að ég hef verið náðaður af frelsaranum sjálfum. Ég get ekki hrósað mér eða treyst á mitt eigið ágæti, ég get einungis treyst á Náð Guðs. Það sem Jesús gerði fyrir mig á Golgata nægir mér. Allt sem ég þarf er Jesús.

En við sem kristnir einstaklingar þurfum svoldið að hysja upp um okkur buxurnar og taka afstöðu með Guði. Afsakið orðbragðið, en því miður að þá eru alltof margir kjúklinga kristnir, eða aumingjar. Því að þegar það reynir á verða þeir hræddir. Hvernig má svo vera að menn alls staðar í heiminum eru drepnir fyrir það eitt að trúa ? En svo eru ræflar sem reyna að fara í málamiðlanir því að þeir eru hræddir við mótstöðu.

Ætli þetta passi ekki svoldið við dæmisögu Jesú um sáðkornin ? Sumt fellur í grýtta jörð, sumt kafnar í þyrnum ... en sum bera mikin ávöxt ...

Að vera kristinn snýst ekki um að reyna vera betri enn aðrir, það snýst ekki heldur um okkar eigin ágæti. Ég get ekki unnið mér neitt inn, ég hef hlotið allt af náð. Náð Guðs nægir mér. Að vera kristinn snýst ekki um að dæma aðra. En það snýst heldur ekki um að samþykja allt. Það snýst um að þora taka afstöðu með frelsaranum.

Er hægt að finna á mig margvísleg mistök ? já því miður hef ég gert margvísleg mistök. Þýðir það að ég sé hræsnari ? Nei fjarri því. Það sýnir að ég er mannlegur, með mannlegar hvatir og get ekki treyst á sjálfan mig. Náðin er stærri og meiri en okkar eigin mistök. En samt ekki leyfismiði eða samþyki fyrir þvi sem rangt er.. Heldur þegar þér verður á, veistu að þér er fyrirgefið ...

Enn umfram allt, kærleikurinn lýgur ekki að fólki, hann segir þeim sannleikann. Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband