Bloggfærslur mánaðarins, maí 2015

Launið ekki íllt með íllu.

Orð frelsarans: Launið ekki íllt með íllu, heldur þvert á móti blessið, og síðan orð Páls Postula, heldur eigið þér að líða órétt en að eiga í málaferlum við hvert annað.

Ef ég hugleiði þetta tvennt saman, að þá finnst mér það vera nokkuð skýrt. Að stundum lendum við í aðstæðum, þar sem við erum beitt órétti. Stundum þarf að sitja á sér, og það þarf að gæta þess að gera ekkert heimskulegt, sem við svo sjáum eftir seinna.

Að gera öðrum gott, þegar þeir koma ílla fram við mann, er alls ekki auðvelt. Enn ef við skoðum það sem Páll segir, að þá bendir hann skýrt á, ef fólk brýtur á þér, ekki leggjast á sama plan á það fólk og gera það sama við það.

Ég tek þessum orðum þeirra, alls ekki eins og ég eigi að láta valta yfir mig. Heldur sé einungis verið að kenna okkur, að bregðast öðruvísi við en allmenningur gerir.

Þegar Jesús var uppi, að þá kom hann allgjörlega með nýja hugmyndafræði, sem umbylti öllu, og var rótæk. Frelsarinn var ekki hræddur við að vera öðruvísi og bregðast við á annan hátt en við erum vön.

Ef einhver kallar mig hálfvita, og ég kalla hann þá hálfvita til baka. Er ég þá ekki að launa íllt með íllu ? Væri mér ekki nær að leyfa orðum þessa einstaklings að fá enga athyggli ?

Orðskviðirnir segja: Eins og andlit horfir við andlit í vatni, svo er og hjarta manns gagnvart öðrum. Með öðrum orðum: Eins og þú ert, þannig sérð þú aðra. Þegar ég tala við aðra og um aðra. Að þá er ég að lýsa sjálfum mér. Ef ég kalla einhvern hálfvita, að þá hefur það ekkert með þann aðila að gera, heldur sjálfan mig. Þá er ég í rauninni að lýsa ástandinu á sjálfum mér, á því augnabliki. Ég gæti verið særður, fúll eða reiður.

Þess vegna er svo gott að heyra þau orð: Látið ekki sólina setjast yfir reiði ykkar. Það er ekki verið að tala um að þú megir ekki reiðast, heldur er verið að tala um að ekki láta reiðina ná það miklum tökum á þér, að hún stjórni þér. Stundum þarf maður bara að blása í másinn, og fara afsíðis og berja í púða, eða fá sér góðan göngutúr, og friða hugan og beina athygglinni eitthvert annað, en að því sem ergir mann.

Þess leið sem okkur er bent á að fara, er alls ekki sú auðveldasta, en þegar lengra er til litið, að þá er þetta sú farsælasta fyrir okkur.

Eru ekki meiri líkur ef einhver kemur ílla fram við okkur, að við bregðumst við í kærleik, að við slökkvum á þeim eldi sem er kastað að okkur ?

Við mennirnir getum verið stór furðuleg fyrirbæri, og það þarf ekki oft mikið til að hleypa öllu í háaloft. Oftast bara einhvern lítin misskilning, eða vera ósammála skoðunum einhvers.

Lífið er áskorun, og mér þykir það vert að hafa þessi orð til umhugsunar, að bregðast við í kærleika, þegar aðrir koma rangt fram. 

Að lokum: Allt get ég gert, fyrir hjálp Krists, sem gefur mér allan þann styrk sem ég þarf.


Tvær stuttar hugleiðingar.

1.

Fyrsta hugleiðingin er vöxtur í trúnni. Þegar barn er nýfætt, þá vita allir að það þýðir ekkert að henda nautasteik á disk með meðlæti og segja barninu að borða. Nýfætt barn getur aðeins drukkið mjólk, og hún er allt sem það þarf. Sama má segja þegar Páll talar um að sumir þoli einungis mjólk en ekki fasta fæðu. Einstaklingur sem er nýkominn til trúar, er eins og nýfætt barn. Það þarf að hlúa að honum/henni, kenna, taka utan um, elska, reysa við og vera til staðar. Það er ekki réttlátt að gera sömu kröfur til einstaklings sem hefur gengið vegin með Guði til margra ára, og þess sem nýkominn er til trúar. Þannig að ég trúi því að þau sem eru ný í trúnni, þurfi mest á því að halda að vera elskuð og fá að finna að þau eru dýrmæt Guðsbörn.

2.

Önnur hugleiðingin kom þegar ég var að ganga með þungan ruslapoka á eftir mér. Fyrst var pokinn tómur og svo þyngist meir og meir það sem ég bar á eftir mér. Sama má segja með ófyrirgefningu, hatur, gremju, reiði, lýgi, særindi og allt það sem getur ýþyngt okkur. Ef við lítum á þessa hluti sem rusl, að þá vitum við það að það þarf að tæma ruslið reglulega. Sama má segja með þegar einhverjir særa okkur oflr ... að þá er það alltaf okkar valkostur að fyrirgefa svo við sjálf getum verið frjáls. Fyrirgefning er ekki sama og samþyki fyrir því sem er gert á okkar hlut eða við á hlut annara. Fyrirgefningin er svo við sjálf getum verið frjáls, og þurfum ekki að bera þungar byrðar. Jesús sagði komið þið öll sem erfiði hafið og þungar byrðar og ég mun veita ykkur hvíld. Takið á ykkur mitt ok lærið af mér. Hvað er það sem Jesús bendir okkur á að læra af sér ? Ef við setjum það í samhengi við versið í heild sinni, að þá sjáum við að við eigum að fyrirgefa og elska aðra. Það er það sem veitir okkur raunverulegt frelsi og ýþyngir okkur ekki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband