Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Til Föðurins

Meðan ég enn var í móðurkviði elskaðir þú mig.

Þú hafði fullmótaða áætlun með líf mitt.

Jafnvel þótt ég þekkti þig ekki, elskaðir þú mig.

Þegar líf mitt hófst, vaktir þú yfir mér,

og gættir mín á vegum mínum.

 

Þú verndaðir mig og hélst mér til haga.

Þegar ílla gekk voru tár þín í regninu.

Þú leiddir fólk í kringum mig til að leiða mig til þín.

Þú hefur alltaf elskað mig án skilyrða.

 

Þegar sá tími kom að þú kallaðir mig til þín,

beiðstu með opin faðm þinn.

Jafnvel þótt líf mitt hafi verði í rúst.

Þú tókst mig að þér.

Byrjaðir að kenna mér lífsins vegu.

 

Kenndir mér að taka leiðsögn.

Gafst mér lífsviljan aftur.

Kenndir mér að gera það sem rétt er í þínum augum.

 

Jafnvel þótt ég hafi ótal sinnum hrasað, 

reysir þú mig ávallt við.

Gerir mig stöðugan í gangi.

Hvern dag gefurðu mér nýtt tækifæri til að gera það sem rétt er.

 

Jafnvel þótt aðrir hafi á stundum snúið við mér bakinu,

hefur þú alltaf elskað mig og staðið mér við hlið.

Þegar tímar koma sem ég upplifi mig einan,

umvefur þú mig kærleika þínum og leyfir mér að finna, 

að ég er ekki einn, þú sendir þinn Heilaga Anda til mín.

 

Kærleikur þinn til mín og nærvera þín ,

umbreytir mér innan frá og út.

Ég er ekki samur og ég var,

ég er elskaður, ég er dýrmætur og skipti þig máli.

Þú hefur gert mig að nýjum manni.

 

Þegar ég upplifði mig einskis virði,

leyfðir þú mér að finna að þú elskar mig.

Þegar tími kom að ég gat ekki kallað neinn jarðneskan föður,

föður minn.

Að þá varst þú faðir minn.

 

Þú ert Faðir allra Feðra.

Engin getur elskað eins og þú.

Ég elska þig og heiðra þig,

þinn elskaðir sonur Sigvarður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hugleiðing um tónlist og áhrif hennar

Undanfarið hef ég verið að skoða aðeins hvernig tónlistarstefnan og boðskapurinn hefur breyst í gegnum árin. Þá á ég við, hver er rythmin í tónlistinni, hver er boðskapurinn og hvað er það sem er verið að leggja áherslu á bæði þá í þvi sem er sungið og boðað í kirkjum Krists.

Það er sem er merkilegt er þegar það kemur að gospel tónlist er fjölhæfnin. Fyrir þau sem ekki vita og ef einhver veit betur, þá endilega leiðrétta mig svo ég fari með rétt mál. Gospeli er skiptt í tvennt, það er að segja Traditional Gospel, sem er orginal gospelið. Síðan er contempoary Gospel sem hefur að geyma allar tónlistarstefnur. Þá á ég við að þú getur hlustað á tónlist sem heiðrar Skaparann allt frá Jazz og óperu upp í harðasta rokk.

Þegar ég var yngri, hafði ég gaman af þungarokki, þó ekki þyngra en hljómsveitir eins og Metallica og Guns N Roses. Síðan þegar ég eignast trú eru vinsælustu kristilegu Þungarokksböndin , Bloodgood og Stryper plús nokkrar aðrar. Ég hreyfst sérstaklega af boðskap Bloodgood því þeir koma með fagnaðarerindið beint í æð, og textarnir þeirra tala mikið til mín og hafa gert í gegnum árin. En á þessum tíma var ekki mikið umburðarlyndi hjá þeim eldri gagnvart tónlistarsmekk unga fólksins. Og var þungarokk gjarnan kallað djöflarokk eða tónlist djöfulsins. Enn það sem þau kannski áttuðu sig ekki á, var að Guð á alla tónlist.

Hins vegar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að andstæðingur okkar kristina manna, er afskaplega lýgin og mikill þjófur, og innblæs allskonar óþvera í huga þeirra sem rita texta, það er að segja að hann gefur þeim innblástur.

Tónlist skiptir meira máli enn við gerum okkur grein fyrir. Og það veit óvinurinn. Stundum erum orð á öðrum tungumálum sett inn í lög sem fólk fær á heilan, án þess að gera sér grein fyrir því hvað það er að syngja. Tökum lagið Umbrella sem Rihanna syngur, í viðlaginu koma fyrir orð sem þýða á skilltu máli, Guð er ekki til, það er ekki bara verið að gera lítið úr Guði okkar kristina manna, heldur einnig múslima.

Markmið óvinarins er að afvegaleiða fólk svo það komist ekki til þekkingar á Guði. Jafnvel er tónlist notuð til að heilaþvo fólk, þá á ég við svokallað mind control ...

Tónlist hefur alltaf ákveðin boðskap, jafnvel er laumað inn óþvera í barnalög. Til dæmis Spice Girls að syngja afskaplega fallega melódíu með börnin í fanginu. En hvert var innihaldið í laginu, gerið það sem þið viljið og óhlýðnist foreldrum ykkar. Allskonar boðskapur er settur í felubúning til að afvegaleiða fólk.

Ég veit ekki með þig sem lest þetta, en tónlist hefur áhrif á mig, ég er áhrifagjarn, og þarf að gæta að því sem ég vel að hlusta á. Því líðan mín getur stundum mótast af því hvað ég er að hlusta á. Sumir segja þetta er bara tónlist og hún hefur engin áhrif á mig. En staldraðu aðeins við. Róleg tónlist er notuð til að slaka á, hress tónlist er notuð til að peppa sig upp. Er það þá ekki sönnun þess að tónlist hefur áhrif á okkur ? 

Mér var kennt þegar ég var yngri að hjartað slær í takt við tónlistina. Það gefur augaleið, að ég sett ekki hressa músík fyrir svefn, ég hlusta frekar á rólega tónlist til að slaka á. Þá kemur að þessu, ég hef prufað að sannreyna þetta með hjartsláttinn, það er alltaf ákveðin  rythmi í tónlistinni sem hjartað slær í takt við. Sama má segja þegar maður fer á samkomu og klappar með í takt, að þá er alltaf hægt að fylgja ákveðnum rythma í trommunum.

Þegar hress tónlist er spiluð, að þá hefur það áhrif á líkamann, hann fer allur á ið og fer að hreyfa sig í takt við tónlistina. Þýðir það ekki líka að tónlist hefur áhrif á okkur ?

Tónlist er líka oft tengt minningum um ákveðna atburði, staði og fólk. Ef ég heyri tildæmis lagið praise you in the storm að þá minnir það lag mig á ákveðin vin minn sem fallin er frá. Vegna þess að þetta var uppáhaldslagið hans, og talaði sterkt inn í líf mitt á þeim tíma sem ég gekk í gegnum þá sorg að hafa misst einn besta vin minn.

Sum tónlist jafnvel getur verið áhrifagjarnari en við gerum okkur grein fyrir , ef það er til dæmis fólk sem hefur verið í vímuefnum og hlustaði mikið á ákveðnar tónlistartefnur eins og dans tónlist, að þá skiptir engu máli hvert innihaldið er í textanum, þvi tónlistarstefnan vekur upp ákveðnar minningar. 

Sumir bíða með að hlusta á svona, og á suma virðist þetta ekki hafa nein áhrif. Sumir geta hlustað á hvað sem er , og aðrir ekki. 

Fyrir mörgum árum var það í tísku þegar fólk frelsaðist að kveikja í gamla lagasafninu sínu, það er að segja plötum og geisladiskum, jafnvel bókum líka.

Það er í rauninni ekkert rétt eða rangt hvað þetta varðar, því ef þig langar að geyma gömlu tónlistina þína til betri tíma. Þá er ekkert að þvi að geyma hana. Tónlistinn sem ég hlustaði á vakti upp í mér reiði og uppreisn. Þannig að ég valdi það að leggja þessa tónlist til hliðar og bað Guð um að gefa mér nýjan tónlistarsmekk, sem hann og gerði, nú í dag á ég langt yfir 70 þús kristileg í tölvunni minni. Mér finnst rosa gaman að hlusta á nýja tónlist og ugggvöta nýja söngvara og hljómsveitir.En það er þar ekki með sagt að aðrir þurfi að gera það líka. Þetta er einungis það sem ég hef valið mér að gera, líklega vegna þess elements sem er í mér sem þolir ekki stöðnun og vill alltaf halda áfram að vaxa og dafna.

Ég get ekki hlustað á sama lagið aftur og aftur á repeat, en það geta það eflaust margir, ég fæ bara leið á laginu, frekar vil ég hafa fjölbreytni og njóta tónlistarinnar sem Guð hefur gefið okkur til að njóta og lofa hann og heiðra. Það má vera að ég sé svoldið sérvitur, en ég hlusta mikið á textana í lögum. Ef ég heyri lag í útvarpinu með flotta melódíu og textinn er í andstöðu við það sem Orðið kennir okkur, að þá vil ég ekki hlusta á það. 

Það þýðir ekki að ég sé ekki frjáls. Ég er frjáls fyrir því hvað aðrir velja að hlusta á, ef ég er í vinnunni og útvarpið er sett á, að þá umber ég það. En ég vel hins vegar ekki sjálfur að hlusta á hvað sem er .. 

ÞAnnig að lokum, smekkur manna er misjafn en verum samt vakandi yfir því hvað við erum að syngja. Til dæmis eitt lúmskasta lag sem hægt er að hlusta á og rugla fólk í ríminu, er lag eftir fyrrum Bítilinn Georg Harrison, Viðlagið er Hallelújah Hari Krisna. Við vitum ´það að Hallelujah er samansett úr 2 orðum Hallelú sem þýðir lofið, og Jah sem er stytting á Jahve og þýðir Drottinn. Þetta viðlag grípur fólk, en ef ég mann rétt að þá er Hari Krisna íllur andi uppreisnar og tortímingar ... Þannig að syngja þetta lag er svoldið twisted ef það má setja smá ensku slettu með. Fyrir parturinn heiðrar Guð, en seinni parturinn ákallar íllan anda. 

Mér er svo sem slétt sama að einhver hugsi að ég sé öfgakenndur eða ruglaður, en ég sem Guðsbarn ætti að leitast eftir því að Heiðra Föðurinn og halda mér fjarri því sem vanvirðir hann og sköpun hans. En Jesús sagði: Þú getur ekki þjónað tveimur herrum.

Vöndum valið vel á tónlistinni sem við hlustum á, elskum alla , dæmum engan , God bless :)


Ljóð

Þú telur þig hafa öll spilin í hendi þér,

meiðir mig og meiðir.

En veist ekki afhverju ekkert er þér í hag.

Sagt er að þú uppskerð eins og þú sáir,

uppskera þín verður rífleg af því sem þú hefur sáð.

Þá skiptir engu hvaða spil þú telur þig hafa.

 

Þú kannt að hafa meitt mig, 

gert mig reiðan,

logið að mér og um mig.

svikið mig og reynt að meiða mig á allan hátt.

 

Sá sem allt vald hefur , er með mig í hendi sér.

Verndar mig og umvefur kærleika sínum.

Ekkert sem þú gerir lengur fær snert mig.

Því að Drottinn er skjöldur minn og vígi.

 

Án hans er lífið einskis virði.

Enn núna hef ég tilgang og er ekki einn.

Allur himins her stendur á bakvið mig.

Hvað ætti ég að óttast þá ?

Ekki neitt.


Förum gætilega í að dæma predikara sem falska predikara.

Eitt sem hefur verið í huga mínum eru samsæriskenningar á youtube um falspredikara. Ef maður slær inn False Preacher að þá eru nokkur nöfn sem koma oftar upp enn önnur. Þá sérstaklega Joel Osteen og Creflo Dollar. Margir slá þvi fram að Joel Osteen sé refsivöndur Guðs á þá sem vilja bara eitt, meiri peninga. Margir slá þvi fram að hann sé frímúrari, markaðsráðgjafi, fégráðugur, djöfladýrkandi oflr. Efst er mér í huga orð Páls Postula, vér erum álitnir afvegaleiðendur.

Hafa skal það sérstaklega í huga, að fara þarf gætilega í allar svona staðhæfingar. Það má vera að Joel Osteen sé ekki allur þar sem hann er séður. Það sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum eru sum orð sem hann og kona hans hafa látið út úr sér. Eitt sinn var hann spurður í sjónvarpsviðtali: Er Jesús eina leiðin inn í himininn ? svar hans var þetta: Það er í höndum Guðs. Í stað þess að spyrja hvað hann ætti við með þessu, að þá ákvað fólk fyrirfram að hann væri gunga og fals predikari. En ef við stöldrum aðeins við og víkkum aðeins út sjóndeildarhringin. Að þá getum við spurt okkur, í hvaða samhengi sló hann þessu fram ? Því að eiga allir sem hafa alldrei fengið að heyra um Krist að fara beint til heljar ? Því trúi ég persónulega og prívat ekki. 

Ég trúi því persónulega, að fólk sem alldrei fær að heyra fagnaðarerindið áður en það yfirgefur lífið á jörðinni, verði dæmt út frá lögmálinu, hvernig það lifði lífi sínu, og hvort það var leitandi Guðs.

Þannig að ef við setjum þetta í samræmi við orð Joel Osteens, að þá er þetta ekkert fals sem hann var að segja, ef það var í þessu samhengi.

Annað sem kona hans lét út úr sér er: Við lofum Guðs sjálfs okkar vegna. Það er alltaf auðvelt að taka orð úr samhengi og mistúlka þau á þann hátt sem okkur hentar. Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála henni þarna. því ég lofa Guð fyrir það hver hann er og hvað hann hefur gert fyrir mig. Þannig að hluta til veiti ég honum lofgjörð af þakklæti fyrir hvað hann hefur gert fyrir mig. En ég lofa hann fyrst og fremst fyrir það hver hann er, og að hann er verðugur.

Margir predikarar hafa sagt eitthvað sem er ekki rétt. Þýðir það að þeir eru fals predikarar, frímúrarar, djöfladýrkendur oflr ? Fjarri fer því, það þýðir að þeir eru mannlegir allveg eins og ég og þú. Sama má segja með Creflo Dollar, mál kom upp hjá honum sem hefur valdið miklu fjaðrafoki vestanhafs, er að hann keypti einakaþotu fyrir nokkra milljarða.

Vissulega verður öllum á, og fara út af sporinu. En það er ekki þar með sagt að þetta séu falsarar.

Það er þrennt sem mér var kennt að varast í Guðsríkinu, Peningar, Völd og Kvenfólk. Þetta þrennt gæti afvegaleitt mitt, þannig að ég gæti vilst frá sannleikanum.Við eigum óvin og því miður tekst honum að afvegaleiða allt of marga þjóna Guðs og blekkja þá.

Ritningin varar við því að sumir reyna að nota Guðsríkið sem féþúfu, eða nútímalegra máli, reyna að hagnast á Guðsríkinu. Það er vissulega rétt að margir eru fégráðugir. Ritningin segir enn fremur: Fégirndin er rót alls þess sem íllt er.

Við föllum öll á einhvern hátt, ef ekki í verki, þá hugsunum og orðum. Það sem mér finnst gott að gera, er að skoða ávextina af þjónustu predikara. Jesús sagði: af ávöxtunum þekkist tréð.

Í stað þess að dæma aðra, væri okkur þá ekki nær að biðja fyrir þeim ? Staðreyndin er sú að dómur Guðs hefur byrjað yfir húsi hans, og menn fá ekki að komast upp með neitt kjaftæði. Mér eru minnisstæðir 2 predikarar sem töluðu ílla um aðra í ræðum sínum. Báðir eru þeir búnir að verða opinberaðir fyrir hluti sem voru því miður fallegir. Predikari í Bandaríkjunum talaði mikið gegn samkynhneigð, og upp úr krafsinu kom svo að hann var sjálfur hommi og svaf með öðrum karlmanni.

Eitt get ég þó verið viss um, að hlusta alls ekki á ræðumenn sem lítilsvirða aðra, eða tala ílla um annað fólk. Málið er að ekki hafa allir ræðumenn sömu gjöfina.

Það er eitt sem þarf að gera sér grein fyrir, þegar það kemur að Joel Osteen, hann er uppörvari. Hann hvetur fólk áfram, og bendir mikið á hvernig breyta skuli hugarfari sínu, í hinum ýmsu aðstæðum. Þó svo að hann hafi sagt eitthvað sem er því miður rétt, að þá gerir það hann ekki að afvegaleiðanda, heldur mannlegan eins og þig og mig.

Það er ávallt okkar val að hlusta og horfa á það sem við viljum. Raunverulegt frelsi Krists felst líka í því að gefa fólki frjálst val um að velja það sem það vill. Við getum alltaf sagt hvað okkur finnst, en við höfum ekki leyfi til að dæma aðra.

Guð sér sjálfur um þann part þegar að því kemur, en við þurfum fyrst og fremst að gæta að sjálfum okkur, að villast ekki af leið og vera tilbúin að leiðrétta þau sem fara út af sporinu í kærleika, en ekki á dómharðan hátt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband