Þakklæti

Ég hef tekið eftir því hvað það skiptir miklu máli að vera þakklátur. Síðustu 2 mánuði hef ég reynt á hverjum degi að finna að minnsta kosti 5 atriði á kvöldin til að vera þakklátur fyrir. Ég finn það að ég er glaðari og hugsunarhátturinn er mun jákvæðari. Mér gengur eiginlega betur í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.

Ég heyrði eitthvern tíman sögu um 2 engla. Annar þeirra fékk eitt og eitt bréf, en hinn hafði rétt svo undan að taka við öllum bréfunum. Sá sem hafði lítið að gera spurði hinn, afhverju er svona mikið að gera hjá þér ? Ég er að taka við bænarefnunum. En afhverju er svona rólegt hjá þér ? Ég er að taka við þakkarefnunum sagði hann.

Einnig er sagt frá því í guðspjöllunum þegar Jesús læknar 10 menn, enn bara einn af þeim snéri til baka til að sýna Guði þakklæti.

Það er kannski eigingirnin í okkur sem vill taka og taka eða fá og fá. En gleymir að gefa til baka.Það sýnir okkur kannski hvað eigingirnin er óþörf í lífum okkar, og best að losa sig við hana beint í ruslakörfuna.

Mér var einhvern tíman sagt að til að þroskast andlega, að þá þarf maður að gefa af því sem manni er gefið. Sama má segja með 12 spora kerfið. Til þess að viðhalda batanum, að þá þarf að gefa áfram af því sem okkur hefur verið gefið. Annars staðnar maður og ekkert flæði er í lífi manns. Það má líkja því við fólk sem borðar og borðar, en fer ekkert á klósettið. Það endar með því að maginn á þeim springur, og verður óstarfhæfur.

Þakklæti kennir manni að vera í sátt við það sem maður hefur. Það kennir manni að taka ekki öllu sem sjálfssögðum hlut. Það er ekki sjálfgefið að hafa það sem við höfum, fæði, klæði, húsnæði og svo mætti lengi telja.Það er til fullt af fólki sem á varla fyrir mat, og mikið af fólki sem lifir við hungursneyð. Samt þykir okkur eðlilegt að leyfa mat, eða taka meira á diskinn okkar en við þurfum. En kannski ætti nægjusemi líka að eiga meira pláss í lífum okkar samhliða þakklætinu.

Það er því áskorun mín til þín sem lest þetta, að finna nokkra hluti á dag til að vera þakklát/ur fyrir :)


Bloggfærslur 5. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband