Misheppnuð stefnumót - sönn frásaga- falspersónur á netinu

Eins yndisleg og stefnumót geta verið, að þá hafa þau líka sínar spaugilegu hliðar.Árið 2003 var ég tiltölulega ný skilinn og farin að skoða aðeins í kringum mig. Ég komst í kynni á þeim tíma við síður á borð við einkamál og private.is . Á private síðunni var svona fréttaveita, ekkert ósvipuð og er á Facebook. Nema þar gastu sett inn auglýsingu til að láta vita af þér og ná einhverjum árangri í því sem þú varst að gera, hvort sem þð var spjall eða eitthvað annað. Nema ég eins og ég var, fékk þá snilldar hugmynd að mér fannst, að setja inn auglýsingu og spyrja hvort einhver sé ekki til í tuskið. Ein sendir mér strax skilaboð og gefur mér upp nr sitt. Ég hringdi voða spenntur í þess dömu. NEma þegar hún byrjar að tala, gaf raddblærinn  til kynna að ekki væri allt með felldu. Ég sendi henni svo skilaboð og segist vera hættur við. Ekki líður á löngu þar til daman fer að hringja á nóttinni og hóta að drepa sig, ef ég myndi ekki vilja hana. Svona gekk þetta, og ekki virtist það skipta neinu máli að ég skipti um símanr, einhvernvegin komst hún að því nr líka. 

Ég ræddi þetta við vinnufélaga mína, og einn af þeim sem var til í allt, sagðist ætla að bjarga málunum og afgreiða dömuna. Þau mæla sér svo mót. Einn daginn kemur hann svo drukkinn í vinnuna og ósofinn og segir við mig , þú ert djöfullinn. Ég spyr hann hvað hann á við, að þá hafði hann farið og hitt dömuna, og þótt hún svona ófríð, að hann gat ekki fengið blóðið til að renna í miðfótinn. Daman var alls ekki sátt við hann, og tók svo hníf og hótaði að skera sig á háls, ef hann myndi ekki vilja hana.

 

 

Annað svona dæmi er þegar ég fékk þá hugmynd að prufa blind date. Þá vildi það svo til að ég rakst á skrif frá einni sem var að úthúða karlmönnum. Ég hugsaði með sjálfum mér, hún hefur ekki hitt allvöru karlmann. Ég segi þá við hana, ég skal fara með þér á deit ef þú ert falleg. Hún lýsir sér sem allgjöri prinsessu, og við mælum okkur mót á kaffi vín sem er í kjallaranum hliðina á Landsbankanum á Laugarveginum. Ég var komin tiltölulega snemma og orðinn spenntur að sjá þessa dívu. Ég sé þarna nokkra gamla kunningja og segi þeim frá því að ég sé að fara á blind date með svaka skutlu. Síðan kemur daman, og hún var bara alls ekkert eins og hún hafði lýst sér. Ég leit í kringum mig og sá að strákarnir glottu gletnislega. Ég byrjaði að kófsvitna og var orðin svo örvæntingarfullur, að ég var tilbúin að gera hvað sem er, til að komast í burtu. Ég sendi svo vini mínum sms og bið hann að koma og sækja mig. Þetta var sos sms ... Hann hringir svo þegar hann er kominn. Ég lýt svo á wanabe dívuna, og segi lýg að henni, heyrðu vinur minn var að enda á gjörgæslu, ég verð að drífa mig. Ég sendi henni síðan skilaboð og segi að það verði ekkert meira úr þessu, því hún væri alls ekki það sem hún hafði gefið sig út fyrir að vera. Ég fæ síðan hverja svívirðinguna yfir mig á fætur annari. Síðan fer hún á þessa spjallsíðu, og byrjar að hrauna yfir mig. Ég var alls ekki sáttur, og álpaðist til að svara henni og ekki leið á löngu, að það kom linkur á humor.is ,,, Ofsatrúarmaður fer á blind date og stingur af ...

 

Þó svo að ég hafi brennt mig á þessu tvennu hér fyrir ofan, að þá átti ég heldur betur eftir að láta plata mig. Það var árið 2006. Ég byrja að tala við eina dömu á msn og hún sendir mér bara fullt af myndum af sér.Mér fannst hún allveg svakalega falleg, og átti í netsamskiptum við hana í hálft ár. Ég opnaði mig fyrir henni og sagði henni marga hluti sem maður segir ekki hverjum sem er. Síðan kemur að því að fara á stefnumót, og staðurinn sem varð fyrir valinu var hornið niður í miðbæ. Ég fer þar og panta pítsur, bæði það sem hún hafði beðið um og það sem mig langaði í, semsagt 2 stórar pítsur. Ég byrja svo að borða eftir að hún virðist vera orðin hálftíma of sein.

Ég fékk síðan afsakanir um að hún hefði orðið svo stressuð að hún hefði ekki meikað að koma.Ég ákvað síðan að gefa henni séns. Síðan kemur það upp að ein dama byrjar að verða ágeng við mig, og ég segi henni það að mmér þyki þetta svoldið óþægilegt,þar sem ég væri að fara á date með einni dömu. Hún vildi ekki trúa mér og biður mig um að senda sér mynd af skvísunni. Ég geri það, og eftir smástund, kemur, þetta er Mandy Moore fíflið þitt. Eg var ekki allveg tilbúin að gleypa við því, og segi dívunni frá þessu. Um leið og hún fær skilaboðin ýtir hún á block og lætur sig hverfa.

 

Lærdómurinn er sá, ekki treysta þeim sem geta ekki gert allmennilega grein fyrir því hverjir þau eru. Ég er ekki allveg beint sá skarpasti þegar það kemur að kvennamálum. En vonandi mun maður fá að fara á deit sem verður betra enn þetta ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband