Ljóð

Þú telur þig hafa öll spilin í hendi þér,

meiðir mig og meiðir.

En veist ekki afhverju ekkert er þér í hag.

Sagt er að þú uppskerð eins og þú sáir,

uppskera þín verður rífleg af því sem þú hefur sáð.

Þá skiptir engu hvaða spil þú telur þig hafa.

 

Þú kannt að hafa meitt mig, 

gert mig reiðan,

logið að mér og um mig.

svikið mig og reynt að meiða mig á allan hátt.

 

Sá sem allt vald hefur , er með mig í hendi sér.

Verndar mig og umvefur kærleika sínum.

Ekkert sem þú gerir lengur fær snert mig.

Því að Drottinn er skjöldur minn og vígi.

 

Án hans er lífið einskis virði.

Enn núna hef ég tilgang og er ekki einn.

Allur himins her stendur á bakvið mig.

Hvað ætti ég að óttast þá ?

Ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þetta er ekkert persónulegt gagnvart neinum, svo enginn misskilningur sé á ferðinni ...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 16.6.2015 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband