Til Föðurins

Meðan ég enn var í móðurkviði elskaðir þú mig.

Þú hafði fullmótaða áætlun með líf mitt.

Jafnvel þótt ég þekkti þig ekki, elskaðir þú mig.

Þegar líf mitt hófst, vaktir þú yfir mér,

og gættir mín á vegum mínum.

 

Þú verndaðir mig og hélst mér til haga.

Þegar ílla gekk voru tár þín í regninu.

Þú leiddir fólk í kringum mig til að leiða mig til þín.

Þú hefur alltaf elskað mig án skilyrða.

 

Þegar sá tími kom að þú kallaðir mig til þín,

beiðstu með opin faðm þinn.

Jafnvel þótt líf mitt hafi verði í rúst.

Þú tókst mig að þér.

Byrjaðir að kenna mér lífsins vegu.

 

Kenndir mér að taka leiðsögn.

Gafst mér lífsviljan aftur.

Kenndir mér að gera það sem rétt er í þínum augum.

 

Jafnvel þótt ég hafi ótal sinnum hrasað, 

reysir þú mig ávallt við.

Gerir mig stöðugan í gangi.

Hvern dag gefurðu mér nýtt tækifæri til að gera það sem rétt er.

 

Jafnvel þótt aðrir hafi á stundum snúið við mér bakinu,

hefur þú alltaf elskað mig og staðið mér við hlið.

Þegar tímar koma sem ég upplifi mig einan,

umvefur þú mig kærleika þínum og leyfir mér að finna, 

að ég er ekki einn, þú sendir þinn Heilaga Anda til mín.

 

Kærleikur þinn til mín og nærvera þín ,

umbreytir mér innan frá og út.

Ég er ekki samur og ég var,

ég er elskaður, ég er dýrmætur og skipti þig máli.

Þú hefur gert mig að nýjum manni.

 

Þegar ég upplifði mig einskis virði,

leyfðir þú mér að finna að þú elskar mig.

Þegar tími kom að ég gat ekki kallað neinn jarðneskan föður,

föður minn.

Að þá varst þú faðir minn.

 

Þú ert Faðir allra Feðra.

Engin getur elskað eins og þú.

Ég elska þig og heiðra þig,

þinn elskaðir sonur Sigvarður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband