Hugleiðing um bænina, náðina og kristna lífið með Guði.

Við heyrum að bænin er andardráttur trúarinnar. Bestu stundirnar að mínu mati eru bænastundirnar þar sem fólk kemur saman og leitar Guðs. Samt er svo skrítið, afhverju svo fáir mæta á þær.

Það þykir eflaust ekkert voðalega cool að vera á bænastundum. En án þeirra gerist ekkert. Guð starfar einungis í gegnum bæn, ef það er ekki beðið neitt , þá gerist ekki neitt. Það er bara þannig.

1.Kor.1:9 talar um að Guð sé trúr að hafa kallað okkur til samfélags við son sinn Jesú Krist Drottinn okkar. Það er hluti af tilgangi okkar sem mannverur, að vera tengd við Skaparann. Fólk talar oft um tómleika sem það upplifði innra með sér áður en það kom til Guðs.

Bara það að vera í nærveru Guðs gefur af sér þann ávöxt sem heitir gleði. Trúarhetjurnar fortíðar og nútíðar sem lifðu sigrandi lífi, og höfðu mikil áhrif á samfélagið var fólk sem bað og var gefið Guði.

Allir eru kallaðir til að biðja. Ó að við myndum hlýða og fylgja því sem Guð kallar okkur til að gera. Þá vær fleyrri sálir hólpnar.

Ég trúi þvi að Guð vilji setja hungur í hjarta okkar, hungur eftir orði hans, hungur eftir nærveru hans, hungur eftir því að fólk frelsist. Fólk hefur falið sig alltof mikið á bakvið náðina, þegar menn þurfa að framkvæma eitthvað, þá er notuð sú ásökun, lögmál lögmál, ég er bara frelsaður fyrir náð.

Þó svo að náð Guðs sé ný á hverjum degi, þá er hún ekki leyfimiði  á að gera það sem við viljum. Ég geri það sem ég vil, er boðsskapur djöfsa, og hann á ekkert erindi inn í líkama Krists. Páll talar um að við séum ekki okkar eigin, og erum dýru verði keypt.

Það að vera Kristinn er að deyja af sjálfum sér og lifa í Kristi. Til þess að þessi breyting geti átt sér stað, þá þurfum við að leyfa Guði að komast að. Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu sjá nýtt er orðið til. Orð Guðs segir skýrt að við séum orðin nýsköpun.

Markmið sérhvers Kristins manns ætti að vera líkjast Kristi meir og meir. Sem þýðir það, að við er alldrei allgjörlega með etta, við getum alltaf bætt okkur. En við skoðun raunverulegan tilgang náðarinnar. Að þá er hún betri leið til að losna undan synd. Í stað þess að berja sig áfram og rembast við að gera hlutina í eigin mætti. Að þá vill Guð breyta okkur innan frá og út. Hann á að vaxa , ég á að minnka. Þegar við rembumst, þá hvílir Guð, en þegar við hvílum í honum, þá vinnur hann verkið.

Það er Guð sem verkar í ykkur bæði að vilja og framkvæma. Fyrir mér er þetta afskaplega einfalt. Það sem Guð segir að sé rétt, það er það sem er rétt, og engin málamiðlun þar á milli.

Heilagur Andi, er hjálparinn mikli sem leiðir okkur í allan sannleikan, hann hjálpar okkur að skilja orðið og blæs bænarefnum í brjóst okkar. Ég þarf alldrei að ákveða fyrirfram ræður, ef ég er að biðja, Heilagur Andi lætur mig vita hvað það er, sem ég á að biðja. Því að bænin er ekki eintal, hún er samstarf milli mín og Guðs, og þá á ég við fyrirbæn. Hvernig á ég að biðja fyrir öðrum, ef ég er of upptekin af sjálfum mér ? JOY = Jesus Others You ... 

Ritningin talar um að við eigum að meta aðra meira en sjálf okkur. Ekki það að við eigum að hafna sjálfum okkur og þóknast öðrum. Nei heldur að víkka út sjóndeilarhringin og sjá að við erum öll ein heild og eigum að hjálpast að, öll sem eitt. Það sem ég hef, það nota ég Guði til dýrðar.Hann sér um rest.

Að vera á bænastund með mörgum í einu, og fólk fer að biðja ég ég ég ég, viltu þetta og þetta fyrir mig ... þá fæ ég hausverk. Því að þeir einstaklingar hafa ekki náð, því að við erum ein heild. Ég hlusta á það sem hinir biðja og er þeim sammála. Það er allgjör óþarfi fyrir mig að endurtaka bænir annara. Guð er ekki með svo þykk eyru að hann heyri ekki. Hann heyrir ekkert betur í mér en þér, eða öfugt. 

Bænastund með öðrum er samvinna, þar sem við sem börn Guðs fáum að vera farvegur Hans inn í líf annara, eins og orðið segir, samverkamenn Guðs erum við. Bæn er ekki bara að biðja og biðja . Bæn er líka þakkargjörð. Þó svo að orðið bæn þýði beiðni. Að þá skiptir þakklæti gríðarlega miklu máli líka.

Stundum þurfum við bara að líta örlítið til baka og sjá hvað það er sem Drottinn hefur fyrir okkur gert og þakkað fyrir það.

Á bænastundum þar sem 2 eða fleyrri eru samankomnir, eru allir jafn mikilvægir, því það að vera einhuga og sammála skiptir meira máli en að reyna biðja flottar bænir. Fyrir mér snýst þetta um að biðja það sem Heilagur Andi leggur á hjarta mitt. Bænir þurfa ekki að hljóma fagurgallega, þær þurfa einungis að koma frá hjartanu. Ég trúi því að Guð elskar einlægni.

Þegar við sýnum auðmýkt í bænum okkur, og biðjum Guðsvilja, þá fyrst förum við að lifa sigrandi lífi, förum að starfa í kærleika og hugsa um hag Guðsríkisins en ekki einungis okkar sjálfra. Það er ekkert sjálfgefið að hætta að vera eigingjarn, en það er verk Guðs innra með okkur.

Áður en ég kynntist Föðurelsku Guðs, að þá átti ég erfitt með nánd. Ég var óttaslegin, og þorði ekki að tengjast neinum, af ótta við höfnun. Að ótta við að vera ekki nógu góður. En þegar ég fór að meðtaka Föðurelsku Guðs inn í líf mitt, þá fór ég að breytast innan frá og út, og gat byrjað að mynda nánd við aðra, og tengst fólki. Það var kærleikur Guðs sem læknaði ótta við höfnun. Ég þurfti ekki að gera eitthvað flókið, bara að meðtaka elsku Guðs og leyfa henni að endurspeglast áfram til annara. Róm. 5:5 talar um að kærleika Guðs er úthelt í hjörtum okkar.

Vá þvílík forréttindi, ég þarf ekki að rembast við að elska aðra, það er kærleikur Guðs sem verkar í mér og hvetur áfram til góðra verka.

Ég gæti eflaust haldið endlaust áfram að skrifa, en mig langar að láta þetta nægja í bili svo einhverjir nenni nú að lesa þetta. En það er von mín og þrá að vuið vöxum og þroskumst í bænalífinu og göngu okkar með Guði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband