Hugleiðing

Lífið er ekki alltaf dans á rósum , og okkur þarf ekki alltaf að líða vel. Það koma daga sem okkur líður ílla. Erum hrædd eða kvíðin, upplifum óöryggi og alls konar hlutir sem reyna að taka frá okkur fókusinn af því sem við stefnum að.

Mér verður þá minnistætt orð úr Jakobsbréfinu, líði einhverjum ílla, þá biðji hann. Einnig minnir ritningin okkur á að fela málefni okkar í Guðshendur. Það sem ég upplifi persónulega, hvað bænina varðar, er innri ró og meiri gleði.

Þetta tímabil ársins sem er núna, er oft erfitt hjá mörgum. Þá sérstaklega þunglyndi. Ég þekki það af eigin raun að dýla við slíkt, og þá sérstaklega í desember og janúar. Skammdegið og kuldin getur haft sín áhrif, á líðan okkar.

En Biblían talar um að Gleði Guðs er hlífiskjöldur okkar. Þannig að vörn mín við þunglyndi, er gleði Guðs. 

Orð eru skapandi og hafa áhrif. Til dæmis ef ég tala þessi orð yfir mig daglega, að þá verða þau að veruleika. Einnig hjálpar það til að lesa í orðinu, biðja og hlusta á lofgjörð.

Ég er allavegana þannig gerður, að ég er mjög áhrifagjarn, og þarf að gæta mín á hvað ég horfi, hvað ég hlusta á, og hverja ég umgengst. 

Okkur tekst ekkert alltaf vel upp í samskiptum við aðra. En það er líka allt í lagi, því við reynum að gera okkar besta hvern dag, og gerum bara betur næst.

Þegar það kemur að samskiptum sem fara á mis, að þá hefur það alltaf reynst mér best að líta inn á við og skoða hvað ég get lagað eða gert betur. Því ég get ekki stjórnað því hvernig aðrir eru, hvernig þau bregðast við oflr.

Ég held að erfiðasti parturinn er að viðurkenna sín eigin mistök. Því að allveg frá Aldingarðinum í Eden, hefur það verið partur af manninum að kenna öðrum um það, sem miður fer. Adam svaraði, konan sem þú gafst mér lét mig gera þetta, og Eva svaraði einnig , höggormurinn lét mig gera þetta. Það sést strax að þau vildu ekki taka ábyrgð á því sem þau höfðu gert. Hvað þetta varðar að þá er þetta svoldið ríkt í okkur öllum. Það þarf hugrekki til að viðurkenna breiskleika sinn og mistök, og það gerir okkur sterkari. 

Persónulega finnst mér gott að gera mér grein, fyrir því að ég er afskaplega takmarkaður, ég þarf ekki að kunna allt, ég þarf ekki að vita allt, ég þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér. Ég má vera ég sjálfur, með kostum mínum og göllum.Það sem gefur mér þetta frelsi, er náð Guðs. Guð elskar mig eins og ég er. Og ég held að stærstu mistökin hjá þeim sem eru ný í trúnni og jafnvel eldri. Er að þau fara að breyta sér sjálf. Allavegana gerðist það hjá mér, ég lagði hart á mig að breytast, en hrasaði marg oft. Það sem gerðist er að sektarkennd kom inn og skömm, hugsanir eins og ég er ekki nógu góður oflr.

Leyndardómurinn er sá, að það er Guð sem breytir okkur innan frá og út, það er breyting sem varir og færir okkur frelsi. Boð og bönn eins og ég má ekki oflr. Hafa neikvæð áhrif á mig og eflaust fleyrri. Ekki það að mig langi til að brjóta lögin, heldur þetta haft þú mátt ekki. Það sem ég upplifi við náðina er, að mig langar ekki til að gera það sem rangt er, mig langar til að gera það sem rétt er í augum Guðs.

Náð Guðs er verð þess að vera skoðuð , stúderuð og reynd. Það er mín upplifun að Náð Guðs bregst alldrei. Náð og friður sé með yður ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband