Varðandi feminisma á Íslandi.

Þegar ég hugsa um orðið feminismi, hugsa ég um kvenhliðina á karlrembu. Karlmenn geta verið neikvæðir og ekki komið jafnt fram við konur, eins og þeir eiga að gera. Hins vegar stið ég jafnrétti kynjannanna. Og myndi frekar líta á margar þessar konur sem stimpla sig sem feminsta, sem kvenréttinda baráttu konur. Ég hugsa að flestar þeirra meina vel með því sem þær gera. En svo eru það öfgarnar. Konur sem hafa sig frammi með því að dreifa hatri á karlmönnum, og stimpla alla karlmenn sem ógeð, feðraveldi, og svo mætti lengi telja. Ég lít ekki á þessar konur sem vondar konur. Ég held að flestar þeirra hafi orðið fyrir einhvers konar kynferðis ofbeldi, sem kallar þetta fram í þeim. Ég veit bara að eigin raun að fyrirlíta kvenmenn. Þegar ég var 15 ára gamall, varð ég fyrir nauðgun meðan ég var sofandi. Ég er ekki viss um að konan sem var 4 árum eldri en ég, hafi áttað sig á því að ég hafi verið sofandi. Og ég er ekki heldur viss um að hún hafi ætlað sér að skaða mig á neinn hátt. En þetta var ekki veitt með mínu samþykki, og hafði afleiðingar í för með sér. Á þessum árum átti ég margar kærustur. En það sem gerðist var að um leið og ég svaf hjá þeim, fyrirleit ég þær, missti áhugan á þeim og hætti með þeim. Þetta lagaðist ekkert fyrr en ég horfðist í augu við það sem hafði skeð þegar ég var 15 ára og valdi að fyrirgefa og sleppa tökunum af þessu. Það er því mín upplifun að margar af þessum konum, gætu upplifað slíkt hið sama. Ég vil ekki trúa því að kona hati allt í einu karlmenn, upp úr þuru. Það þarf eitthvað að hafa átt sér stað sem veldur því að þær láti svona. Særð persóna reynir að særa aðra. Margar af þessum konum hafa valið að halda í ófyrirgefningu og alið atburðinn á hatri og skömm. En það sem þær virðast ekki skilja er, að fyrirgefning er ekki sama og samþykki fyrir því sem var gert rangt á þeirra hlut. Fyrirgefningin er gjöf Guðs til þeirra, til að lifa frjálsar í heimi fullum af ófullkomnu fólki. Þær hugsa með sér, að þessir aðilar eigi ekki skilið að fá fyrirgefningu fyrir það sem þeir gerðu.

En það sem þær átta sig ekki á sjálfar að þær eru sjálfar fangar ófyrirgefningar og geta því alldrei orðið frjálsar. Og því myndi ég varpa þeirri spurningu til baka, til þeirra. Eigia þær skilið að vera særðar, lifa í ótta og hatri ? Ég vil meina að þær eigi það ekki skilið. Það sem þið eigið skilið er að lifa frjálsar. Eymd er valkostur. Fyrirgefning er líka valkostur, það getur enginn sagt okkur eða skipað okkur að fyrirgefa öðrum. Við veljum að gera það, svo við sjálf getum verið frjáls.

Ég hugsa að margar af þessum konum hafi sig svona frammi, er vegna þess að þær eru komnar með nóg af framkomu karlmanna, í þeirra garð sem þær hafa ekki gefið samþykki fyrir. Það er ekki í lagi að strjúka rassinn á konum, eða klípa í hann. Það er ekki í lagi að áreita konur á nokkurn hátt. Það sama gildir í báðar áttir. Ég hugsa að við karlmenn þurfum að vakna til þeirrar staðreyndar að konur standa saman í dag, og vilja virðingu gagnvart sér sem persónur. En ekki sem sköp , leikföng eða kynferðislegar verur.

Vissulega eru öfgarnir margir, en slíkt þarf að stoppa. Slíkt gerist ekki nema fólk byrji að sýna hverju öðru virðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband