Er klám skaðlaust ?

Við lifum í þjóðfélagi, þar sem allt virðist vera samþykkt sem normal. Þegar það kemur að klámi, að þá fara margir í afneitun og neita því að þetta hafi einhver áhrif á sig. Ef ég á allveg að vera heiðarlegur, að þá hef ég ekki séð neitt sem heitir eðlilegt klám. Ég hef ekki séð fólk vera upplifa nánd eða sýna hvoru öðru raunverulega ást. Bara fólk sem fær borgað fyrir að gera dodo með hverju öðru. Þar sem allir virðast vera með öllum.

Ég hef heldur ekki séð klám þar sem gagnkvæm virðing er sýnd. Það má vel vera að eitthvað slíkt sé til, en ég hef allavegana ekki séð það. Það sem ég hef séð er mest megnis vanvirðing gagnvart konum, ofbeldi. Og það sem meira er að kynlífið sem er stundað í klámi er fjarri því að vera eðlilegt.

Mér er allveg sama hvort fólk sé ósammála mér með þetta en ekki. Ég horfði á þátt sem fjallaði um áhrif kláms á karlmenn. Það var sýnt út frá bæði vísindalegum og læknisfræðilegum grundvelli. Í þessum þætti var sýnt heila línurit af heilbrigðum heila, heila úr einstakling sem hafði verið háður kókaíni og svo síðast heila úr einstaklingi sem hafði verið háður klámi.

Heilinn sem var háður kókaíni leit betur út en heili sem var háður klámi. Klám er ekki bara andalegt eða líkamlegt vandamál. Hann er heila vandamál. Þegar fólk verður háð þessu, að þá er fjandinn laus. Það sem gerist er að þetta blockerar boðstöðvar í heilanum, og gerir fólk vanvirkt í hugsun.

Ég hef heyrt fjöldann allan af sögum frá fólki sem hefur verið háð klámi. Þá hefur það oft verið komið á slæman stað og skiptir þá engu máli hvort einstaklingar séu giftir, í sambúð eða einhleypir. Það þurfti ekki mikið til að hugsun kom í huga þeirra, og þá var eins og það væri búið að forrita þau. Karlmaður sér mynd af fáklæddri konu og allt í einu er hugurinn farinn að reika um að eitthvað kynferðislegt. Áður en einstaklingurinn veit af, að þá er hann/hún farin að skoða án þess að gera sér grein fyrir því. Þetta gerist automatic (sjálfkrafa).

Klám veldur líka þunglundi, ofbeldis hugsunum í mörgum tilvikum, fólk missir virðinguna gagnvart hvoru öðru. Í stað þess að horfa á einstaklinga sem dýrmæta einstaklinga, að þá er fólk farið að líta á hvort annað sem kjötstykki til að pota í eða láta pota í sig.

Það er ekkert heilbrigt við það að skoða klám, og alls ekki hættulaust.

Undirrótin af klámfíkn verður skömmin. Það finnst það engum þægilegt að horfast í augu við það, að þetta getur orðið slæmt vandamál. Meira segja hefur þetta þau áhrif á heilann á karlmönnum að þeir hætta að geta brugðist við konum. Þeir verða hreinlega áhugalausir gagnvart raunverulegu kynlífi með maka sínum. Þetta getur orðið þannig að heilinn er orðinn svo sjúkur, að kynlíf þeirra brenglast og stenst ekki undir væntingum. Það þýðir þá að þeir hafa tapað hæfileikanum til að mynda nánd við maka sinn.

Skömmin getur valdið því að menn og konur þora ekki að segja frá þessu.Því að hugsun þeirra getur orðið sú, hvað ef maki minn kemst af því hvað ég er búin að vera skoða og vill mig ekki lengur. Sjálfsvirðingin getur farið niður fyrir allar hellur. Þannig að þetta verður vítahringur sem erfitt getur verið fyrir suma að koma sér út úr.

Einnig er klám sem skoðað er á bakvið maka sinn, flokkað sem tilfinningarlegt framhjáhald. Einn sterkasti þátturinn í þessu er afneitunin. Sumir sjá ekkert að þessu, og segja það sé bull og vitleysta. En ef þú átt maka, að þá snýst sambandið um gagnkvæma elsku til hvors annars. Fólk sem giftir sig heitir því að vera trútt hvoru öðru. En hvað er svo heiðarlegt við það að horfa á klám og stunda sjálfsfróun yfir því. Er ekki verið að horfa á aðra einstaklinga stunda eitthvað kynferðislegt ? Ertu þá ekki að horfa á annað fólk í kynferðislegum tilgangi til að fá kynferðislega ánægju út úr því ?

Þegar konur komast að því að eiginmenn þeirra eða makar hafa verið að skoða klám á bakvið þær. Að þá getur það verið gríðarlegt áfall fyrir þær. Þær geta upplifað að það sé eitthvað að þeim. Að þær séu ekki nóg ofl. Finnst þér heiðarlegt að valda maka þínum þessari upplifun ?

En til kvenna sem eiga eiginmenn eða maka sem eru háðir klámi, eða sem skoða það á bakvið ykkur. Það er ekkert að ykkur, og hefur í rauninni voða lítið með ykkur að gera, þegar menn skoða klám. Það getur verið í einstaka tilfellum þar sem þið eruð að ganga í gegnum eitthvað. Sem veldur því að þið verðið áhugalausar um kynlíf. Þá eins og meðgöngu þunglyndi. Það getur komið upp í þessum tilfellum þar sem þörfum karlmannsins er ekki mætt, að þá getur hann líka upplifað höfnun. Það getur valdið því að hann fer að sækja keynferðislega þörf sína í klám. Svo þegar það kemur að þem tímapunkti, að áhuginn ykkar kemur til baka, að þá er karlmaðurinn orðinn háður klámi. Ég hef heyrt um mörg tilvik þar sem karlmaður neytar konu sinni, því hann var að skoða klám. Einfaldasta leiðin í svona aðstæðum þar sem menn verða svona , er að líta á þá sem veika einstaklinga á þessu sviði.

En góðu fréttirinar eru þær, að það er til lausn við þessu. En það sem margir ekki vita, að þegar skrúfað er fyrir áhorf á klámi, að þá getur það valdið fráhvörfum og valdið því að karlmenn ná ekki að halda skýrri hugsun.

Ég ætlast alls ekki til þess að fólk þurfi að vera sammála mér. En klám er þjóðfélagslegt vandamál, sem mætti fara taka betur á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er þetta ekki bara eins og með glæpamyndirnar sem að sýnar eru í rúv-sjónvarpi?

Þar er hægt að finna allan skalann.

Allt frá Aghötu-Christe-myndum  og uppi í Lömbin þagna.

Er það t.d. óheilbrigðara að fólk horfi á heilbrigð kynmök á milli karls og konu í sjónvarpi

þar sem að samþykki beggja liggur fyrir

heldur en að

horfa á dagskrána á rúv þar sem að fólk er sprengt, skorið og skotið á hverju einasta kvöldi.

Hefur þú t.d. gaman að því að horfa á þáttaraðir eins og Glæpahneigð eða Ófærð?

Jón Þórhallsson, 25.10.2018 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Þetta er góður punktur hjá þér. Mín upplifun er sú að það virðist vera orðið erfitt að finna vandað sjónvarpsefni, þar sem ofbeldi ofl er ekki til staðar. Ég persónulega horfi ekki á hryllingsmyndir og sé engan tilgang í að horfa á myndir sem snúast um morð eða pyntingar. En svo er það kannski hinn hliðin.

Það virðist vera í mörgum þáttum og myndum sýnt kynlíf milli tveggja einstaklinga. Einnig virðist það vera norm í mörgum þáttum að halda framhjá eða vera með mörgum. Sjónvarpið er sekt um að sýna hluti sem eru engri persónu hollar. En varðandi Ófærð að þá horfði ég á þá, og finnst það vera vandaðir þættir. En svo er það persónulegt hvað höfðar til okkar. Ég held til dæmis upp á þáttaraðir eins og Lethal Weapon, Blindspot, Ertugrul ofl.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.10.2018 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband