Týndu synirnir

Flestir hafa heyrt söguna um týnda soninn. Hann fer að heiman og sóar öllu. En það sem við flest missum marks af er þeir eru báðir týndir á sitthvorn háttinn og mun ég færa rök fyrir máli mínu.

Sá fyrri fór að heiman og sóar öllu í sukk og svínarí og kemur svo skríðandi til baka og er tilbúin að verða vinnumaður fyrir föður sinn. Því hann taldi það vera skárri kost en að vera farast úr hungri.

Seinni sonurinn gat ekki samglaðst föður sínum að bróðir hans sem var týndur var komin til baka. Hann varð afbrýðissamur þegar faðir hans slátraði alikálf. Og hann var dómharður þegar það átti að halda veislu.

Fyrri sonurinn vissi ekki hver hann væri og gerði sér ekki grein fyrir því hvernig faðir hans væri.

Sá seinni hafði allt en var samt týndur. Hann hefði hvenær sem er haldið veislu með vinum sínum og fagnað með þeim. Sem segir okkur eitt hann hafði enga gleði. Hann var týndur sjálfur.

Við getum verið týnd á sama hátt og sá sem var alltaf heima. Við getum verið að standa okkur vel í lífinu og verið að gera okkar besta til að allt fúnkeri. En við getum ekki samglaðst öðrum, ef við verðum afbrýðissöm þegar öðrum gengur vel og dæmum þau sem verða á. Að þá erum við týnd og höfum misst marks um hver við erum og hvernig náð Guðs virkar í lífum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband