Eingetin eða einkasonur

Það sem ég er að velta fyrir mér er Jóh.3:16 sem er kjarnin í Biblíunni eða það vers sem er fagnaðarerindið í hnotskurn. Í 81 þýðingunni er notað orðið eingetin. Þetta orð er þýtt af gríska orðinu monogenes sem þýðir eini sonur eða einkasonur. Sumir vilja meina með því að því að nýja þýðingin þýði einkasonur að þá sé hún búin að taka merkinguna úr gildi á því hver Jesús Kristur var og er. Til þess að mynda mér skoðun á þessu þá varð ég að skoða þetta sjálfur. Því að orðið monogenes kemur fyrir á fleyrri stöðum en bara Jóh. 3:16. Ég ætla að taka þessi vers og setja þau hér sem koma með þetta orð og skoða hvernig þetta er þýtt hverju sinni.

Jóh 1:14  Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.

Jóh 1:18  Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

Jóh 3:16  Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Jóh 3:18  Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.

Heb 11:17  Fyrir trú fórnfærði Abraham Ísak, er hann var reyndur. Og Abraham, sem fengið hafði fyrirheitin, var reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum.

1Jóh 4:9  Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann. 

Við sjáum það að eini staðurinn sem orðið eingetin kemur fyrir er Jóh.3:16 og það er ekki einu sinni rétt þýðing. Oftast er orðið monogenes þýtt sem hinn eini sonur. Aðeins 2 sinnum kemur einkasonur fyrir. Þannig að það er ekki verið að taka neina merkingu út úr því hver Jesús er og afhverju hann kom.

 Ef ég hefði fengið að ráða þessu versi þá hefði það orðið svona: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eina son svo að hver sem tæki trú á hann myndi ekki glatast, heldur eignast eilíft líf.

En þetta er bara mín skoðun og eflaust yrði skotið á þessa útleggingu sem tæki trú í stað þess að skrifa sá sem tryði á hann. Ég hugsa samt að með því að setja sá sem tæki trú myndi ekki taka neitt úr samhengi eða skemma kjarnan í þessu versi. Því að staðreyndin er sú að sá sem tekur trú á Jesú Krist mun hólpin verða og eignast eilíft líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sæll vertu, það væri mér sönn ánægja að gerast bloggvinur þinn, þakka þér vinarboðið.

Linda, 27.10.2007 kl. 18:24

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

kærar þakkir:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 27.10.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband