Fóstureyðingar

Fóstureyðing er , eyðing læknis á fóstri fyrir fæðingu. Það er að segja fóstrið er drepið fyirr ákveðinn tíma.

Um það bil 46 milljón fóstureyðingar eiga sér stað á hverju ári um heiminn. 126 þús á dag, 87 hverja mínútu og 3 á 2 sekúndnafresti.

Meðaltalið er 1 fóstureyðing á hverja konu í heiminum.

Í sumum þróunaríkjum er fóstureyðing samþykkt sem grundavallaraðferð til að stjórna barnsfæðingum. Þá er átt við svo að fjölgunin verði ekki of mikil.

kærulausar eða óvandaðar fóstureyðingar valda því að 80 þús mæður látast á ári hverju á heimsvísu.

Hér um bil eiga sér stað 6.4 milljón fóstureyðingar á ári í Ameríku.

Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi tala er á Íslandi en ég held að meðaltalið séu 4-5 fóstureyðingar á dag sem er annsi hátt hlutfall miðað við höfðatölu. Síðan kom það fram í einhverjum rannsóknum að 80% þeirra kvenna sem fara í fóstureyðingu eru konur á háskólastigi og telja það ekki tímabært að eiga börn strax en eru svo flestar komnar á fæðingardeildina aftur innan árs.

Manni finnst það nógu hörmulegt að konur skuli missa fóstur,að þær skuli líka eyða fóstrum og manni blöskarar bara yfir því að þetta skuli yfir höfuð vera leyft, því að lítið líf er kviknað og það fær alldrei tækifæri til að verða fullþroksa og fæðast í þennan heim eins og því var ætlað.

Ég las um draum einnar konur hún lýsir því þar sem hún sér litla líkamsparta á víð og dreif, hún áttar sig á því að þetta eru líkamsleyfar af litlum fóstrum sem fengu alldrei að líta dagsins ljós. Hún lítur á þessar leyfar og heyrir raddir frá þeim ´hrópa á sig, gefðu okkur aftur sálinar okkar, gefðu okkur aftur stolnu árin okkar... þessi draumur er mun meiri en ég setti hann í svona short cut útgáfu.. get sett hann allan inn ef fólk hefur áhuga. Það sem mig langar að segja að ég er alfarið á móti fóstureyðingum. En það sem mig langar til að gera, er að spyrja er einhver kona sem hefur farið í fóstureyðingu eða misst fóstur? mig langar bara að biðja einnar bónar og það er að biðja þig um að segja okkur hvernig þetta hafði áhrif á líf þitt og þig sjálfa persónulega..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigvarður, Ég fór í fóstureyðingu sumarið 1997. Ég hef ekki beðið þess bætur andlega og hversu oft ég hef óskað þess að ég gæti tekið þennan verknað til baka. Ég var þá einstæð móðir og með annað lítið barn sem ekki var orðið ársgamalt. Ég var svo dauðhrædd um að ég gæti ekki séð fyrir okkur. Það eru náttúrulega bara lygi dj... þvi Guð hefði séð fyrir okkur. Ég sé það núna. Ég bið Drottinn um að blessa allar konur sem gegnið hafa í gegnum fóstureyðingu og bið Hann að lækna sárin. Náð Drottin er ekki þrotin, hún er ný á hverjum degi. Guð blessi þig.

NN (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 09:00

2 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir þetta:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 22.11.2007 kl. 09:03

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ég reyndar gleymdi að taka tvennt inn í dæmið. Það eru 2 undanþágur í þessu hjá mér og það er þegar nauðgun hefur átt sér stað og þegar líf móðurinnar er í hættu. Þá á ég við að móðirinn getur látið lífi gangi hún lengra og fóstrið deyr ef það hefur ekki náð nægum þroska. Varðandi nauðgunina að þá er verknaðurinn sjálfur slæmur en barnið er hreint. Sumar konur gætu ekki átt barnið þar sem það myndi minna þær á verknaðinn og þær jafnvel getað hatað barnið eða fyrirlitið það. Til eru dæmi þar sem konur hafa náð að vinna úr þessu og barnið orðið þeim til blessunar. En þetta er allt undir móðirinni komið. En varðandi að líf móðurinnar sé í hættu veit ég til þess að nokkur þannig tilvik hafi átt sér stað. En sem betur fer er það mjög sjaldgæft.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 22.11.2007 kl. 15:38

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

En eitt sem mér yfirsást við að svara þér að þá er þetta alls ekki skot á konur því það eru mörg tilvik þar sem karlmenn neyða konur til að fara í fóstureyðingar oflr.

Sigvarður Hans Ísleifsson, 22.11.2007 kl. 15:40

5 identicon

SIGVARÐUR, þarna komst þú inn á EITT AL, ALVARLEGSTA MÁL ALLRA MANNA OG KVENNA SEM HAFA ÞURFT AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN UM LÍF EÐA EKKI LÍF.  þAR SEM ÉG HEF EKKI ALLVEG NÓGAN TÍMA TIL AÐ FJALLA UM ÞETTA HÉR OG NÚ ÆTLA KOMA INNÁ ÞETTA Á MORGUNN. ÞÁ LANGAR MIG AÐ VARPA FRAM ÞEIRRI SPURNINGU.    HVER HEFUR RÉTT ,TIL AÐ TAKA FRAM FYRIR HENDURNAR Á SKAPARANUMUM, UM NÝTT LÍF SEM ÞEGAR HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ. VITIÐ ÞIÐ OG MEÐ VIRÐINGU FYRIR ÖLLU LÍFI.  ÉG ÆTLA BIÐJA FÓLK AÐ BLOGGA AF NÆRGÆTNI UM ÞETTA. GUÐ BLESSI YKKUR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:16

6 identicon

Já sammála!um nærgætninga, fæ alveg fyrir brjóstið þegar skvísurnar segja ....aldrey ég! Ekki að vera dæma konur og tala um nennu, það er fáránlegt og til einksis nýtt, hvernig væri fyrir svona öfluga gæa eins og þú ert Sigvarður að stofna sjóð og heimili handa þeim stúlkum sem eru dauðhræddar um að fæða börn inn í þennan heim sökum félagslegrar fátæktrar og lítils stuðningsnet nákominna ættingja og oft á tíðum eru það blessaðir pabbarnir sem eru hvorki með ráð né rænu og vilja ekki axla ábyrð á hlutunum. Sýnum kærleikann í verki. AMEN

NN (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 04:06

7 identicon

Sæll Sigvarði

Takk fyrir frábæra grein. Nýlega las ég í Vikunni frásögn um konu sem varð að fara í fóstureyðingu vegna mannsins síns. Hann hótaði að skilja við hana. Hún var alls ekki sátt og á hún alla mína samúð.

Sálmur 139:13-16. Því þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. ég lofa þig fyrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég var ennþá ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn. Þetta segir allt sem þarf og við megum ekki taka fram fyrir hendurnar á skaparanum.

Guð blessi þig og haltu áfram í Jesú nafni.

Kær kveðja/Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 14:31

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir þessi innlegg en það má allveg skoða þann möguleika að opna áfangaheimili fyrir ungar stúlkur í þessum aðstæðum eða fyrir einstæðar mæður. Aðstæður eru  bara orðnar þannig á Íslandi að það er ekki auðvelt fyrir mæður að vera einstæðar og margar þeirra ná ekki endum saman hver mánaðarmót. Þannig að þetta er góð hugmynd. En þá þyrfti maður líka að fá konur til að starfa á þessu heimili, því allt svona verður að gera af mikilli varkárni. Því það þarf bara smá kæruleysi til að allt fari í vitleysu. En mér finnst það hræðilegt af mönnum að þvinga konur til að eyða fóstrum þar sem þeim er hótað skilnað oflr. Þetta eru þá einstaklingar sem ættu að sleppa því að stunda kynlíf ef þeir eru ekki tilbúnir að taka við ávöxtum kynlífsins sem eru börn. Það réttlætir ekkert að taka líf neins...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 23.11.2007 kl. 14:53

9 identicon

Hæ Sigvarður, Ég hef verið að horfa á svo frábæra sjónvarpsstöð í gegnum netið www.3abn.com ....hefurðu horft á hana eða hlustað?

NN (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 12:36

10 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Já ég þekki til þessarar stöðvar:) hún er mjög góð...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 25.11.2007 kl. 18:20

11 identicon

Já frábært, er ekki skrýtið hjá íslensku trúfélögunum að halda ekki hvíldardaginn heilagann??

NN (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 20:13

12 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

þau gera það... En telja að það skipti ekki máli hvaða dag þau gera það... Vörður í Fíladelfíu á sinn hvíldardag á mánudögum. Sama var upp á með þegar ég var í Biblíuskóla ég fékk frí á mánudögum..

En þeir einu sem ég veit um að fari eftir rétta deginum sem er 7 dagur vikurnar og er laugardagur eru Aðventistar. Sumir söfnuðir leggja misjafnar áherslur á þetta. En ég er bara í þannig vinnu að ég vinn í viku og er í fríi í viku. Þannig að aðra hvora viku tek ég 2 daga sem ég geri ekki neitt... Ég sé ekkert rangt við það

Sigvarður Hans Ísleifsson, 25.11.2007 kl. 21:59

13 identicon

Nú nú, Boðorðin tíu ...eru þau ekki í fullu gildi hjá þér?

NN (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:28

14 identicon

Annaðhvort má stundum deyða líf eða ekki ...kannski bara annaðhvort eða þriðjahvort tilfelli ...annaðhvort er bara einn hvíldardagur sem Drottinn blessar eða ekki og að það sé mánudagur eða þriðjudagur er bara alls ekki rétt og ætti að kalla þá sem boða það falskennimenn sem Drottinn mun ekki kannast við á efsta degi því þeir boðuðu ekki rétt orð Guðs. Það eru sífellt fleiri farnir að uppgvöta þennan leyndardóm sem helgihald hvíldardagsins er g þá þvílíkar blessanir sem hann mun úthella yfir sitt fólk og Aðventistar hafa ekki einir einkarétt á.

NN (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:40

15 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

en komdu með vers úr nýja Sáttmálanum sem bendir á að hvíldardagurinn eigi að vera á laugardegi... Ástæða fyrir því út af sunnudagur er oft notaður sem hvíldardagur er einfaldlega útaf því að kaþólikka breyttu þessu fyrr á öldum og menn hafa ekki verið að leiðrétta þetta. Ég hef oft spáð í þessu. En ég sagði ekki að Aðventistar væru með einhvern einkarétt á hvíldardeginum, hedlur væru þeir, þeir einu sem ég vissi um að leggðu áherslu á að hvílast á laugardögum... Hvaða rök hefðurðu fyrir því að maður megi ekki hvílast aðra daga?

Þú ert komin út í lögmál og villutrú út af hvíldardeginum. Að halda hvíldardaginn heilagan gerir þig ekki hólpin. Það að já Jesú Krist sem Drottinn þinn og frelsara gerir þig hólpin. Síðan erum við ekki undir lögmáli heldur undir náð...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.11.2007 kl. 00:18

16 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það að játa Jesú Krist sem Drottinn þinn og frelsara gerir þig hólpin

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.11.2007 kl. 00:20

17 identicon

Já Já  Ég skal gera það, en þarftu bara ekki að koma með nýjan pistil um það eða eigum við að rökræða hér?

NN (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 00:35

18 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Kem bara með nýja umræðu eða varpa bara fram spurningu...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 26.11.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband