Stjórnmálahreyfingar og trúarhópar á dögum Jesú

A) Fræðimenn

B) Farísear

C) Saddúkear

D) Selótar

E) Essenar

Fræðimenn: Hlutverk þeirra var að standa vörð um lögmál Móse og kenna það. Þeir störfuðu líka sem dómarar. Lögmálið þekktu þeir út í hörgul og notuðu þeir oft smáatriði til að reyna að klekkja á Jesú sem sakaði þá um að horfa framhjá kjarna málsins.

Farísear: Skipulagður hópur sem átti miklum vinsældum að fagna meðal hinna vinnandi stétta. Enda voru margir þeirra sjálfir iðnaðarmenn. Fjöldi þeirra á dögum Jesú var um 6000. Markmið þeirra var að aðstoða fólk við að fara eftir hinni munnlegu erfðakenningu í daglegu lífi. Þeir voru andsnúnir uppreisn gegn Rómverjum.

Saddúkear: Landeigendur og hefðarfólk - Áhrifamiklir forystumenn í stjórnmálum á dögum Jesú. Þeir stjórnuðu ráðinu (sem réttaði á móti Jesú) og margir þeirra voru prestar. Saddúkear viðurkenndu aðeins hin rituðu lög. Það er Mósebækurnar fimm. Þeir höfnuðu því að líf væri eftir dauðann og deildu um það við Jesú.

Selótar: Harðir andstæðingar Rómverja og beittu valdi ef með þrufti. Sennilega myndu þeir flokkast nú á tímum sem hryðjuverkamenn. Á dögum Jesú var enginn formlegur flokkur selóta, heldur aðeins nokkrir andspyrnuhópar. Einn lærisveina Jesú hafði sennilega verið í flokki selóta og var það Júdas Ískaríot

Essenar: Hópur einsetumanna sem bjó náægt Dauðahafinu. þeir drógu sig út úr samfélagi Gyðinga sem þeir töldu vera spillt. Þó þeirra sé ekki getið í Nýja Testamenntinu. Þá telja margir sérfræðingar að Jóhannes skírari hafi alist upp sem Esseni. Nú eru þeir kunnir fyrir að hafa varðveitt Dauðahafshandritin sem fundust árið 1948.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband