Spes jól

Þá eru jólin komin og flest allir búnir að opna pakkana sína og svona. Ég hef verið það heppinn að hafa alltaf verið í fríi og átti að vera í fríi þessi jól en langaði að prufa vinna þessi jól. Ég sé alls ekkert eftir því að eyða jólunum í að vinna og hjálpa þeim sem minna mega sín. Mér finnst það gefa manni gleði að geta hjálpað öðrum.

Fyrir mér að þá snýst þetta svoldið um að vera ekki bara að hugsa um mig, hvað ég þarf að gera, hvað mig langar í osvfrv. Enda kannski ágæt leið til að komast út úr rassgatinu á sjálfum sér og minnka eigingirnina.

Reyndar verð ég að segja eitt. Það er hugað vel af þeim sem búa á götunni um jólin. Menn hafa aðgang að ýmsum stöðum til að fá að borða og húsaskjól. Meira segja eru aðilar sem gefa þeim gjafir oflr.

En jólin eru líka tími til að vera latur og núna er jóladagur og best að hafa stutt blogg sem jafnvel letihaugarnir nenna að lesa...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gleðileg Jól Sigvarður minn og leyfðu þér að líða vel. Hlustaðu á þögnina og finndu friðinn, sjáðu fegurðina í snjóprýddri borg með ótroðnum götum.  Svona er heimurinn, þegar allir eru sammála um að halda friðinn með því að vera ekki að reyna að halda friðinn eða stilla til friðar.  Núna er fólk bara í líðandi stund og nýtur þessa að vera það sjálft með öllu sem er.  Hér og nú án minnsta þanka til þess liðna og ókomna. Í því augnabliki og í þeim friði, þar er máske það, sem við köllum Guð.  Megi það blessa þig.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.12.2007 kl. 12:33

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Flott hjá þér!

Heiða Þórðar, 27.12.2007 kl. 23:28

3 identicon

Já,Sigvarður, ég tek undir orð Jóns Steinars og Heiðu

.Njóttu jólahátíðarinnar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband