Hvað er hjónaband?

Þar sem ég fer í brúðkaupi í dag að þá langar mig að skoða það hvað hjónaband er.

1.mós.2:18-24 ...18Og Drottinn Guð sagði: „Eigi er það gott að maðurinn sé einn. Ég vil gera honum meðhjálp við hans hæfi.“ 19Drottinn Guð mótaði nú öll dýr merkurinnar og alla fugla himinsins af moldu og lét þau koma fram fyrir manninn til þess að sjá hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldu þær bera. 20Og maðurinn gaf öllu búfénu nafn ásamt fuglum loftsins og dýrum merkurinnar. En hann fann manninum enga meðhjálp við hæfi.
21Þá lét Drottinn Guð djúpan svefn falla á manninn. Og er hann var sofnaður tók hann eitt af rifjum hans og setti hold í þess stað. 22Og Drottinn Guð myndaði konu af rifinu sem hann hafði tekið úr manninum og leiddi hana til mannsins. 23Þá sagði maðurinn: Loks er hér bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal kvenmaður kallast af því að hún er af karlmanni tekin.
24Af þessum sökum yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr með eiginkonu sinni, og þau verða eitt.

Hjónaband er sáttmáli milli karls og konu að gefast hvoru öðru í blíðu og stríðu.

5og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. 6Þannig eru þau ekki framar tvö heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja.“

Hjónabandið er gjöf til okkar mannana frá Guði. Hjónabandið er ekki eitthvað sem kom frá einhverri menningu heldur er það áætlun Guðs til okkar mannana að fjölga okkur og vera frjórsöm. Þá talar Biblían um það að hjónabandssængin skal vera óflekkuð. Margir hafa komið fram með þá kenningu að þetta þýði það að fólk megi ekki gera það fyrir giftingu. En skilgreining Guðs á hjónabandi er sú að um leið og þú hefur haft samfarir við aðila að þá eruð þið gift. Þess vegna talar Biblían um það að þegar menn sofa hjá konu að þá verða þeir að taka hana að sér sem eiginkonu sína. En hvað þýðir það þá að hafa óflekkaða hjónasæng?

Svarið er mjög einfallt. Að hafa óflekkaða hjónasæng þýðir einfaldlega það að kynlífið er athöfn milli hjóna og þau eiga ekki að leyfa öðrum að taka þátt í henni eða hafa samræði við aðra aðila. Á dögum gamla testamenntisins var það dauðadómur að halda framhjá. Að drýgja hór þýðir að halda framhjá og mér er minnisstætt þegar það átti að grýta hórkonuna fyrir framan Jesú. En hann svararði sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.

Þannig að hjónabandið snýst ekki bara um kynlíf heldur er kynlífið toppurinn á ástinni eins og sagt er. Þegar karl og kona hafa samfarir þá verða þau eitt. Það sem gerist í þessari athöfn að það myndast ákveðin tengsl á milli þessara einstaklinga og í kynlífinu verða þau eitt þar sem þau tengjast saman.

Hvað er þá aðalatriðið í hjónabandi? Mér hefur verið kennt að grunnurinn á alltaf að vera, vinátta, traust og virðing, síðan komi kynlífið. Þannig að gott hjónaband er samband milli 2 einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna saman í því að takast á við lífið eins og það kemur fyrir. Einstaklinga sem treysta hvor öðrum og einstaklingar sem bera virðingu fyrir hvorum öðrum.

Mér hefur líka verið kennt það að helsta þörf konunar að henni sé sýnd ást og hlýja. Helsta þörf karlmannsins er kynlíf. þarna eru 2 ólíkar þarfir sem þarf að uppfylla. Til þess að ég fái mínum þörfum sem karlmaður uppfyllt, þá þarf ég að uppfylla þarfir konunar og sýna henni ást og hlýju.

En samt er eitt sem ég skil ekki við konur, ef maður er góður við þær, þá fara þær í burtu og segja að menn séu væmnir og byrja svo með mönnum sem fara ílla með þær. þetta er svona því miður í mörgum tilvikum. Afhverju konur laðast frekar af skíthælum en mr.niceguy get ég ekki svarað. En eitt er þó víst að hjónabandið er heilagur sáttmáli settur fram af Guði og mun vara meðan lífið er á jörðinni:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæll Sigvarður og til hamingju með afmæli Jesú.

Kaflinn í Efe 5 (+Kól 3.18-20)um skyldur hjóna er býsna upplýsandi um hve hjónabandið er heilagt.  Að við mennirnir eigi að vera konu minni höfuð eins og Kristur er kirkjunni höfuð: leiði hana fram frá einni dýrð til annarrar og leggja sjálfa okkur í sölurnar fyrir hana - ekkert smá djobb en ekkert smá fyrirheiti.  

Og konurnar séu mönnum sínum undirgefnar í öllu eins og þeir væru Drottinn.  Örugglega ekkert auðvelt heldur.  

En á móti kemur að Guð lofaði okkur aldrei easy ride - bara því að við myndum ná fullnuninni. 

Guð blessi þig á nýju ári 

Ragnar Kristján Gestsson, 29.12.2007 kl. 15:09

2 identicon

Já konan á að vera ykkur kristlingum undirgefin, þvílík tímaskekkja. Trúiði þessu rugli? Það er með hreinum ólíkindum að það skuli vera til fólk á 21. öldinni sem ennþá trúir svona bulli. Á fyrstu blaðsíðum biblíunnar segir að guð hafi tekið rif úr Adam og búið til konu, en nokkrum blaðsíðum seinna þegar Adam hafði gefið fuglum og öðrum dýrum merkurinnar nafn, kvartar hann við guð um að hann sé einmanna og guð skapar þá annað hvort aðra konu sem gengur ekki upp eða hann skapar Evu aftur sem er auðvitað enn vitlausara. Svo eignast þessi hjón börn nánar tiltekið sjö syni sem fara síðan út um víðann völl og gíftast þar einhverjum konum sem enginn veit hvaðan komu. Götin í sögum biblíunnar eru endalaus, þið aftur á móti skautið bara fram hjá þeim eins og ekkert sé.

Valsól (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 02:40

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Valsól ertu feminista rauðsokka?

Sigvarður Hans Ísleifsson, 30.12.2007 kl. 12:38

4 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já ágæta Valsól, það er margt milli himins og jarðar sem jafnvel við kristlingar (nokkuð fínt gæluyrði, ég held ég noti það framvegis) skiljum ekki ennþá, kannski aldrei, hver veit.  En hitt skil ég jafnvel og konan mín: að ef að við undirgefumst hvort öðru náum við nánara sambandi og dýpri ást en ég hefði að óreyndu haldið að væri mögulegt.  Athugaðu að ég var ekki fæddur kristlingur heldur eignaðist það, þannig að ég hef, eins og einhver raulaði einhverntíman: I´ve seen the world from both sides now...  En að sambandið virki byggir náttúrulega á gagnkvæmum vilja beggja þátttakenda, eins og öllum samböndum.  En ef ástin er mælikvarði á gæði sambands þá erum við ástfangnari núna eftir 17 ára samband en fyrsta árið.  Og ágæta Valsól, þetta þori ég að segja undir fullu nafni.

Ragnar Kristján Gestsson, 30.12.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Góður pistill hjá þér Sigvarður.  Samt ekki alveg sammála því að við förum ef þið eruð góðir við okkur.... er það ekki eitthvað sem allir vilja

En vinátta, traust, heiðarleiki og svo jú kynlífið eru aðalstólpar hjónabandsins að mínu mati líka.

Guð gefi þér síðan gæfuríkt komandi ár

kv. Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 30.12.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

"En samt er eitt sem ég skil ekki við konur, ef maður er góður við þær, þá fara þær í burtu og segja að menn séu væmnir og byrja svo með mönnum sem fara ílla með þær. þetta er svona því miður í mörgum tilvikum. Afhverju konur laðast frekar af skíthælum en mr.niceguy get ég ekki svarað. En eitt er þó víst að hjónabandið er heilagur sáttmáli settur fram af Guði og mun vara meðan lífið er á jörðinni:)"

Þú ert greinilega ungur.  Stelpur vilja slæmu gæjana.  Með aldrinum hættir að vera kúl að koma fram eins og hálviti.  Þetta snýst bara um þroska held ég.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 31.12.2007 kl. 00:06

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gleðilegt ár kæri Sigvarður ! Og ekki láta deigan síga, Valsól hef ég reynslu af og er hann afar mikill dóni. Taktu honum með fyrirvara.  ;) Guð blessi þig bróðir í kristi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 00:51

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Takk fyrir komentin... Varðandi að vera bad guy er allveg staðreynd.. því að þegar ég var í neyslu og var niður í bæ um  helgar að lemja mann og annan að þá hrúguðust stelpurnar í kringm í mig. En þegar ég frelsaðist svo í jan 2000 að þá fannst þeim ég ekki eins cool...

En ég er samt á þeim alldri að ég vil fara fá mér konu :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.12.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband